Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 9
EIRÍKUR ÁGÚSTSSON:
RAUFARHÖFN
Austan á tanga þeim, sem gengur í haf út milli Axar-
fjarðar og Þistilfjarðar, gefur að líta lítið fiskiþorp
við einhverja beztu höfn þessa lands, sem mjög hefur
komið við síldveiðisögu okkar íslendinga frá fyrstu
tíð. Þetta er Raufarhöfn.
Frá öndverðu kemur Raufarhöfn við sögu sem at-
hvarf og öruggt skjól fiskimanna, er veiðar stunduðu
fyrir Norðausturlandi og bar þar einkum tvennt til.
Tvímælalaust var og er Raufarhöfn þeim kostum búin
að vera Öruggasta höfnin á svæðinu frá Akureyri til
Seyðisfjarðar og nálægust fyrir þann flota, er veiðar
stundaði á hinum gullvægu aflamiðum við Langanes
og Sléttu, þegar stormar hömluðu veiðum. Þar var og
verzlun all umfangsmikil á þeirra tíma mælikvarða. —
Stendur þar enn verzlunarhús stórt og fornt, sem órækt
vitni þess iðandi lífs og umfangsmiklu viðskipta, er
þarna hafa átt sér stað á þeim tíma, er Islendingar
máttu horfa aðgerðalausir á, að útlendingar sætu einir
að þeim gæðum, er landið og sjórinn umhverfis það,
hafði upp á að bjóða.
Fyrir almörgum árum var þarna mikil útgerð. Komu
þangað menn hvaðanæfa af landinu og sóttu sjóinn
yfir sumarmánuðina og öfluðu mikið, enda afli nægur
rétt við hafnarmynnið.
Austfirðingar ráku þaðan báta sína um langt árahil
þann tíma ársins, er lítil aflavon var á heimamiðum
þeirra, en þar kom að þeir urðu að hrökklast þaðan af
orsökum, sem ekki verða raktar hér, og vélbátaútgerðin
Litla-Sund
Raufarhöfn
lagðist niður að mestu til ómetanlegs skaða fyrir þá
er hlut áttu að máli og þjóðarbúskapinn í lieildi. Aust-
firðingar hafa þó aldrei gleymt hvers virði Raufarhöfn
var þeim og eftir að bátar þeirra stækkuðu, stunduðu
þeir útileguveiðar þaðan og sigldu með aflann heim til
verkunar. Um 1920 reisa Norðmenn síldarverksmiðju
á Raufarhöfn og ráku hana um alhnörg ár, eða þangað
til Islendingar opnuðu augun fyrir þeirri staðreynd,
að síldin — þessi glitrandi fiskur — var eitt hið mesta
verðmæti, er í eigu þeirra var. Síðan er saga síldveið-
anna okkur öllum kunn og enginn dregur í efa, hver
áhrif til góðs þær hafa haft á afkomu okkar alla.
Ekki höfðu sjómenn lengi stundað þessa veiðiaðferð,
e raugu þeirar opnuðust fyrir þeirri geysimiklu þýð-
ingu, er aukin vinnsla á Raufarhöfn hefði fyrir afkomu
þeirra og aflavon. Létu þeir ekkert tækifæri ónotað til
að koma ráðandi mönnum í skilning um, hvers virði
aukin drift á Raufarhöfn hefði fyrir þjóðarheildina, og
þar kom, að hafizt var handa um byggingu nýrrar verk-
smiðju á staðnum árið 1940. Hefur hún, þrátt fyrir
ýmsa ágalla, unnið verðmæti fyrir milljónir króna. I
sambandi við síldariðnaðinn hafa risið þarna af grunni
alhnikil mannvirki, en mikið er þó ógert.
Árið 1941 var nokkur hluti hafnarinnar grafinn upp.
Nauðsyn á áframhaldi við dýpkun og lagfæringu hafn-
arinnar er mjög veigamikið atriði, burt séð frá þörfum
flota þess, er þarna hafnar sig yfir síldveiðitímann, og
VINNAN
131