Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 12
„Manstu hvað ég sagði þér að það
þýddi, ef ég kæmi aftur. Er það í
lagi?“
„Ég heyrði, hvað þú sagðir. Ég er
ekki lengur hrædd við að hætta á
það. Plýttu þér! Flýttu þér!“
Og svo, tíu stundum seinna, þegar
Mills City vegskiltunum tók að
fjölga, sagði hún: „Svo þú vilt ekki
giftast mér?“ Þú vilt það ekki?“
„Ég hef alltaf sagt þér það.“
„Já. En ég trúði þér ekki. Ég trúði
þér ekki. Ég hélt, að þegar ég —
eftir að — og nú er ekkert annað,
sem ég get gert, er það?“
„Nei,“ sagði hann.
„Nei,“ endurtók hún. Svo fór hún
að hlægja og hækkaði röddina.
„Elly!“ sagði hann. „Hættu þessu!“
„Allt í lagi,“ sagði hún. „Mér varð
aðeins hugsað til hennar ömmu
minnar. Ég var búin að gleyma
henni.“
*
Þegar Elly staðnæmdist á stiga-
pallinum, heyrði hún Paul, frænda
sinn og frænku, vera að tala saman
niðri í dagstofunni. Hún stóð graf-
kyrr og hugsaði, eins og nunna, hrein,
líkt og hún væri í einum svip komin
eitthvað þangað, þar sem hún hefði
gleymt hvaðan hún væri komin og
hvert hún ætlaði. Þá sló klukkan í
anddyrinu ellefu, og hún gekk hægt
upp stigann, að dyrunum á herbergi
frænda síns, þar sem hún átti að
sofa um nóttina, og fór inn. Amman
sat í lágum stól við snyrtiborðið,
sem þakið var smádóti ungrar stúlku
. . . flöskum, púðurleppum, ljós-
myndum og mörgum skemmtiskrám,
sem stungið var í spegilrammann.
Elly nam staðar. Þær horfðust í augu
andartak, áður en gamla konan
sagði: „Þér nægir ekki að blekkja
foreldra þína og vini, heldur kemur
þú með negra í hús sonar míns sem
gest.“
„Amma!“ sagði Elly.
„Og lætur mig sitja til borðs með
negra.“
,,Amma!“ Elly var tryllingsleg og
afmynduð í framan. Hún hlustaði.
Pótatak, raddir færðust upp stigann,
það voru raddir Pauls og frænku
hennar. „Þey!“ hrópaði Elly. „Þey!“
„Ha? Hvað varstu að segja?“
Elly stökk að stólnum og lagði
fingurna á þunnar og blóðlausar var-
ir gömlu konunnar, þær einblíndu
hvor á aðra yfir höndina, meðan fóta-
takið og raddirnar fóru framhjá dyr-
unum. Elly losaði hendina. Hún þreif
eitt spjaldið með silkisvínunum úr
spegilrammanum og lítinn blýants-
stúf. Hún skrifaði aftan á spjaldið:
Hann er ekki negri hann fór til Va.
og Harvard og um allt.
Amman las og las. Hún leit upp.
„Ég skil Harvard, en ekki Virginia.
Líttu á hárið á honum og neglurnar,
ef þig vantár sönnun. Ég þarf þess
ekki. Ég þekki nafnið sem fólkið
hefur borið í fjórar kynslóðir." Hún
rétti henni spjaldið aftur. „Þessi mað-
ur má ekki sofa undir þessu þaki.“
Elly tók annað spjald og hripaði á
það: Hann skal. Hann er gestur
minn. Ég hauö honum hingaö. Þú ert
amma mín. Þú myndir ekki vilja að
ég fœri pannig með nokkurn gest
jafnvel ekki hund. •
Amman las það. Hún sat með
spjaldið í hendinni. „Hann skal ekki
flæma mig til Jefferson. Ég stíg ekki
fæti í þennan bíl, og þú skalt ekki
gera það heldur. Við förum heim með
lestinni. Enginn af minu blóði skal
aka með honum aftur.“
Elly þreif annað spjald og rissaði
á það: Ég skal. Þú getur ekki hindr-
að það. Reyndu að hindra það.
Amman las það. Hún leit á Elly.
Þær störðu hvor á aðra. „Þá verð
ég að segja pabba þínum frá því.“
Elly var enn farin að skrifa. Hún
10
HEIMILISPÓSTURINN
2 $ $