Vinnan - 01.05.1984, Side 12
Tvö hundruð manns
ræða skipulagsmál
Vel heppnuð ráðstefna um skipulagsmál vildi
ekki stökkbreytingar, en lagði ríka áherslu á
breytta starfshætti og stóraukna samvinnu.
Dagana 5. til 6. maí efndi ASÍ til
stórfundar í Reykjavík tii að
ræða skipulagsmál hreyfingar-
innar. Á þessum fundi mættu um
200 manns sem starfa innan fisk-
vinnslu, iðnaðar og byggingar-
iðnaðar. Hópurinn kom fyrst
saman í Gamla bíói, þar sem Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ,
ræddi um verkalýðssamtökin í
nútíma þjóðfélagi, Þórir Daní-
elsson, formaður skipulags-
nefndar ASÍ, ræddi spurning-
una: Er breytingar þörf? og
Hannes Þ. Sigurðsson, sem sæti á
í skipulagsnefndinni, ræddi um
skipulag verkalýðssamtakanna,
hugsanlega kosti.
Þegar ráðstefnugestir voru
komnir á sína fundarstaði voru
haldin stutt framsöguerindi inn-
an hvers hóps og eftir það hófust
almennar umræður. Að því
Ioknu var skipt í starfshópa, sem
skiluðu síðan áhti í fundarlok á
sunnudag.
Næsta hefti Vinnunnar mun
fjalla um niðurstöðu hópanna, en
að þessu sinni látum við nægja,
tímans vegna og rúmsins, að
spjalla við þá Helga Guðmunds-
son, starfsmann skipulags-
nefndarinnar, og Þóri Daníels-
son, formann nefndarinnar, um
helstu niðurstöður sem fram
komu á ráðstefnunni, sem þótti í
alla staði vel heppnuð og undir-
búin.
Myndirnar eru teknar við upphaf ráðstefnunnar um skipulagsmál í Gamla bíói.
Ásmundur Stefánsson hélt yfirgripsmikla ræðu um skipulagsmálin. Karl Steinar
Guðnason var fundarstjóri og Snorri Konráðsson, ritari.
12 VINNAN