Vinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 15
Sænska vaxmyndasafnið ~
Smásaga eftir ALBERT ENGSTRÖM
Marzmorgun einn, skömmu fyrir síðustu aldamót,
vaknaði Jóhann Emil Osterlund, ókvæntur vitavörður við
Snoppuskers-vitann. Að líkindum vaknaði hann af ein-
tómri gleði yfir því að eiga nú frí heilan sólarhring.
Hann hafði verið á verði fyrir veikan félaga, sem nú
var orðinn hraustur aftur. Hann geispaði, klóraði sér
stundarkorn hingað og þangað í rauðu alskegginu,
saup úr tóbaksdósinni, sem hann geymdi undir stóra
æðardúnskoddanum, hagræddi skornu tóbakinu vand-
lega í vörinni og dró upp bláa vindutjaldið fyrir glugg-
anum. Á gluggatjaldinu var mynd af skipi, sem brunaði
áfram á lognsléttum sæ fyrir vindfylltum seglum og með
blaktandi fána. . Æ-jæja. Isinn hafði komið með norð-
austanáttinni; stærðar spöng, sem náði sjálfsagt mílu
til hafs. Skyldi vera selur í ísnum? Nú voru orðin tvö
ár síðan hann hafði bragðað selslifur. Það kom vatn í
munninn á honum, og það var ekki eingöngu af tóbak-
inu. Og þetta skínandi, skínandi veður. Sólin var rétt
að koma upp og ísinn glampaði, rauður, með bláum
skuggum, í skínandi morgungeislunum.
Svo hlustaði hann. Hurðin fram í eldhúsið var í hálfa
gátt. Þaðan heyrðist hægur andardráttur og vottur af
hrotum. Þar svaf mamma hans gamla, sem sá um
heimilið fyrir hann. Fullra níutíu ára var hún og bogin
eins og birkirengla, en enn var töggur í þeirri gömlu.
Hún lét engan vaða ofan í sig; óekkí og nei nei. Og
Jóhann Emil elskaði hana takmarkalaust. Hún hafði
agað hann strangt, en réttlátlega, og hún hafði líka
tekið til höndunum um dagana. Hann þekkti engan
kvenmann henni fremri. Líklega var það þess vegna, að
hann hafði ekki gifzt. Því að hver móðir verður sjálf
að kunna og geta kennt börnum sínum hlýðni og
mannasiði. Hann mundi þegar hún varð ekkja og fór
í buxur bónda síns og sjóstígvél og gekk á rekann eftir
spýtnamori í eldinn. Og stundum fann hún eitthvað, sem
hún gat selt. Hún hafði verið fátækari en lús á skalla
og erfitt hafði hún átt. En fengi hún aðeins þrjú lítil
lok í netin sín tvö, þá nægði það í matinn handa krökk-
unum þremur, en sjálf dýfði hún kartöflunum í síldar-
pækil og hélt uppi ströngum borðsiðum með bæn bæði
á undan og eftir máltíðinni. Flengingu höfðu króarnir
fengið, þegar þeir höfðu gert eitthvað af sér, og sjálf
urðu þau að rífa hrísið í hirtingarvöndinn. En öll höfðu
þau komizt, til manns. Og nú var hann fimmtíu og fimm
ára gamall með skegg og tóbak og einkennisbúning með
gylltum borðum og hnöppum.
Österlund slengdi rauðhærðum bífunum fram úr
rúminu, fór í rauðu hálfullar-brókina sína og gekk fram
í eldhúsið til að kveikja upp eldinn. Það var andbært
vegna kulda. Gamla konan vaknaði.
— Jajæja, ertu kominn á fætur, Jóhann Emil? Ég
skil ekkert í hvað ég er að verða morgunsvæf. Annars
er gamalt fólk vant að vakna fyrir allar aldir. En þú
getur þá kveikt upp, ég skal svo setja upp ketilinn.
:— ísinn er kominn, mamma. Ef til vill er selur í
honum. Ég ætla að fara með kíkinn upp á hæðina.
— Ertu vitlaus, strákur. Þú ætlar þó ekki að fara
að asnast út á ísinn?
— Vertu nú góð, mamma. Ég má líklega horfa, ekki
drukkna ég á því.
— Flón! 0, þessir krakkar! Ogþað, þegar við höfum
nóg að éta. Þú skalt rétt eiga mig á fæti ef þú ferð út á
ísinn.
Og Österlund tróð berum bífunum í selskinnsskóna,
sem stóðu við eldhúsdyrnar, tók gamla skipskíkinn í
segldúkshylkinu, gekk út á hlaðið og kíkti norður eftir.
Ekki fannst minnsti vindblær. ísinn lá alveg upp að
skerinu. Engar vakir sáust. En langt úti sá hann blett,
sem leit grunsamlega út. Hann var eins og mold á lit-
inn, og hann grunaði, að eitthvað væri kvikt í þeirri
mold. Líklega var þetta kæpingastaður selanna. Jújú —
nú sá hann það greinilega. Þarna úti var ísinn morandi
af sel, en það var nokkuð glannalegt að ætla að fara
þangað. En svo sá hann svarta depla miklu nær landi.
Sennilega voru það gamlar kæpur eða burgeisar, sem
bökuðu sig sofandi í sólskininu. Þarna var þó kjöt í
sjónum, það var áreiðanlegt.
Hann fór inn til gömlu konunnar, og var hrollur í
honum af morgunsvalanum.
—- Það er fullt af sel í ísnum, mamma. Ég tek skrið-
fjölina og fer út, þó þú rífist og skannnist eins og þú
hefur röddina til. Það er orðið langt síðan þú hefur
borðað blóðpönnukökur, mamma, eða síðan þú dýfðir
VINNAN
237