Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 24
staðar. Ég sagði honum aðeins,
að ég ætlaði að vinna í fremsta
hólfinu hjá honum.“
„Þú treystir mér þá ekki ein-
um,“ sagði Steve.
,Það er ekki það, Steve. Ég
býst við að þú verðir góður
verkmaður. En þú hefur ekki
hegðað þér skynsamlega í dag.“
„Hvað áttu við?“
„Þú fékkst bréfið frá mér í
gær. Ég skrifaði þér, að við
værum komnir talsverðan spöl
undir fljótið. Ég hefði ekki átt
að minnast á jarðgöngin. En ég
gerði það, og nú hefur þú ráðið
þig. Það var gáleysi af þér.
Þrýstiloftið er ekki lengi að
drepa menn undir fljótinu, ef
þeim verður eitthvað á.“
Reiðiglampa brá fyrir í aug-
um Steve. Snúðugt svar vár
komið fram á varir hans. Red-
manættin var bráðlynd. En í
sömu andrá heyrðist þrumu-
raust Stóra-Tims.
„Af stað!“
Röddin yfirgnæfði hávaðann
í salnum. Risinn stóð upp og
gekk til dyranna. Þeir sem voru
í flokki hans, köstuðu frá sér
spilunum og risu á fætur.
„Af stað!“
Verkamennirnir hnepptu
treyjurnar upp í hálsinn og
streymdu að lyftuopinu. Yfir
því var hár trépallur og upp um
hann miðjan komu lyfturnar,
sem fluttu blautan sandinn neð-
an úr göngunum, en á niðurleið
voru þær hlaðnar bognum járn-
plötum.
Joe Redman og sonur hans
stigu í eina lyftuna ásamt
mönnum Stóra-Tims. Lyftan
þaut með örskotshraða niður
þröng göngin. Rakt og kalt loft
gaus upp íjy djúpinu, dagsbirtan
hvarf og rafmagnsljós tóku við.
Rakir stálveggir ganganna þutu
framhjá um leið og lyftan féll.
Allt í einu kipptist lyftan til og
mennirnir stigu út úr henni.
Þeir voru staddir í hvelfingu,
sem var við op jarðganganna.
Þrír geysistórir járnsívaln-
ingar sköguðu fram úr stein-
steypuveggnum og voru ramm-
gerðar járndyr á hverjum
þeirra. Til vinstri voru dyrnar,
sem sandinum úr göngunum var
ekið út um. Við hliðina voru
dyr fyrir verkamennina. Efst
uppi við rjáfur ganganna voru
öryggisdyrnar — síðasta von
verkamannanna, ef fljótið bryt-
ist inn í göngin.
Þegar Stóri-Tim opnaði dyrn-
ar, heyrðist ógurlegur hvinur.
Það var þrýstiloftið, sem barst
úr göngunum. Mennirnir stigu
inn í langa járnsívalninginn og
settust á trébekki, sem voru
fyrir innan dyrnar meðfram
veggjunum. Stóri-Tim lokaði
dyrunum.
„Eru allir tilbúnir?“ spurði
hann og leit á menn sína.
„Skrifaðu þá!“
Maðurinn, sem gætti þrýst-
ingsmælisins, teygði höndina að
snerli og skrúfaði frá. Loftið
þaut öskrandi inn í sívalning-
inn. Hinn skyndilegi þrýsting-
ur olli kæfandi hita, loftið var
því líkast sem það kæmi úr
bræðsluofni. Vísirinn á mælin-
um steig ört — fimm pund —
tíu pund —■ fimmtán — tutt-
ugu —
„Hvernig líður þér í eyrun-
um?“ kallaði Joe upp yfir hvin-
inn.
Steve kinkaði kolli til merkis
um, að allt væri í lagi. Hann
hélt um nefið og reyndi að láta
22
HEIMILISPÓSTURINN
9 9 9