Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 7
SJÁLFSTÆÐIÐ og kosningarnar Enn dvelur erlendur her á landi voru, þótt liöið sé nú ár síðan styrjöldinni lauk og stórveldi það er hér á í hlut hafi með samningi við þjóð vora skuldbundið sig til að hverfa héðan með allan herafla sinn strax að þá- verandi ófriðarástandi loknu. Stórveldi þetta hefur eigi aðeins látið undir höfuð leggjast að uppfylla gerða samninga við oss íslendinga í þessu efni, heldur hefur það einnig farið þess á leit, að fá bækistöðvar um óákveðinn tíma fyrir her og hern- aðartæki hér á landi. Þótt ríkisstjórn vor hafi svarað þessari málaleitan neitandi, svo sem vera bar, og viðkomandi herveldi hafi nú, eftir að fjöldi félagssamtaka í landinu hóf mótmæli, gefið ádrátt um brottflutning hers síns, er fullkomin á- stæða til fyrir þjóð vora að vera dyggilega á verði um sjálfstæði sitt, gegn erlendri ásælni, einkum þegar þess er gætt, að með þjóð vorri finnast einstaklingar, sem bæði leynt og ljóst hafa gerzt formælendur þess, að hún verzlaði við erlent ríki með frumburðarrétt sinn yfir landinu. Það er því ekki að ófyrirsynju, að fjöldi félagssam- taka í landi voru hafa þegar kveðið sér hljóðs, til að vekja þjóðina til vitundar um rétt hennar og skyldu í þessu máli. Strax á síðastliðnu hausti, þegar kvisaðist um hin nærgöngulu tilmæli hins erlenda herveldis, sneri Al- þýðusamband Islands sér til þjóðarinnar og bauð henni fulltingi sitt til varnar sjálfstæði landsins gegn aðsteðj- andi hættu. Alþýðusambandið heitir enn á öll þjóðleg öfl í land- inu að taka höndum saman í þessu máli. Einmitt nú, þegar þjóðin stendur andspænis því verk- efni, að velja sér fulltrúa á löggjafarþing sitt, getur það skipt sköpum fyrir land vort og sj álfstæði þess, að frels- isvilji þjóðarinnar megi koma nægilega skýrt og ákveð- ið í ljós. Alþýðusambandið vill mega treysta því, að öll lýð- frjáls og þjóðleg félagssamtök í landinu, utan þess og innan, jafnt til sveita sem við sjávarsíðuna, bregðist af skilningi við kalli tímans í þessu efni — og hvetur þau til: 1. að gera ákveðnar kröfur til stjórnarvaldanna um að neyta allrar orku til þess að hinn erlendi her hverfi af landi voru hið bráðasta. 2. að brýna það fyrir þjóðinni, jafnt lágum sem há- um, að standa vörð gegn hverskyns erlendri ásælni, hvaðan sem hún kæmi. 3. að beita áhrifum sínum við í hönd farandi kosn- ingar gegn því, að nokkur frambjóðandi, sem ekki sýni hreina afstöðu gegn afsali landsréttinda, verði kjörinn á þing, hvar í flokki sem hann stendur og hverju nafni sem hann nefnist. ir að vopna ýmsa ættflokka í suðurhluta landsins, sem áður höfðu veitt þýzkum fallhlífarhermönnum og skemmdarverkamönnum stuðning til að eyðileggja sam- göngukerfi Bandamanna í Iran. Um sumarið kom til verkfalla í Teheran og Ispahan, sem barin voru niður með aðstoð brezkra hermanna og hergagna. Þeir studdu til valda þekktan afturhaldssegg, Sayed Mohsen Sadr, sem í Iran gekk undir nafninu „hallar- slátrarinn“. Hann naut ekki stuðnings þingsins, en sat þrátt fyrir það í skjóli Breta. Hinn 3. sept. voru skrifstofur Tudeh-flokksins, verka- lýðsfélaganna og allra frjálslyndra blaða teknar af her og lögreglu, umferð var bönnuð eftir kl. 9 e. h. og öll fundahöld fyrirboðin, en vegna öflugrar mótspyrnu lýðræðisaflanna og allsherjarverkfalls varð „hallarslátr- arinn“ að hrökklast frá völdum. 4. Næsta tilraunin til að hefta vöxt lýðræðisafl- anna var svo hafin í október 1945, á þann hátt að reyna að telja heiminum trú um, að Rússarnir stæðu að baki þeirra og réru undir. Hinn brezksinnaði Hussein Ala var gerður að sendiherra í Bandaríkjunum, og frétta- eftirlitinu aflétt og fréttamönnum afturhaldsblaðanna í Bretlandi og Bandaríkjunum boðið að koma og vera vitni að „íhlutun Rússa“. (Eftir fréttaskeyti frá Teheran, til A. L. N.) * Brezki fasistaforinginn Sir Oswald Mosley er í und- irbúningi með að stofna útgáfufyrirtæki. I tilefni af því er komin fram tillaga, sem lögð verður fyrir þing Brezka prentarasambandsins, um að hver sá meðlimur sambandsins, sem fari í vinnu hjá þessu fyrirtæki, verði gerður rækur úr samtökunum. * Hinn heimsþekkti spánski celloleikari, Pablo Casals, hefur neitað að halda hljómleika í Englandi, í mótmæla- skyni við afstöðu hrezku stjórnarinnar til Franco- stjórnarinnar. VINNAN 129

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.