Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 8
TIl alþýðu allra landa 1. maí ávarp frá Alþjóðasambandi verkalýðsins Hið vinnandi mannkyn, sem eftir hörmungar undangenginna styrjaldarára, elur vonina um betra líf og bjartari framtíð, sér í samtökum sín- um þann mátt, er megnar að láta hinar björtustu vonir rætast. Með verkalýðssamtökin að vopni heyr vinn- andi alþýða heimsins baráttu sína gegn fátækt og skorti, fyrir þjóðfélagslegu öryggi, baráttuna gegn fasisma og stríði, fyrir varanlegum, réttlát- um friði, baráttuna gegn ofbeldi og kúgun, fyrir þjóðlegu sjálfstæði. Alþjóðasambandið, sem var grundvallað í eldi styrjaldarinnar, fætt af sigurvilja alþýðunnar, er megnaði að sigrast á þýzka nasismanum og jap- anska hernaðarofstækinu, er að verða hið lang- þráða mark verkalýðsins: Fullkomin sameining verkalýðs alls heimsins í krafti þessarar staðreyndar skorar Alþjóða- sambandið á þau fáu landssamtök, er ennþá standa utan við, að sameinast Alþjóðasamband- inu og mynda með því eina órofa samtakaheild verkalýðs alls heimsins, án tillits til mismunandi þjóðernis, litar og pólitískra eða trúarlegra skoð- ana. Á sama hátt og eindrægni og samstarfsvilji ræður alþjóðasamtökum verkalýðsins, verða samtök hinna sameinuðu þjóða að vera borin uppi af viljanum til félagslegs samstarfs á grund- velli réttlætis og jafnréttis. Því aðeins geta þessi samtök orðið við þeim vonum er þjóðirnar bera í brjósti um réttlátari skiptingu þeirra verðmæta er vinnan skapar. Á öldinni, sem leið, kom fram hið volduga kjörorð: Oreigar í öllum löndum sameinist. Þetta kjörorð varð fáni allra þeirra er skildu nauðsyn þess, að verkalýðurinn eignaðist sín al- þjóðasamtök til að berjast fyrir frelsi sínu og réttindum. Við hyllum í dag verk þessara brautryðjenda, sem með starfi sínu lögðu grundvöllinn að því verki, sem við erum að ljúka, sköpun alheims- sambands allra verkalýðsfélaga. Og við minningu þeirra heitum vér því að vinna ötullega að: 1. frelsi allra þjóða. 2. fullnaðarsigri lýðræðisins yfir fasismanum, í hvaða mynd sem hann birtist. 3. algerri útrýmingu nazismans í Þýzkalandi. 4. réttlátari skiptingu þeirra verðmæta er vinnan skapar, og aukinni kaupgetu allra launþega. 5. endurreisn þess er styrjöldin lagði í rústir. 6. hjálpa þeim þjóðum, er harðast voru leiknar af styrjöldinni, til að endurreisa atvinnulíf sitt og almenna velmegun. 7. gera samtök sameinuðu þjóðanna að tæki í þjónustu friðar og réttlætis. 8. aðstoða alla þá er berjast fyrir frelsi sínu eins og spánska alþýðan. I dag, þegar afturhaldsöfl heimsins og auð- hringarnir beita öllum ráðum til að ræna þjóðirn- ar ávöxtunum af sigrinum, snýr Alþjóðasam- bandið máli sínu til yðar, vinnandi fólk um all- an heim. Sláið skjaldborg um samtök yðar, eflið þau og styrkið, tryggið á þann hátt leiðina til framfara og menningar. Lifi heimsfriðurinn. Lifi sameining verkalýðsins um heim allan. Lifi Alþjóðasamband verkalýðsins. 130 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.