Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 17
JOHN O’HARA:
Vinkonur
AÐ var eitt af þessum góðu,
algengu veitingahúsum, rek-
ið af fyrrverandi leyniknæpu-
eiganda. Klukkan var kortér yf-
ir eitt og það var allmargt fólk
að snæða hádegisverð. Frú Flin-
tridge var að kveikja sér í
nikótínlausri sígarettu — hinni
annarri á tuttugu mínútum.
Hún var að horfa á logann á
eldspítunni, þegar hún heyrði
rödd segja: „Elskan, mér þykir
þetta ákaflega leitt.“ Frú Flin-
tridge hristi spítuna og lagði
hana í öskubakkann, án þess að
skeyta því þó að hún logaði
áfram. „Hefurðu verið hérna
lengi?“ spurði hin nýkomna.
„Ég hef ekkert að gera, svo
að ég kom stundvíslega svona
til tilbreytingar," sagði frú Flin-
tridge.
„Mér þykir þetta ákaflega
leitt, en ég kom með neðanjarð-
arbrautinni og tafðist af um-
ferðinni. Hvað ertu að drekka?
Er það Daiquiri?“ Frú Walton
settist.
,,Nei,“ sagði frú Flintridge.
,,Ó, koníak.“ Svo: „Ertu að
drekka koníak?"
„Ég er með annað glasið. Ég
kom heim klukkan f jögur í nótt,
eða ég held að minnsta kosti að
hún hafi verið fjögur. Hún get-
ur hafa verið meira. Við vorum
í samkvæmi í klúbbnum. Hven-
ær sem við Biid förum þangað,
heitum við því að fara ekki oft-
ar í vikunni, en hann hefur ver-
ið góður upp á síðkastið og ég
hélt að svolítið koníak —“
„Ég ætla að fá einn sterkan.
Tvo sterka. Má ekki bjóða þér
einn?“ „Ó, allt í lagi,“ sagði
frú Flintridge.
Næstu mínúturnar töluðu
konurnar um umferðina og inn-
kaup og hvað þær langaði til að
borða, frú Walton komst ekki
hjá að drekka eins mikið og
frú Flintridge. Þær voru að
hugsa um að fá sér létt vín með
hádegisverðinum, en þar sem
þær áttu báðar eftir í glösum
sínum, hættu þær við það. Frú
Flintridge sagði hreinskilnis-
lega að sér félli hattur frú Wal-
ton ekki í geð. Það var allt í lagi
með hattinn, en henni fannst
böndin aftan á honum vera í
lengsta lagi. Frú Walton kvaðst
vera smeyk um að svo væri, en
var þó ekki viss. Hún ætlaði að
láta stytta þau eða taka þau
kannske alveg af. Frú Flin-
tridge sagði, að hún skyldi ekki
taka þau alveg af, en stytta þau
aðeins ofurlítið. Hún sagðist
óska þess að hún gæti verið með
svona hatt, en frú Walton liti
ekki út fyrir að vera orðin þrí-
tug, en hún sjálf, frú Flin-
tridge.liti út fyrir að vera orð-
in þrítug eða meira. Frú Walton
sagði frú Flintridge, að hún liti
út fyrir að vera tuttugu og átta
ára gömul, hún hefði litið út
fyrir að vera tuttugu og átta
ára fyrir fimm árum, og hún
$ $ $
HEIMILISPÓSTURINN
15