Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 28

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 28
höggs. Hann var frávita af bræði. En svo lét hann skófluna síga. Sonur hans virti hann fyrir sér. Glottið hvarf af vörum hans. „Það er dálaglegt skap, sem þú hefur,“ sagði hann. „Ég hef verið að velta því fyrir mér, hversvegna þið mamma skilduð Nú veit eg það.“ Hann stakk skóflunni ofsa- lega í sandstálið. Ofurlítið af sandi hrundi niður á verkpall- inn. Rennslið óx og varð örara. Þá sá Steve að sér hafði skjátl- ast. Hann teygði sig eftir planka og þrýsti honum að gatinu. „Pabbi!“ kallaði hann. „Það hrynur!“ Hluti af stálinu hrundi niður eins og fönn í leysingu. Hvinur þrýstiloftsins varð að æðis- gengnu öskri. Þegar sandurinn var hruninn, kom jarðvegurinn að baki hans í Ijós. Það voru litlir, kringl- óttir steinar — ísaldarmöl. Og mölin tók að hrynja niður við fætur Steves. Göngin fylltust af þoku. Það var vegna þess, að loftþrýstingurinn lækkaði svo skyndilega. „Hvað hefur þú gert?“ æpti Joe. „Ég var búinn að segja þér — guð minn góður — ég var búinn að segja þér — vatnið brýst inn — flóð —“ Flóð! Það er hin sífellda ógn- un, sem vofir yfir þeim, sem vinna í jarðgöngum. Þegar loftið brýzt upp gegnum hrun- ið stálið og upp á yfirborð fljótsins, og vatnsflaumurinn fossar niður í göngin — það er kallað flóð. Webber tók að hrópa: „Flóð! Flóð!“ Og verkamennirnir niðri á gólfinu endurtóku ópið, köst- uðu frá sér skóflunum og þustu í áttina til lyftunnar. Þeir, sem unnu við járnplöturnar, köstuðu líka frá sér skrúflyklunum og tóku á rás. „Flóð! Flóð!“ Hróp- ið bergmálaði um göngin, ljós- in dofnuðu í þokunni og hvin- urinn í loftinu færðist í aukana. Verkamennirnir urðu skelfingu lostnir. Fremst í göngunum, fyrir framan skjöldinn, stóðu þeir sem brotið höfðu stálið. Þetta var þeirra sök og þeir báru á- byrgðina. örlög allra í göngun- um hvíldu á herðum þeirra. Ef þeir gætu stöðvað loftstraum- inn, þó það væri ekki nema and- artak, gat það bjargað manns- lífum. Hinir gátu reynt að kom- ast til lyftunnar. Þeir urðu að berjast við flóðið til hinnsta manns. Joe stökk inn í hólfið til son- ar síns. Hann þreif f jöl út hönd- um Webbers og brá henni yfir holuna. Fjölin brotnaði í spón og brotin soguðust inn í opið, sem sífellt var að stækka. Steve. kastaði skóflunni, sinni, haka, fjölum, heypokum og öllu, sem hönd á festi, inn í glufuna. Sandur og möl hrundi stöð- ugt inn í göngin. Síðan fór leðja að renna út um opið. Mennirnir unnu eins og þeir væru trylltir. Loftstraumurinn þaut öskrandi framhjá þeim. „Farðu út, drengur minn — farðu út — við getum ekki stöðvað það.“ Faðirinn talaði slitrótt. „Hlauptu — hlauptu __U Webber leit með örvæntingar- fullu augnaráði á opið, svo stökk hann niður í vatnið á gólfinu, sem náði honum í mitti 26 HEIMILISPÖSTURINN 2 2 2

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.