Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 13
GUÐMUNDUR VIGFÚSSON : Frá verkalýðsfélögum úti um land Frá Sauðárkróki Á Sauðárkróki starfa tvö verkalýSsfélög, verka- mannafélagiS Fram og VerkakvennafélagiS Aldan. — VerkamannafélagiS er eitt af elztu verkalýSsfélögum landsins, taliS stofnaS 1903, og hefur söguágrip þess veriS birt í Vinnunni, 3. tbl. 1944. VerkakvennafélagiS Aldan var stofnaS áriS 1930. BæSi hafa þessi félög haft mikla þýSingu fyrir afkomu og menningu vinnandi fólks á staSnum. Þau hafa bætt meS hverjum nýjum samningi kaup og kjör meSlima sinna. Og jafnframt hafa þau látiS til sín taka ýmis framfara- og menning- armál SauSárkróksbúa. Þótt margt hafi áunnizt í þess- um efnum, bíSa enn mörg og stór verkefni úrlausnar, eigi afkoma verkafólks aS verSa meS þeim hætti, aS viShlítandi teljist. Eitt stærsta áhugamál SauSárkróks er raforkumáliS. Þetta 1000 íbúa þorp býr viS 65 hestafla rafstöS, sem er knúin meS orku frá SauSá. Þetta er fyrir löngu orSiS ófullnægjandi meS öllu. Nú stendur fyrir dyrum aS virkja GönguskarSsá. Hefur veriS gerS kostnaSará- ætlun yfir framkvæmd verksins og er hún upp á 2% millj. kr. Gert er ráS fyrir, aS byrjaS verSi á virkjun- inni nú í júní. RíkissjóSur hefur gengiS í ábyrgS fyrir kostnaSi viS framkvæmd virkjunarinnar. A SauSárkróki eru tvö hraSfrystihús, en aSeins ann- aS þeirra er starfrækt, enda bátaflotinn ekki stór, eSa 2 mótorbátar, 6—7 tn. og nokkrir smærri opnir vélbát- ar. Von er á nýjum SvíþjóSarbát, 50 tn. aS stærS; er hann eign hlutafélags, sem hreppurinn hefur lagt 25 þús. kr. framlag til, Kaupfélag SkagfirSinga 40 þús. kr. Hitt eru smáhlutar einstaklinga, er nema frá 300— 2000 krónum hver. Nokkur síldarsöltun fer fram á SauSárkróki á sumrin. Eru tvö plön til staSar og ráSgert aS byggja þaS þriSja á næstunni, er gert ráS fyrir aS þaS kosti ca. 300 þús< krónur. Mikil áhugi er ríkjandi á SauSárkróki fyrir bygg- ingu niSursuSuverksmiSju og hefur veriS sótt um leyfi til byggingarinnar til NýbyggingarráSs. Væri aS því mikil bót fyrir atvinnulíf fólksins í kauptúninu, ef einhver slíkur verksmiSjurekstur kæmist á, því at- vinna verkafólks er afar rýr mikinn hluta ársins og brýn nauSsyn á aS úr verSi bætt. Eins og víSar, er þörf úrbóta í húsnæSismálunum. NokkuS hefur veriS byggt af einbýlishúsum síSustu tvö árin. Byggingarfélag verkamanna hefur veriS end- urvakiS til starfa. Áformar þaS aS hefja byggingar í vor, takizt aS afla nauSsynlegra lána. SamkomuhúsiS Bifröst er sameign þeirra félaga, er starfa í kauptúninu og eru verkalýSsfélögin þar aS- iljar. HúsiS er orSiS gamalt og aS ýmsu leyti úrelt. Munu félögin hafa í hyggju aS bæta úr því meS byggingu nýs samkomuhúss, svo fljótt sem aSstæSur leyfa. Bygging barnaskólahúss stendur yfir á SauSárkróki, var byrjaS á byggingu þess í fyrra. Var á þeirri fram- kvæmd orSin brýn nauSsyn, því gamla barnaskólahús- iS var byggt um aldamótin síSustu, en þá voru íbúar kauptúnsins aSeins um 300. VerkalýSsfélögin hafa fullan hug á aS láta framfara- mál kauptúnsins og nauSsynlegustu umbætur mikiS til sín taka í framtíSinni. Enda eru verkefnin ærin á öllum sviSum. Og vissulega stendur þaS engum nær en ein- mitt þessum hagsmunasamtökum verkafólksins, aS hafa forustu um þau mörgu framfara- og menningarmál, sem aS kalla um lausn, ef afkoma fólksins og skilyrSi til menningarlífs eiga aS verSa tryggari á næstu árum en veriS hefur. Frá Iloisósi VerkalýSsfélögin eru tvö á Hofsósi, eins og á SauSár- króki. íbúar þorpsins eru ca. 300. í verkamannafélag- inu Farsæl eru 90 meSlimir og verkakvennafélaginu Báran telur 50 meSlimi. VerkalýSsfélögin á Hofsósi eru bæSi tiltölulega ung í heildarsamtökunum, enda var kaup og kjör verkafólks þar lengi meS því lakasta, sem þekktist á landinu. En á þessu hefur orSiS veruleg breyt- ing síSustu tvö árin og gilda nú sömu kjör hjá verka- fólkinu á Hofsósi og SauSárkróki. Annars eru atvinnu- málin helztu áhugamál Hofsósbúa, enda ekki óeSlilegt, þar sem verkafólk verSur aS hafa búskap jöfnum hönd- um sér til lífsframfæris, en á rekstri hans eru margvís- legir annmarkar vegna jarSnæSisvandamálsins. En landiS, sem þorpiS stendur á, er allt í eigu eins manns, og er eSlilega vaknaSur almennur áhugi fyrir því, aS hreppurinn eSa ríkiS eignist þaS. VINNAN 135

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.