Vinnan - 01.05.1984, Page 10
Þurfum að sækja
rétt okkar á
haustdögum
Tryggvi Þór Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Menningar- og
fræðslusambands alþýðu, hélt aðal-
ræðuna 1. maí á Akureyri. Hann
minntist í fyrstu á stofnun Bárunnar
fyrir 90 árum, „en upp af þessum
skútukörlum Bárunnar hafa sprott-
ið mestu fjöldasamtök á íslandi, Al-
þýðusamband íslands,“ sagði
Tryggvi, og hann rifjar upp frásögn
blaðs af stofnun eins fyrsta verka-
lýðsfélagsins:
„Hyggilegast að fara hóglega“
„Sjómenn, sem reka atvinnu á þilskip-
um og eiga heima í Reykjavík, hafa að
sögn gert samtök sín á milli til að krefj-
ast hærra kaupgjalds og annarra vildari
kosta af hálfu útgerðarmanna en þeir
hafa áður haft. - Það mun þó vera
hyggilegast fyrir þá að fara hóglega, þar
sem það er kunnugt, að þilskipaútgerð-
in hefur naumast eða alls ekki svarað
kostnaði sum síðustu árin.“
Tryggvi reifar síðan að þessi sami
ólundar tónn sé enn við lýði, og enn fái
verkafólk sömu svörin, þótt í breyttri
mynd sé.
Tryggvi hvatti til órofa samstöðu
innan hreyfingarinnar, því „tímabund-
inn ágreiningur má ekki ógna tilvist
samtakanna“. Lokaorð Tryggva voru
þessi:
Launin þurfa að hækka
„Þad hefur e. t. v. tekist að stöðva
kjaraskerðinguna. En það er að sjálf-
sögðu ekki nóg. Launin þurfa að
hækka. Vinnutími margra er of langur.
Vinnuaðstaða og aðbúnaður allur á
vinnustöðum þarf að vera annar og
betri en hann víðast er. Launakerfi, þar
sem fólki er ætlað að leggja allt of hart
að sér og keppa við vinnufélaga sína, er
allt of útbreitt og stór þáttur á íslensk-
um vinnustöðum. Þessu er nauðsynlegt
að breyta.
Menning — listir
Við þurfum líka að halda á lofti merki
menningar og lista í verkalýðshreyf-
ingunni. Það er hlutverk verkalýðsfé-
laganna að styðja og standa fyrir starfi
af því tagi. Menningarlega reisn hreyf-
ingarinnar og félagslegt hlutverk eigum
við að rækta og efla.
Verkalýðsfélögin standa frammi
fyrir því nú, sem áður, að bæta hag
félagsmanna sinna. Til þess þurfa þau í
fyrsta lagi að meta þá stöðu, sem verka-
lýðssamtökin eru í, og leggja á ráðin í
samræmi við það. Á mánudaginn kem-
ur, 7. maí, er boðað til fundar til þess að
ræða stöðuna í kjaramálunum og
marka stefnu fyrir næstu mánuði. Ljóst
er að verkafólk á íslandi þarf að vera
undir það búið að sækja rétt sinn á
haustdögum. Þá stöndum við saman og
tryggjum árangur baráttunnar.
Enginn má troða annan undir
Við viðurkennum ekki að þeir sterk-
ustu og fljótustu hafi forgang. Við
viðurkennum ekki að einum sé hrint til
hliðar, svo annar komist áfram. Við
viðurkennum ekki rétt eins til að troða
annan undir, svo hann hækki sjálfur.
Sjómennirnir þrjátíu, sem stofnuðu
Báruna fyrir 90 árum, geta orðið okkur
leiðarljós. Þeir kusu að standa saman.
Það kjósum við einnig nú.
Lifi verkalýðssamtökin - lifi 1. maí.“
íf
m
FÉLAG ISLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA
útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri
Æ
Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17
10 VINNAN