Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 14
að handlauginni, fann hanann og
skrúfaði ofurlítið frá, svo að vatnið
draup með gagntakandi tilhreyt-
ingarleysl. Síðan opnaði hún dyrnar
og stóð rétt fyrir innan þær. Hún
heyrði klukkuna niðri slá háifa stund.
Hún hafði ekki hreyft sig, og skalf
af kulda, þegar hún sló eitt.
Hún heyrði þegar Paul fór út úr
gestaherberginu. Hún heyrði þegar
hann kom inn eftir ganginum; hún
heyrði þegar hönd hans fálmaði eftir
slökkvaranum. Þegar ljósið kvikn-
aði, var hún með lokuð augun.
„Hvað er þetta?“, sagði Paul.
Hann var í náttfötum af frænda
hennar. „Hvern fjandann."
„Læstu dyrunum," hvíslaði hún.
„Fíflið þitt. Bölvað fíflið þitt.“
„Paul!“ Hún hélt honum eins og
hún byggist við að hann myndi flýja.
Hún lét aftur dyrnar og var að
þreifa eftir lásnum, þegar hann greip
um úlnlið hennar.
„Hleyptu mér út!“ hvíslaði hann.
Hún hallaði sér upp að honum,
titrandi, og hélt honum.
„Hún ætlar að segja pabba frá því.
Hún ætlar að segja pabba frá' því á
morgun, Paul!“ Milli þess að þau
hvísluðu, heyrðist seytlið í vatninu.
„Segja frá hverju? Hvað veit
hún ?“
„Taktu utan um mig, Paul.“
„Fjandinn sjálfur, nei. Slepptu
mér. Við skulum koma okkur út
héðan.“
„Já þú getur bjargað þér. Þú get-
ur komið í veg fyrir að hún segi
pabba frá því.“
„Hvernig get ég það? Fjandinn
hafi það allt saman. Slepptu mér!“
„Hún segir frá því, en þá gerir það
ekkert til. Lofaðu því, Paul. Segðu
að þú viljir það.“
„Giftast þér?“ Ertu að tala um
það? Ég sagði þér í gær, að ég vildi
það ekki. Ég skipa þér að sleppa
mér.“ Hún hjúfraði sig upp að honum
og svipur hennar, líkami hennar, var
þrunginn ástríðufullum, seiðandi
fyrirheitum. „Þú þarft ekki að gfit-
ast mér. Viltu gera það?“
„Gera hvað?“
„Hlustaðu á mig. Þú manst eftir
beygjunni með litlu hvítu grindun-
um, þar sem er svo hátt niður? Ef
bíll færi gegnum grindurnar . .
„Já. Hvað um það?“
„Hlustaðu á mig. Þið væruð bæði
í bílnum. Hún veit ekkert, fær ekki
tima til að gruna neitt. Og litlu,
gömlu grindurnar eru ónýtar og það
verður sagt, að það hafi verið slys.
Hún er gömul og þolir ekki mikið;
kannske nægir geðshræringin ein, en
þú ert ungur og ef til vill gerir það
þér ekki . . . Paul! Paul!“ Rödd
hennar virtist deyja út með hverju
orði, hún talaði af ákefð og örvænt-
ingu, meðan hann horfði niður á ná-
fölt andlit hennar, í augu hennar,
full af örvita og ástríðufullu fyrir-
heiti: „Paul!“
„Og hvar ætlar þú að vera á með-
an?“ Hún hreyfði sig ekki, hún var
eins og svefngengill í framan. „Ó, ég
skil. Þú ætlar að fara heim með lest-
inni. Á ég ekki kollgátuna ?“ „Paul!“
sagði hún með langdregnu og biðj-
andi hvísli. „Paul!“
Um leið og hann sló hana, opnað-
ist hönd hans eins og hún neitaði af
sjálfsdáðun að vinna verkið, og
straukst við andlit hennar með titr-
andi snertingu ekki ólíkt því, sem
hún væri að gæla við það. Hann
greip um hálsinn á henni og reyndi
að slá hana aftur; en aftur neitaði
höndin, eða eitthvað. Þegar hann
hrinti henni frá sér, hrökklaðist hún
upp að veggnum. Svo var hann farinn
og þá rauf hægt og lágvært seytlið
í vatninu aftur þögnina. Nokkru
seinna sló klukkan niðri tvö, og hún
12
HEIMILISPÓSTURINN
5 9$