Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 23

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 23
in, að þau einbeiti baráttu sinni sem mest á atvinnu- málin og nýsköpunina, hvert á sínum stað, og sjái svo um, að þessi og önnur knýjandi hagsmunamál vinnandi stétta, marki línurnar milli afturhaldsaflanna annars- vegar, hvar í flokki sem þau standa, og framfaraaflanna hinsvegar, við þessar kosningar. Atvinnumálanefndir þær, sem sambandsfélögin hafa komið sér upp, hafa í þessu sambandi miklu hlutverki að gegna, hver á sínum stað, — og hvetur miðstjórnin öll þau sambandsfélög, sem ekki hafa þegar kosið sér slíkar nefndir, til að gera það sem allra fyrst, og láta sambandið fylgjast með, hvað gert er í þessum efnum.“ r Alyktun ráðstefnu verkalýðsfélaganna á Norðurlandi í fjórðungssambandsmálinu Ráðstefna verkalýðsfélaga á Norðurlandi, haldin á Siglufirði dagana 24.—26. apríl 1946, telur ríka nauð- syn bera til þess að stofnað verði fjórðungssamband Al- þýðusambands Islands á Norðurlandi, vegna eftirfar- andi: 1. Samræming kaups og kjara í fjórðungnum er orð- in knýjandi nauðsyn, og yrði auðveldari fyrir tilstuðlun slíks sambands. 2. Fjórðungssamband mundi auka á kynningu og samstarf félaganna, m. a. með því að hafa forustu fyr- ir byggingu orlofs- eða félagsheimila í fjórðungnum, gangast fyrir kynningarferðum milli félaga, fræðslu- starfsemi o. s. frv. Ráðstefnan lýsir sig því meðmælta því, að sam- bandið verði stofnað á eftirgreindum grundvelli: l.Sambandssvæðið verði Strandasýsla, Vestur-Húna- vatnssýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Siglufjarðarkaupstaður, Eyjafjarðarsýsla, Olafsfjarð- arkaupstaður, Akureyrarkaupstaður, Suður-Þingeyjar- sýsla og Norður-Þingeyjarsýsla. 2. Ráðstefnan kjósi 5 manna framkvæmdanefnd, er undirbúi stofnun sambandsins á næstkomandi hausti. Skal framkvæmdanefndin skrifa félögunum, og tilkynna þeim niðurstöður ráðstefnunnar og óska eftir tilkynn- ingu urn þátttöku þeirra fyrir ákveðinn tíma, og boða síðan til stofnþings í samráði við Alþýðusamband Is- lands, ef nægileg þátttaka fæst að dómi framkvæmda- nefndar og miðstjórnar Alþýðusambands íslands. 3. Ráðstefnan telur, að eigi sé fært að skerða tekjur Alþýðusambands íslands þótt fjórðungssambandið verði stofnað, en telur rétt að gera ráð fyrir sérstöku sambandsgjaldi, er nemi eigi minna en einum þriðja hluta gildandi Alþýðusambandssjóðsgjalds á hverjum tíma. r------------------------------------------------N SAMBANDS- tíðindi v________________________________________________s Kaup kvenna hækkað á Stokkseyri í febrúarmánuði s.l. var sú breyting gerð á kaupsamningi Verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma og atvinnurekenda á Stokkseyri, að grunnkaup kvenna var hækkað úr kr. 1.35 í kr. 1.50 á klst. í eftirvinnu greiðist 50% álag og í nætur- og helgi- dagavinnu 100% álag á dagvinnukaup. Aðalfundur Miölnis í Arnessýslu Á aðalfundi Bílstjórafélagsins Mjölnis í Árnessýslu voru þess- ir menn kosnir í stjórn félagsins: Sigurður Ingvarsson formað- ur, Einar Kristinsson ritari og Albert Einarsson gjaldkeri. Vara- menn eru: Guðm. J. Guðmundsson og Olafur Gíslason. Aðalfundur Arvakurs á Eskifirði Á aðalfundi Verkamannafélagsins Árvakur á Eskifirði, sem haldinn var 9. marz s.l., voru þessir menn kosnir í stjórn félags- ins: Leifur Björnsson formaður, Oskar Snædal ritari, Olver Guðnason gjaldkeri, Jóhann Klausen og Alfreð Guðnason með- stjórnendur. Samþykkt var á fundinum að taka Bílstjórafélag Eskifjarðar sem deild inn í félagið. Vörubílstjóradeild stofnuð innan V. S. F. K. Þann 9. apríl s.l. var stofnuð Vörubílstjóradeild innan Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Stofnendur deildarinnar voru 23. I stjórn voru kosnir: Valgeir Jónsson formaður, Krist- inn Þorbergsson ritari og Magnús Jónsson gjaldkeri. Deildin rekur Vörubílstöð Keflavíkur. Nýr kjarasamningur netavinnufólks Þann 19. maí s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Nótar, félags netavinnufólks í Reykjavík og Alþýðusambands Islands annarsvegar og Netagerðarinnar Höfðavík h.f., Félags netaverkstæðiseigenda í Reykjavík og Vinnuveitendafélags ís- lands hinsvegar. Samkvæmt þessum samningi er nú grunnkaup netavinnufólks með réttindi kr. 3.10 um klst., var áður í hæsta flokki kr. 2.50 fyrir karlmenn en kr. 1.91 fyrir konur. karlmanna hefur því hækkað um 24% en kvenna um 62,5%. Kaup aðalmanns við tjörgun er nú kr. 4.50 um klst., var áður kr. 3.83. Kauptrygging fólks, sem vinnur á Norðurlandi er nú kr. 400.00 á mánuði, var áður engin. Þetta fólk fær nú greitt fargjald fyrir báðar ferðir, áður aðra ferðina, og ókeypis hús- næði. Eins og áður fær netavinnufólk greitt fullt kaup í 7 daga í vikindatilfellum. Þegar samningar tókust, hafði staðið yfir verkfall í 6 vikur. Samtök netavinnufólks voru hin beztu. Nýr lcjarasamningur á Eyrarbakka 1. maí s.l. gekk í gildi nýr kjarasamningur milli Verkamanna- fél. Báran á Eyrarbakka og atvinnurekenda. — Samkvæmt þess- um samningi er nú tímakaup karlmanna í dagvinnu kr. 2.65, VINNAN 145

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.