Vinnan - 01.05.1984, Side 6

Vinnan - 01.05.1984, Side 6
Traust samstaða um verkefnin framundan Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hélt aðalræðu dagsins í Egilsbúð á Neskaupstað. Hann hóf ræðu sína á að minna á að þrátt fyrir allt teldumst við enn til efnaðri þjóða. Okkur hætti til að taka velmegun og velferð þjóðfélagsins sem sjálfsagðan hlut og gleyma því að mikill meirihluti jarðarbúa býr enn við skort og ófrelsi. Ásmundur lýsti síðan ástandinu hér síðustu árin og varnarbaráttu verkalýðshreyf- ingarinnar, aðdraganda samninganna og samningsgerðinni. Um frá- vik frá heildarsamkomulaginu sagði Ásmundur: „Einstök félög innan ASÍ felldu hins vegar samningana og gengu til sérvið- ræðna við atvinnurekendur. Dagsbrún í Reykjavík var þar stærst. Þegar félög velja að fara aðra leið en gert er í heild- arsamningi er ástæðan trúlega yfirleitt tvíþætt. Annars vegar ýmiskonar sér- staða þess hóps sem í hlut á og hins vegar önnur baráttustaða en almennt er. Hvort tveggja þetta mun hafa átt við að þessu sinni. Eg sé ekki að um efnis- ágreining sé að ræða og fæ því ekki séð að atburðir síðustu mánaða muni leiða til hnökra í samstarfinu í framtíðinni. Eg er þess fullviss að innan verkalýðs- hreyfingarinnar er traust samstaða um þau verkefni sem framundan eru. í opna skjöldu Einn þáttur í gagnrýni á samningana í vetur kom mér illilega í opna skjöldu. Það er sú eindregna fordæming sem úr óvæntum áttum mætti þeim félagslegu úrbótum sem gerðar voru í tengslum við samningana. Hið ótrúlegasta fólk lýsti því yfir að þessi mál hefði átt að leysa með aukinni kauphækkun. Ég tel það óraunhæft tal að ætla að leysa vandamál einstæðra foreldra, barn- margra fjölskyldna með lágar tekjur eða öryrkja og aldraðra með almennri kauphækkun. Það er naumast rökrétt að reikna með því að einstæðum for- eldrum sé greitt hærra kaup en giftu fólki eða barnmörgu fólki hærra en barnlausu. Ég tel þá fordæmingu sem hér kom upp fráleita og hættulega fé- lagslega afsiðun, fyrirlitningu á þeim sem við erfiðleika eiga að stríða. Þeir sem sterkar standa verða að veita þeim veikari stuðning. Verkalýðsbaráttan er ekki bara barátta um kaup og kjör. Samkennd okkar með þeim sem erfið- ast eiga gerir tilkall til þess að við gleymum þeim ekki. Okkur er skylt að sýna samhjálp í verki en láta ekki orðin standa eftir sem skrautmælgi á tylli- dögum." Hin einfalda þjóðfélagssýn Ásmundur ræddi um hina hörmulegu óreiðu sem hefur ríkt í íslensku efna- hagslífi og sagði m. a.: „Lausnarorðið er að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Lágtekju- fólk má ekki fá krónurnar, því það er eins víst að það eyði þeim í mat. Þeir ríku eru taldir líklegri til þess að leggja sitt fé í uppbyggingu atvinnureksturs. Þessi einfalda þjóðfélagssýn er ekki lík- leg til þess að skila árangri til frambúð- ar. Kjaraskerðing er ekki líkleg til þess að beina fjárfestingum á réttar brautir og kjaraskerðing er ekki Iíkleg til þess að bæta rekstrarfyrirkomulag í íslensk- um fyrirtækjum. Ef árangur á að nást þarf grundvallarviðhorfið að breytast.“ Uppbygging í stað kjaraskerðingar Ásmundur minnti á samþykkt ASÍ og BSRB um efnahagsmál, sem samin var og birt áður en núverandi ríkisstjórn var mynduð, en ríkisstjórnin hafði sam- ráðstilboðið að engu. „Atvinnuástand er nú mjög í hættu, bæði vegna þess mikla samdráttar fisk- afla, sem við stöndum frammi fyrir og eins vegna þess tekjusamdráttar sem stjórnvöld hafa leitt yfir almenning. Ef ekki verður gripið til raunhæfra að- gerða getur almennur atvinnumissir blasað við. Reynsla nágrannalandanna sýnir okkur ótvírætt að það er auðveldara að detta í atvinnuleysisgryfjuna en ná sér upp úr henni aftur. í flestum löndum í kringum okkur er um 10. hver maður atvinnulaus. Það samsvarar því að tíu til tólf þúsund manns væru atvinnu- lausir á Islandi. Það er meira en tvö- faldur fjöldi allra vinnandi manna í Austurlandskjördæmi öllu. Hjá því ástandi verðum við að komast, og til 6 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.