Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 24

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 24
22 ________________________________ um skurðum og farið að jafna landið og búa það til ræktunar. Verður þess þá ekki langt að bíða — sennilega í ágústmánuði — að þess- um áfanga verksins ljúki og orlofs- heimilið taki til starfa. Eigi getur það þó orðið að öllu í því sniði, sem fyrirhugað er, fyrr en byggð hefur verið sú aðalbygging, sem verða skal þjónustumiðstöð orlofsheimila- hverfisins í heild. Verkaiýðsleiðtogi 50 ára Framhald af 1. síðu. ið auðvelt. Ég vil segja, að það gangi kraftaverki næst, hvernig þér hefur tekizt að sameina sundurleita krafta innan félags, og þó hefur þú og Hlíf oft orðið að klífa þröng einstigi og sækja fast á brattann í kaupgjalds- og kjarabaráttunni, því að atvinnu- rekendavald Hafnarfjarðar hefur svo sannarlega oft verið erfitt til viðun- andi samningagerða. En einmitt við þessa erfiðleika útá- við og innávið hafa hæfileikar þín- ir sem forustumanns verkalýðsfélags komið skýrt í Ijós. Það er áreiðan- lega ekki öllum gefið að sameina afl Hlífar eins og þér hefur tekizt. Ég tel þig oft hafa svnt, að þú sért sann- ur iýðræðissinni. Þá má ekki heldur fram hjá því ganga, að þú hefur einnig nokkuð á annan áratug verið einn af áhrifa- mönnum íþróttahreyfingarinnar í landinu — verið framkvæmdastjóri Iþróttasambands íslands. Hafa íþróttamenn á orði, að þetta starf hafir þú rækt af stakri trú- mennsku, óbrigðulum ötulleik og mik- illli lipurð í öllu samstarfi, enda alltaf endurkjörinn einróma til starfans, og talar það eitt út af fyrir sig skýru máii. Hermanni Guðmundssyni er vissu- lega margt til lista lagt. Segja má, að allt leiki í höndum hans. Fagurt hand- bragð er á öllu, sem hann gerir. Rit- höndin er sérkennileg og persónu- leg. Auglýsingar Hlífar nálgast oft að vera listaverk. Teikningar þínar gleðja oft augað. Og listiiegt fannst mér handbragðið á togaralíkönunum sem þú gerðir hérna á nýsköpunarárunum, þegar þau glæsilegu ákip voru að koma til landsins. Eða koma á heimili Hermanns Guð- mundssonar og konu hans, Guðrúnar Erlendsdóttur, að Langeyrarvegi 5. Húsið það er ekki stórt að fiatarmáli, ekki háreist, og ekki lætur það mikið yfir sér séð frá götunni. ----------- Uinnan ----------------- En þegar inn er komið, blandast ongum hugur um, að húsráðendur eru ríkir af smekkvísi og hafa þrosk- að fegurðarskyn. Þar má sjá, hvað hægt er að gera til híbýlaprýði af litum efnum. Hver smáhutur ber smekkvísi vitni. Hver hutur er á rétt- um stað, og þar gætir hreinlætis í orðsins fyilstu merkingu. Og það, sem bezt er af öllu: Hér ríkir sönn hjartahlýja og lífsham- ingja. Inn í þá mynd koma 3 mann- vænleg og elskuleg börn þessara sæmdarhjóna. Þegar velja skal mann til starfa fyr- ir verkalýðsfélag, ber auðvitað fyrst og fremst að hafa í huga, að maður- inn sé hæfur til starfans. Það skiptir miklu, að hver sá, sem mikilvægu hlutverki gegnir, sé starfi sínu vaxinn. Þá skal maður metinn eftir viija- festu, dugnaði og sérstaklega trú- mennsku í starfi, því að svo bezt fær íslenzkur verkalýður sigurpálmann í hendur, að slíkir mannkostir séu virt- ir. Því lýk ég þessum orðum til þín, Hermann Guðmundsson, með þeirri ósk, að svo lengi sem