Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 15
JURI SEMJONOFF: AUÐUR JARÐAR INNGANGVU Hvernig ég lus Róbínson Krúsóe Ég var sjö ára gamall, þegar ég las Róbínson Krúsóe í fyrsta sinn. Ég hafði fengið bókina í afmælisgjöf. Það var falleg bók, gyllt í sniðum, prentuð á þykkan gljá- pappír, sem nú þekkist aðeins í viðhafnarútgáfum. Þegar leið á kvöldið bjó ég um mig í stóra stólnum hans afa og opnaði bókina. Ég las titilblaðið og fletti henni. A annarri síðu var hópur smærri stafa og yfir þeim stóð orðið „kapítuli“ og eitthvert krumsprang, sem ég gat ekki ráðið. Lesturinn var erfiður og sóttist seint. „Róbínson fer úr foreldrahúsum“ stafaði ég. „Óveður á hafinu. Leki kemur að skipinu. Bæn og björgun . . .“ Seinna urðu erfiðleikarnir enn meiri: „Ágreiningur við skipstjór- ann. í Lundúnaborg. Bardagi við sjóræningja. Ferð til Afríku“. Ef ég hefði ekki notið aðstoðar Sonju systur minnar daginn eftir, hefði ég sennilega aldrei stautað mig fram úr efnisyfirlitinu. Síðan þetta skeði eru liðin mörg ár. Fyrir ekki ýkja- löngu rakst ég aftur á Róbínson Krúsóe af hendingu. Það var ekki gamla barnabókin, heldur heildarútgáfa með öllu tilheyrandi. Ég fór að fletta henni og sökti mér æ dýpra ofan í hana. Svo náði ég mér í landkortabók. I hverju eru töfrar þessarar bókar fólgnir? Nú á dög- um getum við daglega lesið í blöðunum um æfintýr, sem eru þúsund sinnum áhættumeiri og gerast við slíkar aðstæður, að mannætugreyin hans Róbínsons og skjaldbökurnar hverfa eins og ekkert væri við hliðina á raunveruleika samtíðarinnar, þar sem regn og storm- ar æða, hafið hrannast og heil hús verða logunum að bráð. Fyrir tveimur hundruðum ára, vakti bókin um Ró- bínson Krúsóe geysieftirtekt. Það var vegna þess, að hún var fyrsta „listræna frásögnin“ um nýlendumál og ferð- ir í framandi löndum. í þann tíma börðust menn um nýlendurnar. Defoe var blaðamaður og hagfræðingur, en auk þess verzlunarmaður. Hann vissi, hvað það var, sem almenningur hafði áhuga á. Og hann vissi, hvernig átti að „tala“ við fólkið. Þetta er skýringin á því, hve vel bókinni var tekið í upphafi. En síðan? Hvernig má það ske, að Róbínson þrauk- aði ekki aðeins af tuttugu og átta ár á eyjunni sinni, heldur hefur honum einnig heppnazt að halda sínu sæti á borðum bókabúðanna í tvö hundruð ár? Don Quixote hefur unnið sér eilíft líf, því að hann er sköpunarverk stórbrotins skáldanda. En Defoe var ekk- ert skáld. Og þar sem hann var dálítið hlédrægur í blaðamennskuviðhorfum sínum, leyndi hann nafni sínu meira að segja og lét í veðri vaka, að skáldsagan væri frásögn lifandi manns. Hið stórfellda í bók hans liggur ekki á sviði listar- innar, þó að hún sé í raun og veru snilldarleg atvinnu- landafrœði, því að höfuðviðfangsefni Róbínsons Krúsóe er barátta mannanna við náttúruöflin fyrir hráefnum og „tækni“, lífi sínu til viðhalds. Ég vil ekki fullyrða, að Defoe hafi ritað vísindabók fyrir alþýðu. Fyrir honum vakti það eitt að afla fjár, og því ritaði hann „ævintýraskáldsögu“. Og af því, að hann hafði fengið dálitla forgreiðslu hjá útgefandanum, varð hann naumt fyrir og vann því verk sitt að ýmsu leyti ekki svo vel sem skyldi. Þess vegna eru líka ýmsar villur í bók hans. En allar „ódauðlegar“ bækur hafa sína galla. Síma- skráin ein er villulaus, en henni er heldur ekki ætlað eilíft líf, aðeins eitt ár. Defóe greip þó til eins snilldarbragðs, sem heimspek- ingar og hagfræðingar hafa síðan tekið eftir honum. Hann einangraði Róbínson sinn frá öllu öðru fólki. Hann tefldi honum fram gegn náttúrunni einmana og yfirgefnum og gaf honum færi á að sýna, hvers hann megnaði. Og Róbínson sýndi, að hann hafði þá eigin- leika, sem krefjast verður af hagfræðilegum skipulags- manni: dugnað, fyrirhyggju, vilja og sj álfstraust. Þessir eiginleikar voru allur sá auður, sem Róbínson „flutti“ til eyjarinnar sinnar. Peningunum, sem hann fann í skipsflakinu kastaði hann burt. Hann hafði þeirra engin not. Frá fyrstu stundu á eynni til þeirrar síðustu er Ró- bínson hinn hagsýni maður. Hann fæst eingöngu við búskap sinn. Og svo að við efumst ekki um neitt í þess- um efnum og höldum, að það séu bara venjulegar VINNAN 137

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.