Vinnan - 01.07.1964, Side 13

Vinnan - 01.07.1964, Side 13
u inncin 11 Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands. — Formaður Stjórn- unarfélagsins, Jakom Gíslason, er á miðri myndinni. hvetur til þess, að hiiðstæðir samn- ingar séu gerðir hér á landi til eflingar heilbrigðu samstarfi milli vinnuveitenda og launþega og sam- taka þessara aðila, og til að greiða götuna fyrir hagræðingaraðgerðum í einstökum fyrirtækjum.“ Með afgreiðslu þessarar, ályktunar var starfi ráðstefnunnar raunar lok- ið. Undir kvöldverðarborðum 9. júní fluttu Pétur Sigurðsson, Hannibal Valdimarsson, Egil Ahlsen og Jon Andrésen stuttar ræður, en síðan sleit Jakob Gíslason ráðstefnunni með ræðu. Síðan var haldið til Reykjavíkur og þangað komið nokkru eftir miðnætti aðfaranótt 10. júní. Var það sammæli þeirra, er ráð- stefnuna sátu, að hún hefði í senn verið athafnasöm og skemmtileg og tekið viðfangsefnið „praktískum“ tök- um, sem vektu vonir um, að hún hefði raunhæf áhrif hagræðingarmálum hér á landi til framdráttar. Þann 10. júní var blaðamannafund- ur. Þá um kvöldið flutti Egil Ahlsen erindi um hagræðingarmál á fundi, er Fulitrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík boðaði til, og var þar beint til fyrirlesarans fjölda fyrirspurna, er hann svaraði greiðlega. Daginn eftir fór hann í ferðalag um Þingvöll, Sogs- fossa og Hveragerði. Skoðaði hann m. a. orlofsheimilahverfið undir Reykja- fjalli og virtist vera allhrifinn af þeirri framkvæmd. — Morguninn eftir fór Egil Ahlsen fiugleiðis til Noregs. Alþýðusamband íslands er mjög þakklátt norska Alþýðusambandinu fyrir að verða við þeim tilmælum okk- ar, að heimila Agli Ahlsen að verða aðalfyrirlesari á þessari ráðstefnu, sem fjallaði um þau mál, er miklu varðar, að íslenzk verkalýðshreyfing kunni glögg skil á. Egil Ahlsen er mjög vel menntaður maður, og hefur auk þess öðlazt mikla reynslu og al- hiiða þekkingu á hagræðingarmálum - ekki sízt á þsirri hlið þeirra, er að verkafólki og verkalýðssamtökum snýr. Hann er þá líka mjög vel máli far- inn, lifandi og fjörmikill fyrirlesari, sem tekst vel að ná tökum á áheyr- endum og gera þeim flókin efni auð- skilin. Að komu Egils Ahlsen var því mik- ill ávinningur, og þökkum við honum hjartanlega hingaðkomuna og á- nægjulega persónulega viðkynningu. — Alþýðusambandi Noregs þökkum við samstarfið bæði nú og áður. -IIIIICII Illllllll IIIIIIIIIII Illlllllllllll Skatturinn til sænska Alþýöusambandsins er í 223 krónur á ári 1 — Skatturinn til Alþýðusam- i | bands íslands er aðeins 42 krón- i í ur af körlum og 28 krónur af i | konum. 1 i Þann 29. nóvember síðastliðinn \ i ákvað framkvæmdanefnd | I sænska Alþýðusambandsins, að i i hækka skattinn til sambandsins i i um 25 aura sænska á mánuði, en i i það jafngildir íslenkum kr. 2.07. i i Er þá skatturinn 2.25 sænskar | i á mánuði, eða ísl. 18,63. Það | = er sama sem 223.56 kr. íslenzkar i i á ári. i i Hér er skatturinn til Alþýðu- i i sambandsins 42 krónur á ári af f i körlum, en 28 krónur af kon- i i um. Enda er skatturinn hér svo i i lágur, að mikið vantar á, að sam- f i bandið hafi forsvaranlegan i f starfsgrundvöll. — Of mikil i i íhaldssemi í þessum efnum hefn- f i ir sín, og þarf næsta Alþýðu- i f sambandsþing hér nauðsynlega i i úr að bæta. i VEFNA-Ð4RVORUR FATNA-ÐUR flad in ★ HEKLU BUXUR Á DRENGI NR. 4—16 • Á KARLA NR. 48—56 !i / / 9 SKOLAVORÐUSTIG 12 : I ■ .....11111111111111 111111

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.