Vinnan - 01.07.1964, Page 3
ÚTGEFANDl: ALÞÝOUSAMBAND ÍSLANDS
Vinsæll verkalýðsleiðtogi 50 ára
Kæri vinur!
Dagurinn 15. júní er merkisdagur
í lífi pmu og þinnar fjölskyldu. Þenn-
an dag átt þú hálfrar aldar afmæli,
og leyfi ég mér af því tilefni að senda
þér innilegustu hamingjuóskir með
beztu þökkum fyrir forystustarf þitt
í verkalýðshreyfingunni. — Heill þér
fimmtugum!
Kynni okkar hafa nú staðið í röska
tvo áratugi. Og hafa þau öll verið á
þann veg, að ég tel þig nú einn minn
bezta vin í þessum bæ.
Þessvegna eiga línur þessar öðr-
um þræði að vera þakklætisvottur frá
mér, fyrir góðvild þína í minn garð
fyrr og síðar, ráðleggingar þínar og
hjálpsemi á erfiðum tímum. Ekki á
þetta sízt við um þau árin, er ég var
sjómaður og skrifaði stundum um ör-
yggismál sjómanna. Þá varst þú al-
þingismaður og fluttir m. a. málefni
sjómanna á þingi. Mun ég víkja nán-
ar að því síðar.
Á þessum árum grundvallaðist sú
vinátta okkar, sem trautt mun rofna,
meðan báðir lifa.
Þegar við höfum ræðst við tveir ein-
ir, eða meðal verkamanna, hefur tal-
ið jafnan sveigst að sameiginlegum
hugðarefnum beggja, verkaiýðsmál-
unum á sjó eða landi, stundum líka al-
mennum þjóðmálum eða bæjarmálum.
Því mun ég nú víkja nokkuð að opin-
berum störfum þínum, og byrja þá
á starfi þínu fyrir sjómannastéttina.
Vera þín á Alþingi var allt of stutt.
Hvað því olli, veit ég ekki. En verk
þín á þeim árum tala sjálf af blað-
síðum þingtíðindanna. Því til sönn-
unar nefni ég eitt dæmi:
Árið 1946 fluttir þú ásamt okkar
ágæta verkalýðsleiðtoga, Sigurði
Guðnasyni frumvarp til laga um 12
stunda hvíld á togurum. Þessi bar-
átta stóð í 10 ár, eða til ársins 1956,
Hermann Guðmundsson.
að frumvarp þessa efnis varð að lög-
um. Þá áttir þú að vísu ekki sæti á
Alþingi, en þú hleyptir málinu „af
stokkunum," ásamt Sigurði Guðna-
syni, og það skiptir mestu máli.
Þessa löggjöf vil ég kalla lífgjafa
togaraútgerðar á íslandi. Því að þess
þykist ég fullviss, að nú fengizt eng-
inn á togara, ef vinnutíminn væri,
eins og hann var. Ég efa ekki, að þá
væru allir okkar togarar bundnir við
landfestar eða seldir úr landi.
Þeir menn, sem nú vilja stytta aft-
ur hvíldartíma togarasjómanna — af-
nema vökulögin — vita ekki, hvað þeir
gera. Það væri auðvitað óþolandi öf-
ugþróun, ef lengja ætti vinnutíma tog-
arasjómanna á sama tíma og barizt
er fyrir styttingu vinnutímans hjá öll-
um öðrum.
Engum heiivita manni getur dottið
í hug, að tímabært sé að leggja nið-
ur togaraútgerð á íslandi, þó að á
móti blási í bili. Togararnir afla mik-
illa gjaldeyrisverðmæta, og þeir sækja
aflafeng sinn yfirleitt á þau mið, sem
bátaflotinn nær ekki til, svo sem til
Grænlands og á Nýfundnalandsmið.
Því er barátta þín á sínum tíma ennþá
ómetanleg fyrir þjóðarheildina.
Það var líka árið 1946, að þú flutt-
ir á Alþingi þingsályktunartillögu um
að setja ljóskastara á öll hin stærri
fiskiskip okkar. — Þetta var sam-
þykkt síðar. Um gildi þessarar sam-
þykktar skal ég aðeins taka eitt dæmi:
Hinn 31. janúar 1950 fórst b/v Vörð-
ur frá Patreksfirði í hafi austur af
Islandi. Skipið var yfirgefið síðla dags,
myrkur var á skollið.
Mér hefur verið tjáð, að hin giftu-
samlega björgun mannslífa að þessu
sinni, hafi ekki hvað sízt verið ljós-
kastaranum að þakka ásamt öruggri
meðferð hans af hendi skipstjórans
á b/v Bjarna Óiafssyni frá Akra-
nesi, en skipstjórinn var Jónmundur
Gíslason. Þfví miður tókst ekki að
bjarga öllum, en allir þeir, sem með
lífsmarki voru, er þeir náðust, björg-
uðust.
Mér finnst þetta dæmi varpa skíru
ljósi yfir þýðingu þessa máls. Mér
finnst það sýna, hvers virði þessi til-
laga þín hefur reynzt sjómannastétt-
inni. Af þessu og mörgu öðru tel ég
sannað, að þú sért sannur baráttu-
maður og málsvari góðra og göfugra
málefna hvort heldur er á sjó eða
landi. Og því segi ég: Þingseta þín
var of stutt.
Nú hefur þú í hartnær aldarfjórð-
ung verið leiðtogi okkar Hlífarmanna.
Það hlutverk hefur þú rækt með ágæt-
um, og hefur það þó síður en svo ver-
Framhald á síðu 22.