Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 24

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 24
áður kr. 2.45, en í skipavinnu kr. 2.90. Eftirvinna er greidd með 50% álagi á dagvinnu, en nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. — Verkamenn fengu ýmsar fleiri lagfæringar á kjörum sínum. 1. maí hátíðahöldin fóru íram að þessu sinni við meira fjölmenni og fjölbreytni víðast hvar um landið, en nokkru sinni áður, með kröfugöngum, útifundum og kvöldsamkomum. Auk almennra kjörorða um stéttarlega einingu alþýðunnar og hagsmunabaráttu, mun krafan um nýsköpun atvinnuveganna hafa sett svip sinn á daginn. En það, sem hæst bar af hugðar- málum vinnandi fólks, var sjálfstæðismálið, krafan um brott- flutning herliðsins úr landinu og fullkomna árvekni þjóðarinn- ar gagnvart erlendri ásælni, úr hvaða átt sem hún kæmi. Alþýðusambandið gekkst sem fyrr fyrir 1. maí dagskrá í rík- isútvarpinu, og var hún helguð sögu sjálfstæðisbaráttu vorrar frá fyrstu tíð og lögeggjan til íslenzku þjóðarinnar um að standa vörð um sjálfstæði sitt. Ræðumenn fyrir hönd sambandsins voru: Hermann Guð- mundsson, forseti sambandsins, Björn Bjarnason, ritari sam- bandsins, Sigurbjörn Einarsson dósent og Halldór Kiljan Lax- ness rithöfundur. Á útifundi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna f Reykjavík talaði f. h. sambandsins varaforseti þess, Stefán Ogmundsson. Hina samfelldu dagskrá í útvarpinu önnuðust: Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur, Gils Guðmundsson, kennari, Sigurður Einarsson dósent, Pétur Pétursson útvarpsþulur, Jón Múli út- varpsþulur, Ragnar Jóhannesson og Andrés Björnsson, starfs- menn útvarpsins, frú Hanna Karlsdóttir og Hulda Runólfs- dóttir. Sjálfstæðismál íslendinga og samþykktir verkalýðsfélaganna í sambandi við herstöðvamálið svonefnda, það er hersetu Bandaríkjanna hér í trássi við gerða samninga, svo og beiðni þeirra um herstöðvar hér á landi framvegis, hafa verkalýðsfé- lögin víðsvegar á landinu gert ákveðnar samþykktir og áskor- anir til þings og stjórnar um að ganga eftir brottför alls her- liðs úr landinu í samræmi við gefin loforð og samninga, og standa fast gegn hverskonar ásælni til herstöðva eða landsrétt- inda hér á landi. Alyktun sambandsstjórnar Alþýðusambands- ins frá 2. nóv. s.l. hefur áður verið birt hér í blaðinu. Þau sam- bandsfélög, sem skrifstofunni er kunnugt um að hafi gert álykt- anir í þessu mikilsverða máli, eru þessi: Verkamannafélagið Dagsbrún, Hið íslenzka prentarafélag, Félag járniðnaðarmanna, Starfsstúlknafélagið Sókn, Félag ísl. rafvirkja, Múrarafélag Reykjavíkur, Bókbindarafélag Reykjavíkur, Verkalýðsfélag Pat- reksfjarðar, Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki, Verka- mannafélagið Þróttur, Siglufirði, Verkakvennafélagið Brynja, Siglufirði, Verkalýðs og sjómannafélag Ólafsfjarðar, Verkalýðs- félag Dalvíkur, Verkalýðsfélag Hríseyjar, Verkamannafélag Arn- ameshrepps, Hjalteyri, Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar, Verkamannafélag Húsavíkur, Verkakvennafélagið Snót, Vest- mannaeyjum, Verkalýðsfélagið Vörn, Bíldudal, Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélag Tálknafjarðar. Ennfremur ráðstefna 18 sambandsfélaga á Norðurlandi, sem haldin var á Siglufirði 24.