Vinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 38
stúlkunnar þreifuðu með öllum sínurn tíu óþörfu tám
eftir morgunskónum, rétti ósj álfrátt út svalan, hvítan
arminn, og höndin á endanum á honum greip eina þessa
flík, sem vér erum að ræða um. Þar sem vér nú ekki meg-
um nefna flík þessa nærbuxur, verðum vér að velja eitt-
hvert annað nafn, vegna sögunnar, og getum þá gjarnan
kallað hana ífærur, eins og hvað annað. Hún beygði nú
dökkrauðan hrokkinkollinn yfir þær og virti þær fyrir
sér með engri velþóknun.
Þær voru langt frá því að vera slíkar ífærur, sem hún
hefði helzt kosið. Þrátt fyrir það hefði mörg stúlkan
prísað sig sæla að verða fyrir hvassviðri í öðrum eins.
Satt að segja voru þetta ágætar, millistéttar hversdags-
ífærur, lausar við allan fíflaskap, og þó sæmilega álit-
legar til síns brúks. Hið franska blóð Jósefínu krafðist
hástöfum fallegri ífærna, en hin franska sparnaðartil-
hneiging hennar fullvissaði hana um það, að þær væru
fullgóðar handa ritara, sem sæti á rassinum mestan hluta
dagsins.
„Ef ég þyrfti ekki að vinna svona mikið og horfa í
hvern eyri,“ geispaði Jósefína við sjálfa sig, „þá skyldi
ég svo sannarlega kaupa mér reglulega fyrsta flokks nær-
hluti. Svo að liði yfir hvern, sem sæi. Svartar og fjarska,
fjarska slæmar.“
Með mjúklegum líkams-beygjum og snúningum, sem
hefði átt að banna með lögum, smeygði hún sér úr nátt-
kjólnum og færði sig í ífærurnar. Hreyfingar hennar
voru hraðar eins og hjá slökkviliðsmanni og'mjúkar eins
og hjá fimleikamanni. Henni varð litið í spegilinn og
hún virti ífærurnar fyrir sér með vanþóknun.
„Nógu góðar svona til hversdagsbrúks,“ hugsaði hún,
„en geta varla gengið, ef tækifæri skyldu einhverntíma
bjóðast.“
Réttast er að leyfa hverjum einstökum að ímynda sér,
hvaða tækifæri Jóa muni hafa átt við. Jóa hafði sína
ákveðnu skoðanir á flestum hlutum. Langoftast voru
þær óbreytanlega óuppbyggilegar. En þær nutu þess að
vera opinberaðar og börðust þá ætíð hraustlega fyrir
því að eiga síðasta orðið.
„Utborgar í dag,“ hlakkaði í henni og hún hélt áfram
að klæða sig. „Skítlítil upphæð — smánarborgun. Ég
eyði því öllu í nærföt strax og ég losna úr skrifstofunni,
svei mér ef ég geri það ekki. Þó að ég eigi að vera góða
stúlkan, þá er mér ekki alltaf skylt að finnast ég vera
það. Skrýtið, en ég er æfinlega mest í essinu mín, þegar
mér finnst ég vera spilltust. Það er líka þýðingarlaust
fyrir nokkra stúlku að reyna að telja sér trú um annað.
Kvenfólk er fætt svona.“
Út frá þessu beindust hugsanir hennar að herra Pétri
Duane Van Dyck, sem einmitt á sömu stundu var önn-
um kafinn að fást við sínar eigin nærbuxur, eins og þús-
undir annarra New York-búa, bæði hærri og lægri.
Pétur Van Dyck var einn af þeim hærri. Hann gerði
sér þó naumast grein fyrir því, og hvenær sem ættingjar
hans vöktu athygli hans á því, þá lét hann sér fátt um
finnast. Virðing hans fyrir ættarvenjum gömlu, hol-
lenzku landnemanna, forfeðra hans, var grafin með bein-
um þeirra. Hann var vinnuveitandi Jósefínu — húsbóndi
hennar. Hún var ritari hans og ekki hefði þurft mikla
framtakssemi af hans hálfu til þess að gera hana meira
en það. Eins og sakir stóðu, dáðist hann að þessari ungu
stúlku vegna dugnaðar hennar, en var skíthræddur við
djarfleg augu hennar, sem honum fannst eitthvað grun-
samlega slæmt við. Þau voru ekki ákjósanleg fyrir kaffi-
verzlunina, sem hann veitti forstöðu samkvæmt fornum,
rótgrónum reglum.
„Hann er gamall drumbur,“ hugsaði Jóa, um leið og
hún teygði upp um sig sokkana, svo að þeir glönsuðu á
vel-renndum fótleggjum hennar. „Virðist ekki hafa hug-
mynd um að ég hafi þessa. Hefur ekki augu í heimskum
hausnum. En ég skal, svei mér, sýna honum þá.“
Og með liprum fingrum beizlaði Jóa gnægð sína með
örþunnum, yndislegum, en dálítið djarflegum brjósta-
haldara.
3
Nærbuxur ollu Pétri Van Dyck aldrei neinum heila-
brotum. Hann veitti þeim aldrei neina athygli. Þær voru
aðeins þáttur í niðurröðun hlutanna. Hann fyrirleit
brækur. Hann skipti um þær ósjálfrátt. Ekki á hverjum
degi, eins og aðrir heiðursmenn af hans sauðahúsi, held-
ur bara þegar honum datt það í hug. Stundum týndi
hann nærbuxunum sínum; það er að segja, hann lét þær
einhvers staðar, gleymdi hvar hann hafði séð þær síðast.
Þennan morgun var hann í slíkum vandræðum. Hann
leitaði eins og vitlaus maður að nærbuxunum sínum,
alveg stolið úr minni hans að kvöldið áður hafði hann í
leti sinni farið úr þeim um leið og ytri buxunum, og
innan í þeim voru þær nú í bögglingi. Þetta var engin
ættarfylgja Van Dyck-anna, að skilja við nærbuxurnar
innan í ytri buxunum. Það var bara sérstakur vani Pét-
urs — eitt af smávegis vinnusparnaðar uppátækjum,
sem myndu hafa komið öllum Van Dyck-unum, sem hann
var kominn af, til að bylta sér í gröfum sínum.
Pétur var nú orðinn vonlaus um að sjá nærbuxurnar
sínar aftur, svo að hann fór í aðrar og smeygði sér svo í
buxurnar utan yfir. Þó að gömlu nærbuxurnar væru
bögglaðar í buxunum, þá hafði hann engin óþægindi
af því. Hann fann að vísu einhvern hnút hægra megin,
en taldi víst, að það væri skyrtulafið. Hann ætlaði að
laga það seinna, ef það lagaðist þá ekki af sjálfu sér.
Reynslan hafði kennt honum að skyrtulöfin lagfærðust
venjulega sjálf er á leið daginn. Hann vonaði að sú yrði
líka reyndin í þetta skiptið, því að honum var ógeðfellt
að tefja sig á að fást við slíka hluti. Hann hefði þó betur
gert það.
260
VINNAN