Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 22

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 22
BORDEN CHASE : I djúpinu DJIJPT undir fljótsbotninum nagaði járnskrímslið sand- inn og leðjuna. Það andaði frá sér samanþjöppuðu lofti, sem barzt í stórum loftbólum gegn- um vatnsflauminn og upp á yfirborðið, þar sem þær sprungu með freyðandi löðri. Skrímslið muldi grjót og möl með stál- hvolfi sínum, gleypti það í sig og mjakaðist áfram eins og risastór fornaldarófreskja. En þetta skrímsli var þakið þykk- um járnplötum. Það var verið að grafa jarðgöng undir fljót- ið. Það voru kynlegir menn, sem unnu þarna niðri í undirdjúp- unum. Yfir höfði þeirra rann fljótið til sjávar. Tígulegar brýr lágu yfir það og tengdu saman hluta hinnar miklu borgar. En níutíu fetum fyrir neðan blikandi yfirborð fljótsins var annar heimur, heimur þeirra, sem grófu jarðgöngin. Þar var eilífur stormur. Stormur skap-* aður af mönnum, þrýstiloft, sem dælt var inn í göngin. Þrýsti- loftið var hættulegt, það lemstraði oft verkamennina og olli þeim ólýsanlegum þjáning- um, eyðilagði lungu þeirra eða varð þeim blátt áfram að bana. Það var hættulegt — en það varnaði fljótinu að fossa inn í göngin. I veitingasal félagsins rétt 'hjá lyftuopinu, sátu verka- mennirnir við drykkju og spil. Það sást varla handaskil fyrir tóbaksreik, viskíflaska stóð á hverju borði og menn spiluðu hátt. Kæmi upp ágreiningur, voru menn áður en varði komn- ir í hár saman. Það lá einhver spenningur í loftinu. Jarðgöngin voru djúp og fjörutíu punda loftþrýstingur varnaði fljótinu að brjótast inn í þau. Vinnutíminn var stuttur — klukkutíma vaktir með hálftíma hvíld á milli. En í augum verkamannanna var hvíldin í því fólgin, að njóta lífsins í fullum mæli allan hvíld- artímann. Talið snerist um jarðgöng — göng, sem höfðu verið grafin og fljót, sem höfðu verið sigruð. Menn hrópuðu, hlógu og gortuðu. Ekkert spila- víti í Klondike gullæðisins þðldi samanburð við þetta. Það vant- aði ekkert nema kvenfólkið — jarðgöng eru aðeins fyrir karl- menn. I einu horni salsins sátu tveir menn andspænis hvor öðrum við óheflað tréborð. Joe Red- man, sem hafði unnið í mörg- um jarðgöngum, beit um píp- una og horfði á son sinn. „Svo þú ert kominn aftur, drengur minn?“ rumdi hann. „Stóðst þú ekki mátið, þegar þeir hækkuðu loftþrýstinginn um nokkur pund. Hversvegna?“ ,,Ég veit ekki.“ Steve brosti og ýtti tómum kaffibollanum til á borðinu. Augu hans voru 20 HEIMILISPÓSTURINN ? $ 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.