—26. apríl s.l. Orlofsheimili verkalýðsfélaga Frumvarp Sigurðar Guðnasonar um orlofsheimili verkalýðs- félaga hefur vakið óskipta athygli verkalýðs um land allt. Hafa fjölmörg verkalýðsfélög þegar samþykkt áskoranir til Alþingis um að samþykkja frumvarpið. Nýr kjarasamningur verkamanna á Siglufirði Hinn 17. apríl s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði og Síldarverksmiðja ríkisins. Samkvæmt hinum nýja samningi hækkuðu grunn- kaupsliðirnir sem hér segir: Almenn dagvinna var kr. 2.42 en er nú kr. 2.70 á klst. Eftirvinna var kr. 3.63, en er nú kr. 4.32 á klst. Helgidagavinna var kr. 4.84, en er nú kr. 5.40 á klst. Allir sértaxtar svo og mánaðarkaup hækkuðu í hlutfalli við framan- greint, en þó dálítið mismunandi. Með samningnum fengust einnig nokkrar aðrar réttarbætur og lagfæringar, svo sem að verkamenn halda nú óskertu kaupi, ef þeir verða fyrir meiðslum við vinnu, í 7 daga, en var áður 6 dagar og ýmis fleiri hlunn- indi. Þá er það nýmæli, að þegar um fastavinnu er að ræða, minnst viku, þá verður unnið 5 daga vikunnar í 8.35 tíma á dag, en vinnu er svo lokið kl. 12 á hádegi á laugardögum. Framan- greind breyting gildir yfir tímabilið 1. maí til 30. júní og 1. okt. til 31. okt. Samningur þessi verkar aftur fyrir sig, þannig, að frá og með 1. marz s.l. verður verkamönnum greitt kaup samkvæmt honum, en þá voru eldri samningar Þróttar gengnir úr gildi. Vinnuveitendafélag Siglufjarðar hefur samkvæmt yfir- lýsingu gengið inn á þennan samning að öllu leyti, en frá lög- formlegum samningi milli þess og Þróttar verður gengið mjög fljótlega. VerkalýSsráðstefna Norðurlands Ráðstefna verkalýðsfélaganna á Norðurlandi var haldin á Siglufirði dagana 24.—26. apríl s.l. Ráðstefnuna sátu 32 fulltrú- ar frá 18 sambandsfélögum Alþýðusambandsins með um 32.000 meðlimum. Til ráðstefnunnar var boðað að tilhlutun verkalýðsfélaganna Þróttar og Brynju á Siglufirði, og var öllum sambandsfélögum á Norðurlandi boðið að senda fulltrúa, en nokkrir þeirra komu því ekki við vegna erfiðra samgangna og annarra erfiðleika. Aðalverkefni ráðstefnunnar var að undirbúa stofnun fjórð- ungssambands Alþýðusambandsins og samræmingu kaupgjalds og kjara á Norðurlandi. Þóroddur Guðmundsson setti ráðstefn- una fyrir hönd verkalýðsfélaganna á Siglufirði og rakti í fram- söguræðu helztu verkefni ráðstefnunnar. Forseti ráðstefnunnar var kjörinn Kristinn Sigurðsson, full- trúi frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Ólafsfjarðar, 1. varafor- seti Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafélags Akureyrar og 2. varaforseti Jónas Jónasson, frá Hofdölum, fuBtrúi verka- mannafélagsins Fram á Sauðárkróki. Ritarar voru kjörnir Rós- berg G. Snædal og Sigvaldi Þorsteinsson. Ráðstefnan samþykkti einróma ályktun frá sambandsmála- nefnd um stofnun fjórðungssambands á næsta hausti. Var kjör- in 5 manna framkvæmdanefnd til þess að vinna að stofnun sam- bandsins í samráði við miðstjórn Alþýðusambandsins. I fram- kvæmdanefndina voru kjömir: Gunnar Jóhannsson, form. verka- mannafélagsins Þróttar á Siglufirði, Gunnlaugur Hjálmarsson, varaform. Þróttar, Valdimar Pétursson, form. verkamannafé- lagsins Fram á Sauðárkróki, Kristinn Sigurðsson, Ólafsfirði, og Tryggvi Helgason, form. Sjómannafélags Akureyrar. f kaupgjaldsmálunum var samþykkt ályktun um, að unnið skyldi að samræmingu kaups og kjara í fjórðungnum og skorað á þau félög, er búa við lægst kaupgjald, að segja upp samning- um sínum strax og uppsagnarákvæði samninganna leyfa. Mjög ítarleg ályktun var samþykkt um uppbyggingu og framfaramál atvinnuveganna á Norðurlandi, og eru þar margar ágætar leið- beiningar til hinna ýmsu verkalýðsfélaga. Lagði ráðstefnan 146 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.