Vinnan - 01.07.1964, Side 10

Vinnan - 01.07.1964, Side 10
lyktunin lokaafgneiðs^u, og var þá þegar ákveðið að senda hana forsætis- ráðherra með tilmælum um, að þegar yrðu teknar upp viðræður milli ríkis- stjórnarinnar og verkalýðssamtakanna um tilraun til stöðvunar verðbólguþró- unar, og um réttlátar og óhjákvæmi- legar launa- og kjarabætur. í þess- um viðræðum skyldi höfuðáherzla lögð á að verðtrygg-ja kaupið, varðveita og auka kaupmátt launa, svo að unnt yrði að gera varanlegri kjarasamninga og tryggja vinnufrið. í öðru lagi var lögð áherzla á styttingu vinnudags án skerðingar heildartekna. Og enn skyldi lögð á- herzla á ýmis réttinda- og hagsmuna- mál alþýðufóiks, svo sem vinnuvernd og aukin orlofsréttindi. Að lokum var lögð þung áherzla á, að gert yrði myndarlegt átak í hús- næðismálum almennings. Um lausn kjaramála á þessum grundvelli bauð miðstjórn Al- þýðusambandsins samstarf við ríkis- stjórnina, og svaraði ríkisstjórnin þessu tilboði um hæl játandi. Síðan hafa viðræður staðið að kalla má sleitulaust, unz þeim lauk s.l. nótt. Þessar viðræður hafa farið vel og drengilega fram. Aðilar hafa gengið hik- og krókalaust að þeim málsat- riðum, sem þýðingu höfðu. Hvorugur aðilinn gerði tilraun tii að dyljast fyrir hinum. Umræðurnar einkennd- ust af hreinskilni, og það greiddi fyr- ir árangri. Sett verða lög um hækkun kaups samkvæmt vísitölu, og bann við dýr- tíðarbótum á kaup afnumið. Verkafólk, sem unnið hefur 6 mán- uði hjá sama atvinnurekanda, fær greidda samningsbundna frídaga — um 12 á ári. Fyrsta skref er stigið til styttingar vinnudagsins, án skerðingar heildar- tekna og loforð gefið um áframhald- andi styttingu vinnutíma í áföngum. Nær styttingin þá til fleiri og fleiri starfshópa, unz hún verður almenn. Lögbundið orlof verkafólks verður lengt úr 18 dögum í 21 virkan dag, og orlofsféð hækkað úr 6% í 7%. f húsnæðismálunum verða þessar ráðstafanir gerðar: Tvö hundruð og fimmtíu milljónir verða lagðar fram til að fullnægja þeim umsóknum, sem nú bíða óaf- greiddar hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins. Fjáröflun til húsnæðismála- kerfisins verður meira en tvöfölduð. Lán út á hverja íbúð hækkar úr 150 þúsundum í 280 þúsund. Nokkur við- bótarlán verður hægt að veita meðlim- ----------- linncui---------------- um verkalýðsfélaganna. Lánstíminn lengist úr 15 og 20 árum í 25 ár. Fyrsta árið verður afborganalaust. Vextir 4% með vísitölukjörum. Þessar ráð- stafanir eru mikilsverðar og ná, eins og sum önnur atriði samkomulagsins, langt út fyrir raðir verkalýðssamtak- anna. En mesta þýðingu hafa þessar aðgerðir tvímælalaust fyrir unga fólk- ið. Þetta er það helzta, sem felst í hinni sameiginlegu yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, Alþýðusambandsins og Vinnu- veitendasambandsins, sem undirrit- uð var í nótt. — Mæla þessir aðilar með því, að samningar milli verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda verði nú gerðir á þessum grundvelli. Og er viðurkennt, að heimilt sé að breyta samningsákvæðum til samræmis og lagfæringar á ýmsan hátt. — Hefur í dag verið lokið víðtækum samningi á þessum grundvelli við verkalýðsfé- lögin á Norður- og Austurlandi, en ógerðir eru samningar