Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 12
En hann lagðist í brott og vestur fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svo mikill, að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom á móti honum berg- risi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austur með endilöngu landi, „var þá ekki nema sandar og öræfi og brim mikið fyrir utan, en haf svo mikið, milli landanna,“ segir hann, „að ekki er þar fært langskipum.“ Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði, Eyjólfur Valgerðarson í Eyjafirði, Þórður gellir í Breiðafirði, Þóroddur goði í Olfusi. Síðan sneri Dana- konungur liði sínu suður með landi, fór síðan til Dan- merkur.“ * Líkur benda til þess, að Ólafur Tryggvason, Noregs- konungur, liafi ætlað sér forræði yfir Islandi í sam- bandi við kristniboðið, en vegna hins skyndilega falls konungs hjaðnaði það niður. Um aðfarir Ólafs konungs Haraldssonar gagnvart íslandi eru ljósar sagnir. Hann hóf afskipti sín af landinu með því að vasast í kristni- haldi landsmanna, og fékk þá til að nema úr lögum nokkur ákvæði, sem staðið höfðu frá því er kristni var lögtekin árið 1000. Síðar sendi Ólafur Þórarinn Nef- jólfsson til íslands, svo sem frægt er orðið. Segir Heimskringla greinilega frá þeirri för og er frásögn hennar á þessa leið: „Ólafur konungur sendi þetta sumar Þórarinn Nef- jólfsson til íslands með erindum sínum. Hann tók Eyrar á íslandi og fór þegar til Alþingis. En er menn höfðu þar mælt lögskil, þá tók Þórarinn til máls Nefjólfsson: „Eg skildist fyrir fjórum nóttum við Ólaf konung Har- aldsson. Sendi hann kveðju hingað til lands öllum höfð- ingjum og landsstj órnarmönnum og þar með allri al- þýðu karla og kvenna, ungum manni og gömlum, sæl- um veslum, guðs og sína og það með, að hann vill vera yðar drottinn, ef þér viljið vera hans þegnar, en hvorki annars vinir og fulltingismenn til allra góðra hluta.“ Menn svöruðu vel máli hans. Kváðust allir það fegnir vilja að vera vinir konungs, ef hann væri vinur hér- landsmanna. Þá tók Þórarinn til máls: „Það fylgir kveðjusendingu konungs, að hann vill þess beiðast í vináttu af Norðlendingum, að þeir gefi honum ey eða útsker, er liggur fyrir Eyjafirði, er menn kalla Gríms- ey, vill þar í mót leggja þau gæði af sínu landi, er menn kunna honum til að segja, en sendi orð Guð- mundi á Möðruvöllum til að flytja þetta mál, því að hann hefur það spurt, að Guðmundur ræður þar mestu.“ Guðmundur svarar: „Fús er ég til vináttu Ólafs kon- ungs, og ætla ég mér það til gagns miklu meira en út- sker það, er hann beiðist til. En þó hefur konungur það eigi rétt spurt, að ég eigi meira vald á því en aðrir, því að það er nú að almenning gert. Nú munum vér eiga stefnu að vor á milli, þeir menn, er mest hafa gagn af eyjunni.“ Ganga menn síðan til búða. Eftir það eiga Norðlendingar stefnu milli sín og ræða þetta mál. Lagði þá hver til slíkt, er sýndist. Var Guðmundur flytjandi þessa máls, og sneru þar margir aðrir eftir því. Þá spurðu menn, hví Einar, bróðir hans, ræddi ekki um, — „þykir oss hann kunna,“ segja þeir, „flest gleggst að sjá.“ Þá svarar Einar: „Því er ég fáræðinn um þetta mál, að enginn hefur mig að kvatt. En ef ég skal segja mína ætlan, þá hygg ég, að sá muni til vera hérlandsmönnum, að ganga ekki undir skatt- gjafir við Ólaf konung og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefur við menn í Noregi. Og munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og son- um vorum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir, og mun ánauð sú aldrei ganga eða hverfa af þessu landi. En þótt konungur sá sé góður maður, sem ég trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til, þá er konungaskipti verður, að þeir eru ójafnir, sumir góðir, en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft, síðan er land þetta byggðist, þá mun sá til vera, að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi metast. En hitt kalla ég vel fallið, að menn sendi konungi vin- gjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti, er sendilegir eru. Er því þá vel varið, ef vinátta kemur í mót. En um Grímsey er það að ræða, ef þaðan er enginn hlutur fluttur, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns. Og ef þar er útlendur her, og fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ég mörgum kotbóndanum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum.“ Og þegar er Einar hafði þetta mælt, og innt allan útveg þennan, þá var öll alþýða snúin með einu sam- þykki, að þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindis- lok sín um þetta mál.“ Afmœlisvísa til fjármálamanns í Reykjavík Ei veglyndara valmenni ég vitað hef, né saklausara siklingshjarta í silfurref. Oþekktur höfundur. 134 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.