Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 25

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 25
mikla áherzlu á, að bætt yrði úr árstíðaatvinnuleysinu, sem enn er landlægt í flestum kauptúnum norðanlands. Ennfremur samþykkti ráffstefnan harðorff mótmæli gegn hverskonar afsali íslenzkra landsréttinda í hendur erlendra stórvelda og gegn setu Bandaríkjahers í landinu. Allar samþykktir ráðstefnunnar verða fjölritaðar og sendar sambandsfélögum á Norðurlandi. Það, sem fyrst og fremst einkenndi þessa ráðstefnu, var sú ágæta eining og sá heilbrigði stéttasamhugur, sem ríkti í öllum umræðum og ályktunum hennar. Allar ályktanir voru gerðar einróma og yfir ráðstefnunni hvíldi blær alvöru og festu. Full- trúar margra félaga og fjarlægra staða fengu þarna einstakt tækifæri til kynningar, sem mörgum mun verða minnisstæð, og til örvunar í hinum margvíslegu störfum að hagsmuna- og rétt- indamálum verkalýðsstéttarinnar á hinum ýmsu stöðum. I lok ráðstefnunnar sátu fulltrúar boð verkalýðsfélaganna á Siglufirði við bíósýningu í Alþýðuhúsinu og kaffidrykkju á eftir. Voru þar fluttar margar ræður og látið fjúka í kviðling- um, enda voru í hópi fulltrúanna margir ágætir hagyrðingar. Þann 25. apríl skoðuðu fulltrúarnir ríkisverksmiðjurnar og nýbyggingarnar undir leiðsögn þeirra Hilmars Kristjónssonar, framkv.stjóra, og Leós Guðlaugssonar, byggingarmeistara. Þótti fulltrúunum þetta mjög fróðlegt, enda höfðu margir þeirra ekki komið í síldarverksmiðju áður. Guðmundur Vigfússon, erindreki Alþýðusambands Islands, mætti á ráðstefnunni sem fulltrúi miðstjórnar. Samningur vörubílstjóra í Keflavík Þann 5. maí s.l. var undirritaður kjarasanmingur milli ný- stofnaðrar bílstjóradeildar Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur annarsvegar og Utgerðarmannafélags Keflavíkur og Vinnu- veitendafélags Keflavíkur og nágrennis hinsvegar. Samkvæmt þessum samningi er kaup vörubifreiða sem hér segir: Fyrir allt að 2ja tonna bifreiðar kr. 12.00 og fyrir 2ja og 2ja og hálfs tonns kr. 14.50 pr. klst., enda hafi þær vélsturtur. Innifalið í kaupi bifreiðarinnar er kaup bifreiðarstjóra, er nemur 3 kr. á klst. og kemur dýrtíðaruppbót mánaðarlega á þann hluta kaups- ins. Fullgildir meðlimir vörubílstjóradeildarinnar sitja fyrir vinnu hjá atvinnurekendum. Nýr samningur Iðju á Akureyri I byrjun aprílmánaðar voru undirritaðir samningar um kaup og kjör verksmiðjufólks milli Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, annarsvegar og Saumastofu Eiríks Kristjánssonar á Akureyri, hinsvegar. Hafði Iðja engan samning áður haft við þetta fyrirtæki. Helztu atriði samningsins eru þetta: 1. Mánaðarkaup saumakvenna: Byrjunarlaun ..................... kr. 185.00 Eftir 3 mánuði .................... — 215.00 Eftir 6 mánuði .................... — 235.00 Eftir 9 mánuði .................... — 265.00 Eftir 12 mánuði ................... -— 320.00 2. Greiddir skulu allt að 14 veikindadagar á ári, þeim sem unnið liafa eitt ár eða lengur, öðrum í hlutfalli við það, hve lengi þær hafa verið í þjónustu fyrirtækisins. 