Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 2

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 2
A 5PA55IUNNI Á sumarþinginu 1901 lagði fjár- laganefnd þingsins til, að bætt skyldi inn i íjáriagafrumvarpið tveim nýj- um liðum: 500 krónum til Þorsteins skálds Erlingssonar og 800 krónum til séra Valdimars Briem. í>á kvað Þorsteinn: Þau hafa tvímennt langa leið, laglega klofið strauminn: Biblía gamla að baki reið, Belíal hélt í tauminn. * Á vetrarþinginu 1911 kvartaði dr. Jón Þorkelsson undan því, að drag- súgur væri í deildinni og neitaði hann að greiða atkvæði vegna þess. Þá var kveðið: Dragsúgur í deildinni doktors þreki gerði skaða. Hans er öll í heildinni heldur skeggjuð frammistaða. * Á vetrarþinginu 1911 sat Magnús Th. S. Blöndal framkvæmdarstjóri sem 2. þingmaður Reykvíkinga. Hann kom mjög við sögu silfurbergsnám- anna í Helgustaðafjalli við Reyðar- fjörð, en út af þeim spunnust nokkr- ar deilur á þessu þingi. Þá var kveðið: Gott er að standa á gömlum merg gjaldþroti að hamla. Selt hef ég . fyrir silfurberg sálina þeim gamla. * Á sama þingi var Sigurður Sig- urðssoh ráðunautur, 1. þingmaður HEIMILISPÓSTURINN 4. hefti 1950. MAl—JÚNÍ Lestrarefnl kvenna: Mynd á kápu: Kolbrún Ólafs- dóttir sundkona. Bls. Ég gekk einn morgun árla kvæði eftir Staðarhóls Pál 1 „Ég hef gaman af að keppa“ viðtal við Kolbrúnu Ölafs- dóttur sundkonu 2 Elly, smásaga eftir William Faulkner 4 Vinkonur, smásaga eftir John O’Hara 15 1 djúpinu, smásaga eftir Borden Chase 20 Kvikmyndaopnan 32 Ennfremur myndir af frægum kvikmyndaleikurum, skrýtlur, smælki o. fl. Árnesinga. Bar hann þar fram mörg frumvörp, sem náðu ekki öll fram að ganga. Sigurður var málafylgju- maður mikill. Um hann var þetta kveðið: Falla Búa frumvörp ljót, fæst eru þau til bóta. Enda er greyið undirrót annarra þingsins róta. HEIMILISPOSTURINN — FRÓÐLEIKS- OG SKEMMTIRIT Ritstjóri Karl Isfeld, Hverfisgötu 59. — Afgreiðsla: Steindórs- prent h.f., Tjarnargötu 4, Reykjavík. Sími 1174. Pósthólf 365. ÚTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H.F. 2 5$

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.