Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 20
tala við herrann," sagði veit-
ingamaðurinn.
„Ó — það er allt í lagi með
hann,“ sagði frú Walton. Með-
an á þessu stóð, kom maðurinn.
„Frú Walton, ég ætlaði mér
ekki að vera með átroðning, en
ég heiti Arthur Luddy og þekki
Harry vel, og ég hitti yður eitt
kvöld í Storkklúbbnum. Þér
voruð með — ég man ekki
hvað hann heitir.“
Peggy Walton notaði tæki-
færið til að kynna frú Flin-
tridge.
„Ó,“ sagði Luddy. „Komið þér
sælar.“ Hann settist og lét færa
sér glas sitt frá barnum.
„Er gaman í Storkklúbbn-
um?“ sagði frú Flintridge. „Ég
hef aldrei komið þangað, og
jafnvel Bxid hefur aðeins verið
þar einu sinni.“
„Ég fer varla nokkurntíma,“
sagði Peggy Walton. „Mér þyk-
ir ekkert gaman í næturklúbb-
um.“
„Ég segi sama, en mér þykir
gaman í Storkinum,“ sagði
Luddy. „Þér virtust skemmta
yður vel um kvöldið. Munið þér
ekki eftir því? Það er engin
ástæða til að þér munið eftir
því, en náungi sem heitir Werle
Stafford fór með mig að borðinu
yðar til þess að hitta verzlunar-
félaga sinn.“
„Werle Stafford?" sagði frú
Flintridge.
„Já. Þekkið þér hann?“
Frú Flintridge tók upp glas-
ið sitt, starði ofan í það og leit
þvínæst í skelfd augu Peggy
Walton. „Hann er verzlunarfél-
agi mannsins míns,“ sagði frú
Flintridge.
„Jæja, ha, ha, þá þekkið þér
hann líkast til,“ sagði Luddy
með góðlátlegri kímni. „Ég
þekki hann ekki mikið. Ég rakst
bara á hann, og hann var dá-
lítið þéttur, og þér vitið —“
„Hr. Luddy,“ sagði Peggy
Walton. „Viljið þér vera svo
góður að hypja yður burt héð-
an.“
„Já, hr. Luddy, viljið þér
gera svo vel að hypja yður,“
sagði frú Flintridge.
„Ha — hvað eigið þér við?
Þér buðuð mér að setjast. En ég
skal fara,“ sagði Luddy. Hann
stóð upp, leit á konurnar til
skiptis og gekk síðan að barn-
um og tautaði eitthvað við sjálf-
an sig. Konurnar sáu, að hann
borgaði fyrir sig og fór út án
þess að líta um öxl. Veitinga-
maðurinn, sem hafði fylgst með
öllu, kom til þeirra.
„Frúr, mér þykir þetta mjög
miður. Var eitthvað að?“
„Það er allt í lagi. Verið svo
góður að fara,“ sagði frú Flint-
indge.
Þær horfðu hvor á aðra, og
Peggy Walton kvaldist fyrst og
fremst af því að henni var ljóst,
að hún var dálítið ölvaðri, því
að hún átti enga ósk heitari en
að hún væri allsgáð nú. Hún
drakk góðan teig úr glasinu og
horfði á hönd sína setja það
aftur niður á borðið.
„Ég skal segja þér, hvering
þetta gerðist,“ sagði hún. „Lof-
aðu mér að gera það. Þú varst
einhversstaðar í burtu og ég var
í bænum og rakst á Bud af hend-
ingu. Þú skilur. Og við —“
„Ó, hverju skiptir það,
Peggy? Ég vissi, að það var
einhver. Ég vissi bara ekki, að
það varst þú, það er allt og
sumt.“ A
18
HEIMILISPÓSTXJRINN
9 5 9