Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 21
Vélin .viiinrd Atvinnumálaályktun ráðstefnu verkalýðsfélaganna á Norðurlandi ASalvandamál verkalýSsins í bæjum og sjóþorpum á NorSurlandi er enn eins og áSur hiS landlæga at- vinnuleysi mánuSum saman á hverjum vetri, og hver úrræSi verSi aS koma til, sem geti gefiS þeim mikla fjölda alþýSufólks, sem þar hefur sett niSur heimili sín, tækifæri til aS sjá sér farborSa og þjóSarheildinni sem beztan árangur. Orsakirnar til þessa atvinnuástands eru fyrst og fremst þær, aS flest byggSalögin hafa vaxiS upp meS síldveiSunum, sem standa hinn skamma sumartíma og ennfremur fiskveiSum, sem einnig leggjast niSur yfir veturinn, vegna aflaleysis á þeim tíma árs og aS nokkru vegna vetraríkis og slæmra hafnarskilyrSa, sem allt gerir sjósókn á NorSurlandi aS vetrarlagi erfiSa. Einnig verSur í þessum landsfjórSungi önnur stór atvinnugrein, þ. e. byggingar, vegabætur og hafnar- framkvæmdir o. fh, aS draga í land um leiS og vetur gengur í garS. Þannig hafa norSlenzku sjóþorpin og bæirnir þá sér- stöSu, aS allur fjöldi íbúanna verSur algerlega aS vera háSur þessari árstíSaatvinnu, sem auk þess er aS miklu leyti rekin meS úreltum atvinnutækj um, svo sem smá- bátum o. fl. Þar sem íbúarnir í bæjum og sjóþorpum á NorSur- landi búa þannig viS einna erfiSust atvinnuskilyrSi ís- lenzkrar alþýSu, en hinsvegar mjög áríSandi, aS ekki fækki fólki viS sjávarsíSuna á NorSurlandi vegna nauSsynlegra starfa viS vinnslu og verkun okkar verS- mætu gjaldeyrisvöru, síldarinnar, verSur aS vænta þess og leggja á þaS ríka áherzlu aS ríkisstjórn og Nýbygg- ingarráS komi hér til og veiti nægilegan stuSning viS byggSarlögin, til aS leysa þetta vandamál. RáSstefnan vill eindregiS leggja til viS verkalýSsfé- lögin, aS þau leggi sig fram um aS finna úrræSi, sem leitt geti til verulegra umbóta á atvinnuháttum hvers byggSarlags og sem bezt viS þess hæfi, og geri allt sem fært er til aS vinna því fylgis, bæSi heima fyrir og hjá stjórnarvöldum landsins. Eftirfarandi framkvæmdir vill ráSstefnan sérstaklega leiSa athygli félaganna og stjórnarvaldanna aS, sem ættu aS geta haft afgerandi áhrif til betri afkomu og varanlegra framfara: 1. AS hraSaS verSi aS bæta og fullkomna hafnirnar í sem nánustu samræmi viS þau skilyrSi, sem henta hverjum staS. 2. AS keppt verSi aS því aS fá nýja fiskibáta, sem fullnægi kröfum tímans og svari sem bezt útgerSar- aSstöSu hvers þorps. VINNAN 143

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.