Vinnan - 01.05.1984, Síða 9
Ríkisstjórnin hefur farið með ófriði
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og aðalræðu-
maður 1. maí í Reykjavík hóf ræðu sína á þessa leið: „Pað er einhver
spenna og urgur að formaður Dagsbrúnar skuli fá að tala hér í dag og
um það hafa verið myndaðar alls konar tröllasögur — þær hirði ég
ekki um að ræða“ Guðmundur fjallaði síðan um þá staðreynd að „í
öllum stærstu sigrum íslenskra erfiðisvinnumanna hefur Dagsbrún
verið í fararbroddi.“
Friður? Ófriður?
„Ég hef verið spurður að því undan-
farna daga hvort Dagsbrún ætli að rjúfa
friðinn 1. september. Frið um hvað?
Dagsbrún vill rjúfa friðinn um að það
sé þolað bótalítið að kaup verkafólks
lækki um rösk 25%. Við viljum engan
frið um það að kaup fyrir unna klukku-
stund sé hér lægst á Vesturlöndum.
Dagsbrún vill engan frið um að mánað-
arkaup verkamanna sé 12-13 þúsund
krónur dagvinna, og ég tala nú ekki um
þegar búið er að skerða álag eftirvinnu
þannig að það nái aðeins um 20% álagi
á dagvinnu.
Ríkisstjórnin biður um frið - sjálf
hefur hún farið með ófriði. Hún setti
lög sem bönnuðu samninga ákveðinn
mánaðarfjölda og gaf út lög sem bönn-
uðu allar vísitölugreiðslur á kaup. ís-
lensk fyrirtæki hafa aldrei grætt jafn-
mikið samkvæmt eigin reikningum, það
voru nokkur fyrirtæki í Reykjavík sem
sýna á reikningum sínum fyrir 1983 yfir
100 miljónir króna í hreinan ágóða.
Ríkisstjórnin hefur látið setja lög, þar
sem skattfríðindi fyrirtækja eru aukin-
og auknar afskriftir heimilaðar allt að
helming. - En skattar á launafólki eru
hækkaðir - vitanlega vilja fyrirtækin
frið um þessi skattfríðindi sín - um
þennan gróða sinn.“
Guðmundur spurði síðan hvernig
því stæði að vöruverð lækkaði ekki í
kjölfar minni launagreiðslna og skatt-
fríðinda. Guðmundur ítrekaði einnig
að „við fyrsta tækifæri munum við
leggja til atlögu gegn þeim óviðunandi
kjörum er almennt verkafólk býr nú
við. Og öll 1. maí nefndin í Reykjavík
svarar í ávarpi dagsins þannig: Fyrsta
áfanga í baráttu verkalýðshreyfingar-
innar fyrir endurheimt kaupmáttar er
lokið. Næsti áfangi er 1. september.
Þetta eru skýr svör.“
Vaxandi stéttaskipting
Guðmundur fjallaði því næst um
aukið launamisrétti og vaxandi stétta-
skiptingu í landinu og nefndi, að karl-
menn verði að berjast með oddi og egg
við hlið kvenna, sem notaðar eru sem
ódýrt vinnuafl. „Ég held að menn hafi
gott af að hafa í huga atburð sem skeði í
átökum Dagsbrúnar í vetur. Dags-
brúnarmenn í Mjólkursamsölunni
höfðu náð fram sínum kröfum, en þeir
neituðu öllum samningum fyrr en
konur, vinnufélagar þeirra, höfðu
fengið sama kaup á öllum sviðum. Og
það tókst. Þetta er að starfa í anda jafn-
réttis og bræðralags."
Guðmundur ræddi síðan stöðu
verkalýðsfélaganna og framlag hins
einstaka félagsmanna, sem væri undir-
staðan að lifandi starfi og skipti
sköpum um styrk verkalýðshreyfingar-
innar og stöðu.
Guðmundur fjallaði næst um baráttu
verkafólks í öðrum heimshlutum og
nauðsyn þess að berjast við hlið ann-
arra gegn kjarnorkuvígbúnaði. „Hlut-
laust og friðlýst ísland, sem beitir sér
fyrir friði og afvopnun er það ísland
sem nyti trausts og virðingar í heimin-
um.“
Lokaorð Guðmundar voru: „Heit-
um því á þessum degi 1. maí að gera
hann að bjarma nýs dags fyrir bættum
kjörum alþýðufólks í landinu — við
skulum fylkja okkur saman til þessarar
baráttu undir merki rísandi sólar.“
VINNAN 9