Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 22
Vernclum hina stéttarlegu einingu Enginn, sem til þekkir, efast um að hin sttétarlega eining alþýðunnar á síðari árum hefur skilað ríkuleg- um ávöxtum til handa öllu vinnandi fólki í landinu og aukið svo áhrif alþýðunnar á þróun atvinnumála þjóð- arinnar, að slíks eru ekki áður dæmi í sögu landsins. Það er því ekki heldur neinum efa bundið, að framtíð- arheill vinnandi fólks og framvinda hinnar giftusam- legu þróunar í hagsmunamálum þess er einnig undir því komið, að hin stéttarlega eining þess innan Alþýðu- sambands Islands, eflist og þroskist með vaxandi verk- efnum. Á tímum grimmilegra átaka milli stjórnmálaflokka, eins og t. d. þegar almennar kosningar fara fram, getur það ráðið örlögum að verkafólk með ólíkar skoðanir í stjórnmálum missi ekki sjónar á hinum sameiginlegu stéttarhagsmunum og nauðsyn hinnar stéttarlegu ein- ingar um þá, því stéttarandstæðingurinn sér einmitt í kosningum hentugasta tækifærið til þess að sá friði' flokkspólitískrar sundrungar inn í raðir stéttarsamtaka alþýðunnar og ná sér þannig niðri á hagsmunum henn- ar, gegnum þau pólitísku völd, sem hann lýgur sér út í kosningabaráttunni í krafti blekktra alþýðumanna. Vér viljum því leiða athygli alls hins skipulagða verkalýðs íslands að því, að í Alþingiskosningum þeim, sem nú fara í hönd er hin stéttarlega eining hans sett 3. Að í hverju sjóþorpi á Norðurlandi, þar sem hafn- ir leyfa, verði komið upp fullkomnum síldarverkun- arstöðvum með hliðsjón af íbúafjölda. 4. Stefnt verði að því að fullvinna sem allra mest síld- arframleiðsluna í útgengilega matvöru, svo sem að flaka og leggja niður síldina í dósir, ennfremur að sjóða niður síld og annað fiskmeti í stórum stíl, og að þessi atvinna fari fram að svo miklu leyti, sem hægt er að vetrinum. 5. Síldarbræðsluverksmiðjum verði fjölgað og þær byggðar á þeim stöðum, sem hafnir og önnur skil- yrði leyfa. 6. Að tunnuverksmiðjur verði byggðar og reknar, auk þess sem þegar er ákveðið, á þeim stöðum, sem mikil síldarsöltun vex upp og aðrar aðstæður fyrir þann iðnað eru hagstæðar. 7. Að öllum vertíðarfærum fiskibátum á Norðurlandi verði þegar á næstu vertíð og framvegis gert fært að sækja sjó við Faxaflóa. En til þess verður að hraða undir prófraun og úr því skorið, hvort stéttarandstæð- ingnurn tekst með pólitískri sundrungu alþýðunnar að draga úr höndum hennar það, sem hún hefur unnið með hinni stéttarlegu einingu á sviði hagsmunamálanna á undanförnum árum. í sambandi við kosningarnar í sumar, hina stéttar- legu einingu og verkefni hennar, er ályktun miðstjórn- ar Alþýðusambandsins frá 21. sept. s.l., sem birtist í októberhefti Vinnunnar s.l. ár, orð í tíma talað. Þar segir svo: „Með tilliti til kosninga þeirra, sem háðar verða um land allt á næsta ári, og að búast má við sterkum átök- um mili flokka í sambandi við þær, vill miðstjórnin áminna öll sambandsfélög Alþýðusambandsins um það að standa sem bezt á verði um hina stéttarlegu einingu á grundvelli stéttarlegra sjónarmiða alþýðunnar, hvað sem átökum stjórnmálaflokka líður. Þetta má þó engan veginn skiljast þannig, að stéttar- samtök verkalýðsins eigi að Iíta á þessar kosningar sem óviðkomandi mál — þvert á móti. —- Kosningar þessar eiga verkalýðsfélögin að nota til allsherjar liðssöfnun- ar vinnandi stétta um hagsmunamálin. Kemur þá eink- um til greina nýsköpun atvinnuveganna, þ. e. sköpun einingar vinnandi fólks um framkvæmd þeirra stefnu- mála, sem núverandi stjórnarsamvinna byggist á — og sttétarleg eining gegn þeim öflum, sem vilja koma henni á kné. Með skýrskotun til ályktana 18. þings Alþýðusam- bandsins um stuðning verkalýðsins við stefnuskrá nú- verandi ríkisstj órnar og þátttöku hans í nýsköpun at- vinnuvegnna (til að fyrirbyggja atvinnuleysi í fram- tíðinni), leggur miðstjórnin ríkt á við sambandsfélög- byggingu landshafnar í Njarðvíkum ásamt hrað- frystihúsum og verbúðum, sem geri öllu því fólki, sem vinnur við bátana heima fyrir að vor- og sum- arlagi, mögulegt að fylgja þeim og hafa við þá at- vinnu allan úthaldstíma þeirra. — Þetta atriði er á- ríðandi að ekki dragist, þar sem þegar er von á 18 —19 nýjum fiskibátum á þessu ári til Norðurlands, og sem nú hafa hvergi von um viðlegu í eldri ver- stöðvum við Faxaflóa. e 8. Að stofnað verði nú til togaraútgerðar á Norður- landi með minnst 3—4 skipum, og að lánskjör til skipakaupanna verði svo viðráðanleg, að fjárskort- ur þurfi ekki að vera því til fyrirstöðu, að þessi stórtækasti hérlendi atvinnurekstur fái nú tækifæri til að reyna sig í þessum landsfjórðungi. 9. Lýsisherzlustöð og áburðarverksmiðja verði reistar á Norðurlandi, svo fljótt sem við verður komið. -— Ennfremur strigaverksmiðja og pokagerð. 10. Rafstöðvar verði reistar, svo allir geti búið við nægilegt rafmagn til heimilisþarfa og iðnreksturs. 144 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.