Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 8
tröppurnar. „Hversvegna kemur þú
hingað?“ sagði hún. „Hversvegna
gerir þú það?" Svo sneri hún sér við
og virtist horfa á sjálfa sig þar sem
hún gekk á undan honum til horuðu,
gömlu konunnar, sem sat þráðbein
I stólnum, þráðbein og ósveigjanlega
siðlát. Hún laut niður og æpti: „Þetta
er hr. de Montigny, amma!“
„Ha?“
„Hr. de Montigny! Prá Louisiana!"
æpti hún, og sá ömmu sina hrökkva
aftur á bak án þess að hreyfa neðri
hluta likamans eins og slöngu, sem
býr sig undir að bíta. Þetta var
seinni hluta dags. Um kvöldið kom
Elly ekki út á veröndina í fyrsta
skipti. Þau Paul voru inni í þéttu
kjarri á flötinni; þar í myrkrinu
missti Elly stjórn á sér; blóð hennar
söng af örvæntingu, fögnuði og rétt-
lætingu, það hrópaði hástöfum, þegar
hún var að gefa upp vörnina: „Ég
vildi að hún sæi þetta! Ég vildi að
hún sæi þetta!" þegar eitthvað —
það heyrðist ekkert hljóð •— kallaði
til hennar og hún gerði æðisgengna
og klaufalega tilraun til að bjarga
sér. Amman stóð rétt fyrir aftan þau
og ofan. Þau vissu ekki, hvenær hún
hafði komið né hve lengi hún hafði
verið þarna. En þarna stóð hún þög-
ul meðan Paul kom sér burt með
hægð og Elly stóð og hugsaði högg-
dofa: „Ég er staðin að synd, án þess
að hafa haft tíma til að syndga."
Svo var hún komin upp í herbergíð
sitt, hallaði sér upp að hurðinni,
reyndi að anda rólega og beið þess,
að amma hennar gengi upp stigann
og færi inn í herbergi föður hennar.
En fótatak ömmunnar staðnæmdist
fyrir utan dyrnar hennar. Elly lagð-
ist á rúmið í öllum fötunum, hún
var móð og blóð hennar söng ennþá.
„Svo það verður á morgun", hugs-
aði hún með sér. Hún segir honum
það á morgun." Svo fór hún að' iða
og bylta sér. „Ég fékk ekki einu sinni
tækifæri til að syndga," hugsaði hún
með djúpum, furðublöndnum sökn-
uði. „Hún heldur að ég hafi gert það
og hún segir honum það„ og samt
er ég enn hrein mey. Hún rak mig
út í það, og svo hindraði hún mig í
því á síðasta augnabliki." Svo fann
hún sólina skína í augu sér þar sem
hún lá i öllum fötunum. „Svo það
verður núna, í dag,“ hugsaði hún
hálf sljó. „Guð minn. Hvernig gat
ég gert þetta. Hvernig gat ég gert
þetta. Ég þrái ekki nokkurn karl-
mann, ekkert."
Hún beið í borðstofunni, þegar fað-
ir hennar kom niður til morgunverð-
ar. Hann sagði ekkert, virtist ekki
vita neitt. „Ef til vill hefur hún sagt
mömmu það,“ hugsaði Elly. En eftir
nokkra stund kom móðir hennar líka
niður og fór út í bæ, án þess að segja
neitt. „Svo það hefur ekki skeð enn-
þá,“ hugsaði hún um leið og hún
gekk upp stigann. Dyrnar á herbergi
ömmunnar voru lokaðar. Þegar hún
opnaði þær, sat gamla konan uppi í
rúminu og var að lesa dagblað; hún
leit upp kuldaleg, þögul, ósættanleg,
þegar Elly æpti til hennar í mann-
lausu húsinu: „Hvað get ég gert
annað í þessari dauðu- vonlausu
borg? Ég vil vinna. Ég vil ekki vera
iðjulaus. Utvegaðu mér starf — eitt-
hvað, einhversstaðar, bara að það sé
svo langt i burtu, að ég heyri aldrei
orðið Jefferson aftur." Hún hét í
höfuðið á ömmunni — Ailanthia,
enda þótt gamla konan hefði hvorki
heyrt sitt nafn né nafn dótturdóttur
sinnar né nokkuð annað nafn í nærri
fimmtán ár, nema þegar það var
öskrað eins og Elly öskraði núna:
„Það skeði jafnvel ekki í gærkvöldi!
Trúir þú mér ekki? Það er satt. Það
skeði ekki! Ég hefði að minnsta
kosti fengið eitthvað, eitthvað . . .“
og amman horfði á hana með hinu
6
HEIMILISPÓSTURINN
2 9$