3. Vinnutíminn er ákveðinn 8 stundir á dag, 48 stundir á viku. Á tímabilinu frá 1. maí til 1. sept. skal vinnuvikunni lokið á 5 dögum, en ekkert unnið á laugardögum. Auk þessa var samið um ákvæðisvinnutaxta á ýmsum fram- leiðsluvörum saumastofunnar. — Samningurinn gildir frá 10. apríl 1946 til 10. apríl 1947. Verkamenn í Sandvíkurhreppi iá kauphækkun Þann 22. marz s.l. náðist samkomulag milli verkamannafél. Þórs í Sandvíkurhreppi og atvinnurekenda um þá kauphækkun, að almenn dagvinna verði framvegis greidd með kr. 2.65 á klst. í stað kr. 2.45, eins og áður var. Að öðru leyti helzt samningur milli aðilja óbreyttur. Aðalfundur Félags ísl. hljóðiæraleikara Félag íslenzkra hljóðfæraleikara hélt aðalfund sinn 5. maí s.l. Stjórn félagsins var endurkosin og er skipuð þessum mönn- um: Bjarni Böðvarsson formaður, Skafti Sigþórsson ritari og Carl F. Weiszappel gjaldkeri. Nýr kjarasamningur rakarasveina í Reykjavík Þann 11. apríl s.l. var undirritaður kjarasamningur milli Rakarasveinafélags Reykjavíkur og rakarameistara í Reykjavík. Samkvæmt þessum samningi er vikukaup rakarasveina nú kr. 150.00, var áður kr. 149.00. En aðalbreytingin frá eldri samn- ingi er sú, að lokunartími rakarastofa að vetrinum verður fram- vegis kl. 4 e. h. í staff kl. 6 áffur. Aðalfundur Verkalýðsfélags Kaldrananeshrepps Á aðalfundi Verkalýðsfélags Kaldrananeshrepps voru þessir menn kosnir í stjórn félagsins: Einar Sigvaldason formaður, Andrés Magnússon varaform., Helgi Sigurgeirsson ritari, Bjami Bæringsson gjaldkeri og Höskuldur Bjarnason fjármálaritari. Aðalfundur Brynju á Þingeyri Verkalýðsfélagið Brynja á Þingeyri hélt aðalfund sinn 24. marz s.l. I stjórn félagsins voru kosnir: Sigurður E. Breið- fjörð form., Ingi S. Jónsson ritari, Leifur Jóhannesson gjald- keri, Kristján H. Jóhannesson og Steinþór Benjamínsson með- stjórnendur. Varaformaður var kosinn Björn Jónsson. Sjúkrasjóður félagsins jókst á árinu um kr. 5.175.96 og er nú orðinn kr. 14.780.00 Vörn á Bíldudal gerir samning við atvinnurekendur um öryggisútbúnað Þann 15. apríl s.l. var undirritaður samningur milli Verk- lýðsfélagsins Vörn á Bíldudal og atvinnurekenda á staðnum, um öryggisútbúnað við vinnu. Eru mörg góð og nauðsynleg ákvæði í samningi þessum um útbúnað við vinnu, bæði í skipum og í verksmiðjum og frystihúsum. Nýr kjarasamningur Verkalýðsfélags Þórshafnar Þann 13. apríl s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Þórshafnar og atvinnurekenda þar. Samkvæmt þessum nýja samningi hefur tímakaup karla í dagvinnu hækkað úr kr. 2.00 í kr. 2.20, kaup kvenna og drengja úr kr. 1.20 í kr. 1.40, skipavinna úr kr. 2.20 í kr. 2.42, mánaðarkaup karla úr kr. 400.00 í kr. 450.00. Álag í eftirvinnu er nú 50% en á nætur- og helgidagavinnu 100%. Nýr kjarasamningur rafvirkja Þann 15. apríl s.l. voru undirritaðir samningar milli Félags íslenzkra rafvirkja og meistara. Tímakaup rafvirkja í dagvinnu er nú kr. 3.55, að meðtöldum verkfærapeningum. Eftirvinna er greidd með 50% álagi, en nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. VINNAN 147

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.