Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 7
u uuian 5 Hér sjást fulltrúar verkalýðsfélaganna á Norður- og Austurlandi undirrita samninga sína eftir langt og strangt samningaþóf. Gerður var einn samningur fyrir 24, er áður giltu. — Samningurinn var síðar samþykktur í félögunum. — vinnuverndarmál og orlofsréttindi, svo og nauðsynlegar ráðstafanir í hús- næðismálum almennings. Alþýðusambandið býður samstarf um lausn á þeim miklu vandamálum, sem við er að glíma í þessum efnum. Það samstarf verður að byggjast á réttlátri afstöðu til brýnustu hags- munamála verkalýðsins, sem varðar launa- og kjaramál, og að frjáls samn- ingsréttur sé virtur. Verkalýðssamtökin vilja vissulega friðsamlega lausn á vandamálunum, en þau hljóta að beita sínu mikla sam- takavaldi, ef réttlátir samningar geta ekki fengizt um kjaramálin.“ Alþýðusambandið fékk um hæl svo- hljóðandi bréf: .„Forsætisráðuneytið. Reykjavík 21. apríl 1964. Ríkisstjórnin hefur móttekið bréf Alþýðusambands íslands, dags. 17., þ.m. ásamt ályktun miðstjórnar Al- þýðusambandsins frá 16. þ.m., og tilkynnist yður hér með, að ríkis- stjórnin er reiðubúin að hefja nú þegar þær viðræður, sem óskað er eftir í ályktuninni. Bjarni Benediktsson. Forseti Alþýðusambands Islands, hr. Hannibal Valdimarsson, Laugavegi 18, Reykjavík.“ Viðræður hófust þegar, og varð sam- komulag um: 1. Að beina þeim tilmælum til vinnutímanefndar, að hún einbeitti sér nú að tillögum um styttingu vinnu- tímans með það fyrir augum, að þær gætu greitt fyrir lausn mála í sam- bandi við þessa samninga. Einnig var vinnutímanefnd falið að gera tillögur um vinnuverndarmál og orlofsréttindi. 2. Kosin skyldi nefnd skipuð full- trúum frá Alþýðusambandinu, Vinnu- veitendasambandinu og ríkisstjórninni til að undirbúa reglur um verðtrygg- ingu kaupgjalds. 3. Kosin skyldi nefnd skipuð full- trúum frá Alþýðusambandinu og rík- isstjórninni til að gera tillögur til lausnar húsnæðisvandamálanna. Voru nefndir þessar síðan kosnar á miðstjórnarfundi 24. apríl 1 vinnutímanefndinni — sem er milliþinganefnd kosin af Alþingi — eru fulltrúar allra þingflokka. For- maður hennar er Pétur Sigurðsson al- þingismaður, en í henni eiga einnig sæti Björn Jónsson, Eggert G. Þor- steinsson, Ingvar Vilhjálmsson, út- gerðarmaður og Halldór E. Sigurðs- son, alþingismaður. Nefndina um verðtryggingu kaup- gjalds, skipuðu af hendi Alþýðusam- bandsins Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Óskar Hallgrímsson. Um húsnæðismálin skyldu fjalla f.h. Alþýðusambandsins Hannibal Valdi- marsson, Guðjón Jónsson og Ingi- mundur Erlendsson. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar til við- ræðna um húsnæðismálin voru Jó- hannes Norðdal bankastjóri, og al- þingismennirnir Eggert G. Þorsteins- son og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Tóku allar þessar nefndir þegar til starfa fyrstu dagana í maí. Þá varð einnig að samkomulagi, aS skipuð skyldi sameiginleg nefnd til viðræðu við ríkisstjórnina. Skipuðu hana þessir menn: Hannibal Valdi-

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.