Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Page 10

Vinnan - 01.06.1946, Page 10
þess skipafjölda, er flytur afurðir verksmiðjunnar á brott. Þurfa þar að koma öflugri bryggjur en nú eru, og öruggar festar hér og þar um höfnina. Dýpkun hafnarinnar er mjög auðveld — botninn laus og gljúp- ur — og engin takmörk fyrir því, hversu mikið hægt er að moka upp. Höfnin er skeifulöguð, og liggur mynni hennar mjög nálægt suðri. í skeifu þessa hefur, fyrir jagandi iðni tímans, rofnað smávegis skarð, sem kallað er Litla- Sund, og veldur smávegis sogi og ókyrrleika í höfn- inni, þegar verst viðrar úti fyrir. Þetta skarð þyrfti að fylla upp. Orfá skot með sprengiefni þeim megin sunds- ins, sem hærra er, ættu að nægja. Furða menn sig á, að þetta skuli ekki hafa verið gert, svo auðvelt og ódýrt sem það er, að manni virðist. Ef svo yrði byggður smá garðbútur í áttina að farvegi hafnarinnar, væri þarna búið að mynda — með litlum tilkostnaði — höfn, er fyllilega sambærileg væri við okkar allra beztu hafnir. Sú skoðun virðist nú vera ríkjandi meðal ráðandi manna þjóðarinnar, að þeim bátafjölda, er við erum að eignast, verði að skapa aðstöðu hér og þar við strönd- ina, þar sem líklegast þykir, að þeir gætu á hverjum tíma gefið mestan arð. Allir þessir bátar verða það stórir, að þeir geta ekki undir nokkrum kringumstæð- um verið bundnir við neina sérstaka höfn eða svæði, heldur verða þeir að flytjast til eftir því, hvar afla- vonin er mest á hverjum tíma. Er það þá nokkur furða þó manni detti Raufarhöfn í hug, sem sjálfsagður og ómissandi hlekkur í þeirri nýsköpunarkeðju, sem nú er verið að móta. Enginn efast um fiskmergðina, sem vissa árstíma dvelur á mið- unum við Langanes og Sléttu, og hvergi þurfum við að leggja minni peninga í að skapa ágæta aðstöðu í landi þeim til handa er færa björgin í grunn þann er sjálf- stæði okkar og örugg afkoma verður að byggjast á í framtíðinni. Við höfum geymt okkur Raufarhöfn en ekki gleymt Síldarlöndun Raufarhöfn séð frá Höfðanum henni eða því, hvers virði hún hefur verið öllu athafna- lííi okkar frá fyrstu tíð. Með auknum framkvæmdum á Raufarhöfn mun þjóðin leggja styrkan stein í hagsæld- arhöll hins unga íslenzka ríkis. S AMNINGUR um kaup og kjör matreiðslustúlkna í vega- og brúagerð ríkissjóðs 1. gr. — Lágmarkskaup skal vera kr. 350.00 um mán- uðinn, miðað við matreiðslu fyrir allt að 10 manna flokk, framreiðslu, uppþvott og ræstingu borðsals. — Gengið er út frá að þetta starf jafngildi 8 stunda vinnu- degi eða 48 stunda vinnuviku. 2. gr. — Matreiðslustúlku skulu tryggðir jafnmargir frídagar og verkamönnum á sama stað, með því fyrir- komulagi, sem um semst milli verkstjóra og matreiðslu- stúlku. Kemur þá virkur dagur í stað helgidags, ef nauðsyn krefur. 3. gr. — Verði fleiri menn í mötuneyti, en um getur í 1. gr., getur matreiðslustúlka fengið stúlku sér til að- stoðar eða hlutfallslega kauphækkun, sem svarar fjölg- un manna í mötuneytinu fram yfir 10 menn, enda greiðist þá ekki yfirvinna. Fallist verkstjóri á hvoruga þessa leið, ber matreiðslustúlku réttur til yfirvinnu- greiðslu samkvæmt taxta og reiknast þá vinnudagur hennar á fastakaupinu frá kl. 8 f. h. til 5 síðdegis. Sé unnið á umsömdum frídögum, skal sú vinna greidd með helgidagataxta, þ. e. kr. 1,75 um klst. með 100% álagi. 4. gr. — Matreiðslustúlkur þurfa eigi að annast vatnssókn, aðdrætti nauðsynja, né flutning að eða frá vinnustað sínum, enda sé skyldustarf þeirra takmarkað við matreiðslu og hreinlætisstörf á vinnustað. 132 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.