sunnan og vestanlands. Verður að treysta á, að atvinnurekendur sýni víðsýni í þeirri samningagjörð innan hins markaða ramma. Margir hafa sjálfsagt orðið fyrir von- brigðum yfir því, að laun hinna lægst launuðu skuli ekki hækka. En þá verð- ur kauphækkunum verkafólks a. m. k. ekki um kennt, ef dýrtíð skyldi nú enn vaxa og verðbólga magnast. — Víst fengum við, í viðræðunefnd Alþýðu- sambandsins, minna fram, en við vild- um. En þannig er það í öllum samn- ingum. Og lengra komumst við ekki. Að mínu áliti var þetta bezta leiðin, sem um var að ræða. Ég mæli heils- hugar með þessu samkomulagi, og það gera meðnefndarmenn mínir allir. Það gildir næstu 12 mánuði. Ég vona og óska, að það gefi góða raun. — Að þeim tíma liðnum verðum við reynsl- unni ríkari. Þá er það að lokum ósk mín og von, að samningar þeir, sem nú hefjast, gangi greiðlega og lykti far- sællega, svo að friður góður ríki í landi, þegar hin mikla hátíð af tilefni 20 ára lýðveldis á Islandi, gengur í garð. Góða nótt.“ Verður verkfalls ‘Áttur lögfestur í Júgóslavíu? Samkvæmt áreiðanlegum uþþlýs- ingum stendur nú til, að verkfalls- réttur verði aftur lögfestur í Júgóslav- Árás á hagsmuni sjómanna Sá einstæði atburður, er Hákon Guð- mundsson, oddamaður í yfirnefnd Verðiagsráðs sjávarafurða, úrskurðaði gegn afstöðu allra annarra yfirnefnd- armanna, að fiskverð skyldi óbreytt standa, vakti að vonum mikla og al- menna ólgu meðal útgerðarmanna og sjómanna. Bárust mótmæli víða að bæði frá útgerðarmönnum og sjómönnum, og miðstjórn Alþýðusambandsins hélt samdægurs fund um málið. Voru þar allir á einu máli um, að þetta seinasta gerðardómshneyksli væri ein alvarleg- asta árásin, sem sjómannastéttin hefði orðið fyrir. — Gerði miðstjórnin svo- hljóðandi ályktun um málið: „Miðstjóm Alþýðusambands íslands mótmælir eindregið úrskurði odda- manns yfirnefndar Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins um óbreytt fiskverð. Telur miðstjórnin, að úrskurður þessi sé hvorki byggður á viðhlítandi rannsókn á söluverði og sannanlegum vinnslukostnaði fiskframleiðslunnar, né á neinu sanngjörnu mati á fram- lagi sjómanna til verðmætis aflans. Það er raunar viðurkennt í forsend- um oddamanns, að engin fullnægj- andi rannsókn hefur farið fram á rétt- um sölu- og vinnslukostnaði. Að þessu sinni hefur verið brotin niður sú venja, sem Verðlagsráð hef- ur byggt starf sitt á, að taka jafnt tillit til áætlaðs kostnaðar við vinnsl- una og við fiskveiðarnar, og brúa síð- an bilið að jöfnu, ef söluverð hefur ekki nægt til að greiða allan þannig áætiaðan kostnað. Lagaskýringu oddamanns í máli þessu teljum vér ekki hafa við rök að styðjast. Lögin gera ráð fyrir, að oddamaður ráði úrslitum í verðlags- málum sjávarútvegsins með nefndar- hluta á annanhvorn veginn á bak við sig. En hér varð hann viðskila við báða nefndarhluta, og er þannig þriðji og minnsti minnihluti yfirnefndar. Verð- ur ekki á það fallizt, að ákvörðun í þessum grundvallar kjaramálum sjó- manna og útgerðar verði gefnar í vald einum manni til ákvörðunar, e. t. v. lítt eða ekki kunnugum sjávarútvegi. Telur miðstjórnin, að það geti orð- ið sjávarútveginum til mikils ógagns,

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.