starfskraftar þínir leyfa, fái hafnfirzkir verkamenn að njóta stjórnsemi þinnar og hæfi- leika á komandi árum sem hingað til. Með orðinu verkalýð á ég við verka- fólk og sjómenn, því að sjómenn og verkamenn eru bræður, — allir í sama bát — og eiga því ávallt að vera bjarg- vættur hvor annars, þegar rétt er á málin litið. Og þú ert góður mál- svari hvorrartveggja, hvar sem þú ferð og kemur, og hvar sem þú talar þeirra máli. Hermann Guðmundsson; Vinarbréfi og afmæliskveðju er lokið. Þú verður að fyrirgefa, að svona skrifa ég og svona tala ég. Hjá því verður ekki komizt. Með Hlífarkveðju, kæri vinur. Hafnarfirði, 1. júlí 1964 Markús B. Þorgeirsson Hóplíftryggingar Framhald af 2. síðu. aðeins ákveðinn einstaklingur, er líf- tryggður. Stærð hópsins getur verið mjög mis- munandi, allt frá 20 manns og upp í tugi þúsunda. Þannig eru t. d. um 30 þúsund málmiðnaðarmenn tryggðir í einum hóp hjá sænsku Samvinnu- tryggingunum. Við dauðsfall borgast ákveðin upp- hæð, sem samið er um til eins árs. Hóplíftryggingin er því hrein áhættu- trygging og er því alltaf hægt að halda tryggingarupphæðinni í góðu samræmi við verðgildi peninganna. Fyrir okkur er þetta þýðingarmikið atriði, vegna þeirrar upplausnar, sem ríkir í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Iðgjaldið vegna hóplíftryggingar er greitt fyrirfram fyrir eitt ár í einu, og sér hópurinn um innheimtu þess og afhendir það tryggingafélaginu því að kostnaðarlausu, og miðar þetta að því að lækka iðgjaldið. Aðeins eitt tryggingaskírteini er gef- ið út fyrir allan hópinn, og sparast þar mikill kostnaður í samanburði við aðr- ar tryggingar. Aðal kostur hóplíftrygg- inganna umfram aðrar áhættutrygg- ingar er líka sá, að þær eru ódýrari. Ódýrastar allra líftrygginga. Ekki er hægt að líta á hóplíftrygg- ingar sem fullkomna lausn á trygg- ingaþörfinni. Tryggingarupphæðin er sú sama fyrir alla í hópnum. Hún get- ur því varla farið langt umfram lág- marksþarfir. Það verfður því miklu frekar að líta á hóplíftryggingarnar sem grunntryggingu, er allir hafa þörf fyrir. Hver og einn verður því að bæta við öðrum tryggingum, eftir því sem þarfir og aðstæður gefa til- efni til. Útbreiðsla líftrygginga er furðulega lítil hér á landi og ekki í neinu sam- ræmi við það, sem gerist í öðrum menningarlöndum. Af þessu leiðir stórkostlegt öryggisleysi fyrir einstakl- ingana, og í heild er það beinlínis þjóðfélagslegt vandamál. Verðbólg- an hefur gert mönnum íllfært eða ókleift að líftryggja sig. Ekki minnkar heldur tryggingaþörfin á verðbólgu- tímum og getur hver og einn skygnzt í eigin barm. Hóplíftryggingar geta verið verulegt atriði til lausnar tryggingavandamáls- ins. Háþróaðar þjóðir, eins og Banda- ríkjamenn og Svíar, hafa fundið mik- ilvægi þessara trygginga. Við þurfum ekki síður á þeim að halda. Kristján Sturlaugsson Verkalýðsskólar Brezka sveitastjórnarsambandið hef- ur ákveðið að stofna skóla í sambandi við 75 ára afmæli sitt. Þessum verka- lýðsskóla hefur verið valinn staður við „Dillon Hill“ rétt fyrir sunnan London. Hann var vígður 25. maí af fram- kvæmdastjóra sambandsins William- son lávarði. Talið er, að skóli þessi sé í aðal- atriðum sniðinn eftir Runöskólanum í Svíþjóð.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.