Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 13
rétti ömmu sinni spjaldið jafnvel áð-
ur en hún var hætt að skrifa; svo
reyndi hún að kippa þvi til sín aft-
ur. „En amman hafði þegar náð taki
á einu horninu og nú horfðu þær hvor
á aðra, spjaldið tengdi þær saman
eins og naflastrengur. „Slepptu!"
hrópaði Elly. „Slepptu því!“
„Náðu því,“ sagði amman.
,,Bíddu,“ hvíslaði Elly og togaði í
spjaldið. „Mér skjátlaðist. Ég —“
Með furðulega snöggri hreyfingu
tókst ömmunni að snúa spjaldinu við,
þegar Elly reyndi að kippa þvi til
sín. ,,Ó,“ sagði hún, þegar hún las
það upphátt: „Segðu honum frá þvi.
Hvað veiztu. Einmitt. Þú gazt ekki
lokið við það. Hvað veit ég?“
„Já,“ sagði Elly. Svo tók hún að
hvísla í ákafa: „Segðu honum það!
Segðu honum frá þvi að við fórum
inn í skógarþykkni í morgun og vor-
um þar í tvo tíma. Segðu honum
það!“ Amman braut spjaldið saman
hægt og rólega. Hún stóð upp.
„Amma!“ hrópaði Elly.
„Stafurinn minn,“ sagði amman.
„Hann er þarna upp við vegginn."
Þegar hún var farin, læsti Elly
dyrunum og gekk þvert yfir her-
bergið. Hún fór sér hægt, tók slopp
frænku sinnar úr klæðaskápnum, af-
klæddist og geispaði mikið. „Guð,
hvað ég er þreytt,“ sagði hún upp-
hátt og geispaði. Hún settist við
snyrtiborðið, og fór að snyrta á sér
neglurnar með áhöldum frænkunnar.
Það var lítil fílabeinsklukka á
snyrtiborðinu. Hún leit á hana annað
veifið.
Svo sló klukkan niðri tólf á mið-
nætti. Hún sat andartak enn með
höfuðið yfir gljáandi nöglunum, og
beið eftir síðasta högginu. Þá leit hún
á fílabeinsklukkuna. „Ég gæti ekki
hugsað mér að fara eftir þér til að
ná í lest,“ sagði hún við sjálfa sig. Og
þegar hann leit á hana, kom sami
George Brent
þreytulegi örvæntingarsvipurinn á
andlit hennar og um eftirmiðdaginn.
Hún gekk til dyranna og frarn í gang-
inn. Hún stóð í myrkrinu, berfætt,
niðurlút, og barmaði sér eins og barn:
„Allt er á móti mér,“ sagði hún við
sjálfa sig. ,,Allt.“ Fótatak hennar
heyrðist ekki. Hún rétti handleggina
út í myrkrið. Henni fannst augun í
sér snúast við í höfðinu og vita inn í
kúpuna af áreynzlunni við að reyna
að sjá. Hún fór inn í baðherbergið
og læsti dyrunum. Hún hljóp út í
hornið, sem lá að gestaherberginu
beygði sig, bar lófana upp að munn-
inum og hvíslaði: „Paul!“ „Paul!“
Hún hélt niðri í sér andanum meðan
hvíslið dó út við kaldan vegginn. Hún
niður, klunnaleg í lánaða sloppnum
og starði örvæntingarfull með blind-
um augunum út í myrkrið. Hún hljóp
$ 5 S
HEIMILISPÖSTURINN
11