Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 11
Phi . . . hann vilji leggja af stað
snemma í dögun. í>au þekkja hvorki
þig né bílinn. Ég verð tilbúin og við
getum lagt strax af stað.“
„Já.“ Hún heyrði röddina í fjar-
lægð; hún varð gripin kennd fagn-
aðar og lausnar. „En þú veizt, hvað
það þýðir. Ef ég kem aftur. Ég sagði
þér það.“
„Ég er ekki hrædd. Ég trúi þér
ekki ennþá, en ég er ekki lengur
hrædd að reyna.“
Aftur heyrði hún rödd hans í
fjarska. „Ég giftist þér ekki, Elly.“
„Allt í lagi, elskan. „Ég er að
segja þér að ég er ekki lengur hrædd
við að reyna það. 1 dögun. Ég verð
tilbúin."
Hún fór í bankann. Eftir nokkra
stund kom Philip til hennar þar sem
hún beið, æst á svip og föl í andlit-
inu undir púðrinu, augun skær og
hörð. „Þú verður að gera svolitið
fyrir mig. E>að er erfitt að biðja um
það, og ég býst við að það verði erfitt
að veita það.“
„Auðvitað geri ég það. Hvað er
það?“
„Amma kemur heim á sunnudag-
inn. Mamma vill að við ökum þang-
að á laugardaginn og sækjum hana.“
„Allt í lagi. Ég get farið á laugar-
daginn.'
„Ég var að segja þér, að það væri
erfitt. Ég vil ekki að þú farir.“
„Viltu ekki að ég fari . . .“ Hann
leit á fölt, tekið andlit hennar.
„Viltu fara ein?“ Hún svaraði ekki,
en horfði á hann. Allt í einu hallaði
hún sér upp að honum með æfðri,
vélrænni hreyfingu. Hún tók annan
handlegg hans og lagði hann utanum
sig. „Ó,“ sagði hann. „Ég skil. Þú
vilt fara með einhverjum öðrum.“
„Já. Ég get ekki útskýrt það núna.
Ég geri það seinna. En mamma skil-
ur það ekki. Hún lofar mér ekki að
fara, nema hún haldi, að það sért
þú.“
„Ég skil.“ Handleggur hans var
líflaus, hún hélt honum utan um sig,
Hún hló, ekki hátt, ekki lengi.
„Vertu ekik svona kjánalegur. Já.
Það er annar maður með. Fólk, sem
ég þekki ekki og ég býst ekki við aS
hitta, áður en ég gifti mig. En
mamma skilur það ekki. Þess vegna
verð ég að biðja þig um þetta. Viltu *
gera það?“
„Já. Það er allt í lagi. Ef við
treystum ekki hvort öðru, þýðir okk-
ur ekki að giftast."
„Já. Við verðum að treysta hvort
öðru.“ Hún sleppti hendi hans. Hún
horfði fast og hugsandi á hann, meS
kaldri og hnýsinni fyrirlitningu. „Og
þú ætlar að láta mömmu halda . . .“
„Þú getur treyst mér. Þú veizt
það.“
„Já, ég er viss um að mér er það
óhætt." Allt i einu rétti hún honum
höndina. „Vertu sæll.“
„Vertu sæl?“
Hún hallaði sér aftur upp að hon-
um. Hún kyssti hann. „Farðu var-
lega,“ sagði hann. „Einhver gæti. ..“
„Já. Þangað til seinna. Þangað til
ég útskýri þetta.“ Hún færði sig
frá honum og horfði á hann viðutan,
hugsandi. „Ég býst við að þetta verði
i síðasta sinn, sem ég veld þér erfið-
leikum. Ef til vill verður þetta þess
virði fyrir þig. Vertu sæll.“
Þetta var á fimmtudegi. 1 dögun á
laugardagsmorguninn, þegar Paul
stöðvaði bilinn fyrir framan myrkt
húsið, kom hún strax hlaupandi yfir
flötina. Hún stökk upp í bilinn, áður
en hann gat stigið út og opnað hurð-
ina, kastaði sér niður í sætið, laut
áfram og sagði, æst og áköf eins
og dýr á flótta:
„Flýttu þér! Flýttu þér! Flýttu
þér! Flýttu þér!“
En hann ók ekki strax af stað.
9 9 9
HEIMILISPÓSTURINN
9