Vinnan - 01.07.1964, Page 6

Vinnan - 01.07.1964, Page 6
4 Hannibal Valdimarsson undirritar Þessa kauphækkun hefði vissulega verið hægt að tryggja sem raunhæfa kjarabót, ekki síður en kauphækkun- ina 1961, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Afkoma þjóðarbúsins var mjög hag- stæð árið 1961, og þó varð hún ennþá hagstæðari árið 1962. Um hið hagstæða árferði árið 1961 segir í Fjármálatíðindum Seðlabank- ans, að það ár hafi raunverulega verið um að ræða 3% verðlækkun á inn- fluttum vörum til landsins miðað við óbreytt gengi, og um 9% verðhækkun útfluttra vara. Það jafngildir því, að viðskiptakjör þjóðarinnar hafi á því ári batnað um 12%. Við það bætist svo mikil framleiðsluaukning, og þó ennþá meiri árið 1962. En þrátt fyrir þessi hagstæðu skil- yrði, fékk kauphækkunin, sem um var samið í júlí 1962 ekki að koma fram sem raunhæf kjarabót. Verðlagið hélt enn áfram að hækka, og í janúar 1963 var svo komið, að vísitala vöru og þjónustu var komin upp í 145 stig, eða hafði hækkað um 10 stig frá því síðast var samið um kauphækkun verkafólks. í janúar 1963 varð svo sam- komulag um 5% kauphækkun, og síð- ar varð aftur samkomulag um 7V4% kauphækkun í júní 1963, en þá var vísitalan komin upp í 149 stig og hélt stöðugt áfram að hækka. 4. tímabilið (frá júlí 1963 til marz 1964) í desembermánuði 1963 var svo kom- ið, að vísitala vöru og þjónustu var orðin 166 stig, eða hafði hækkað um ----------- i/innan---------------- 21 stig á árinu. Kaupgjaldið hafði hækkað á sama tíma, án verkfalla, um 13%. Frá því, að gengislækkunin mikla var gerð í febrúar 1960 og fram að verkfallinu í desember s.l., eða í tæp 4 ár, hafði dagkaup verkamanna að- eins hækkað um 35%, en á sama tíma hafði vísitala vöruverðs og þjónustu hækkað um 66%. Þannig stóðu hlut- föllin í desembermánuði s.l. á milli kaupgjalds verkamanna og dýrtíðar- innar. í desember var síðan samið um 15% kauphækkun. Á þeim fáu mánuðum, sem liðnir eru síðan, hefur vísitala vöru og þjónustu enn hækkað um 18 stig, og alveg er víst, að all-veruleg- ar hækkanir á verðlagi eiga enn eft- ir að koma inn í vísitöluna. Telja má því nokkurn veginn víst, að þegar kaupsamningar verkalýðsfélaganna renna út í maí og júní í sumar, þá hafi vísitalan hækkað yfir 20 stig frá því í desember, þegar síðast var samið um kaupið. Þannig hefir þróun verðlags og kaup- gjaldsmálanna verið síðustu 5 árin. Rifjum nú upp helztu atriði þessar- ar þróunar: Óhrekjanlegar staðreyndir sýna, að fyrst var kaupið lækkað með Iagaboði um 5,4% samkvæmt opinberum út- reikningi. Síðan var skellt á stórfelldri geng- islækkun, vaxtahækkun og hækkun söluskatts, sem orsakaði verulega verð- lagshækkun, og verðlagsbætur voru afnumdar. í nærri 2V2 ár var engin kauphækk- un gerð, en kaupmáttur launa rýrnaði jafnt og þétt á þessu tímabili vegna síhækkandi verðlags. Síðan hafa kauphækkanir verka- fólks verið gerðar aðeins til þess að vega nokkuð upp á móti dýrtíð, sem áður var á skollin. Kauphækkanir hafa alltaf orðið minni, en verðhækkanirnar, og komið á eftir. Það er því alger fjarstæða að telja orsakir dýrtíðarinnar liggja í of miklum kauphækkunum verkafólks. Verkalýðssamtökin hafa verið í varnarbaráttu síðustu árin og reynt að verja meðlimi sína fyrir áföllum dýrtíðarstefnunnar. Um þessar mund- ir standa málin þannig, að dagkaup verkamanna hefir hækkað frá febrúar 1960 að telja um 55%, en á sama tíma hefir vöruverð og þjónusta hækkað um 84%. Verkalýðssamtökin verða því enn að krefjast leiðréttingar á kaupmætti tímakaupsins. Verkalýðssamtökin eru andvíg dýrtíðarstefnunni. Þau telja, að sívaxandi þjóðartekjur og hækk- andi útflutningsverð á afurðum lands- ins geri mögulegt að tryggja raun- hæfar kjarabætur og stöðva hina ó- heilbrigðu verðbólguþróun. Reynslan hefur sýnt, að vandamál efnahagsmálanna verða ekki leyst í stríði við verkafólk í landinu og með sífelldum kauplækkunum. — Sú leið hefir verið reynd til þrautar. — Hún er ófær. Miðstjórn Alþýðusambandsins á erf- itt með að trúa því, að ríkisstjórn landsins telji enn óhjákvæmilegt að halda niðri launakjörum verkafólks með slíkri dýrtíðarstefnu, sem hér hef- ir verið fylgt undanfarin ár. Hún vill því með greinargerð þessari snúa sér til ríkisstjórnarinnar með áskorun um eftirfarandi: 1) Þegar í stað verði teknar upp viðræður milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar um tilraun til stöðvunar verðbólguþróunar og um réttlátar og óhjákvæmilegar launa- og kjarabætur. 2) Lögð verði áherzla á að verð- tryggja kaupið og ná samkomulagi um örugga og jafna hækkun á kaupmætti launa, svo að unnt verði að gera var- anlega samninga, er tryggi vinnufrið. 3) Reynt verði að ná samkomu- lagi um framkvæmd á raunverulegri styttingu vinnudagsins, án skerðing- ar heildartekna. 4) Samkomulag verði gert um ýms réttinda- og hagsmunamál alþýðufólks Kjartan Thors undirritar.

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.