Vinnan - 01.05.1984, Qupperneq 17
Póllandi. Þótt ASÍ hafi metið stöðuna
eins og hún gerði, og með nokkrum
rétti, þá felldu iðnaðarmenn á mínum
vinnustað samningana, allir nema raf-
virkjar. Þeir voru líka felldir í Aburð-
arverksmiðjunni.
Svavar: Ég held að það sé rétt hjá
Sigmundi að margir misskildu þessa
undirskriftasöfnun. Þeir tóku hana sem
mótmæli gegn ríkisstjórninni, en ekki
eins og til var ætlast sem könnun innan
verkalýðshreyfingarinnar. Þessi skoð-
anakönnun stóð mjög skamman tíma,
þannig að þátttakan var í rauninni mjög
góð miðað við þann stutta tíma sem
hún stóð.
Oli: Þessi undirskriftasöfnun sannar
það sem ég tók fram áðan að hún sýnir
máttleysi í áróðri ASÍ. Þetta stóð allt of
stuttan tíma og ekki var hægt að sinna
verkefninu eins og þörf var á, og það
sýnir skipulagsleysi innan hreyfingar-
innar. Launaramminn var skipulagður
af atvinnurekendum og samið undir
járnhæl þeirra, þótt látið væri í veðri
vaka að samningar ættu að vera frjálsir.
Ef atvinnurekendur eða ríkisvaid
benda á leiðir út úr vanda þjóðfélags-
ins, eins og mörg dæmi eru um í fjöl-
miðlum, er ekki nóg að verkalýðs-
hreyfingin gagnrýni þessar ábendingar
heidur þarf hún líka að benda á aðrar
leiðir. Hinn almenni maður er hættur
að taka mark á sífelldri gagnrýni ef ekki
er um ieið bent á aðrar og betri leiðir
sem verkalýðshreyfingin vill stuðla
að.
ÓIi: Ef láglaiinabœlumar verða fram-
kvæmdar þannig að tekið sé úr einum
vasanum'og látið í hinn, þá þýðir það
kjaraskerðingu hjá sumum en ekki
launauppbót.
Hvað gerist 1. september?
Sigurjón: Hvað gerist svo 1. septem-
ber? Ef verkalýðshreyfingin heldur rétt
á spilunum næstu mánuði verður þá
ekki mun meiri skilningur og samstaða
meðal manna þegar samningsleiðir
opnast á ný 1. september?
Kjartan: Það verður sjálfsagt meiri
skilningur á samstöðu 1. september, en
ég er hræddur um að með þeirri stefnu
sem ríkisstjórnin hefur í efnahagsmál-
um og fiskveiðimálum að aðstæður
fólks verði lítið betri en núna. Ég hef
persónulega enga trú á því að ástandið
verði orðið það gott í september að fólk
fáist til átaka, en ég vona samt að svo
verði. Ég ætla ekki að fara að mæla
ríkisstjórninni bót, en ég held að fólk
langi til að sjá, þrátt fyrir alla kjara-
skerðinguna, hvað kemur út úr dæmi
ríkisstjórnarinnar. Fólk var orðið
þreytt á verðbólgunni, það eru alveg
hreinar línur.
Jón: Ég tel persónulega að 1. sept-
ember verði ekki vendipunkturinn í
þessum málum. Þá stendur fyrir dyrum
Alþýðusambandsþing og ég tel að við
eigum að nota tímann fyrir þingið og á
þinginu til að þjappa mönnum saman
og komast betur inn í málin. Það er
stærsti vettvangurinn sem við höfum til
þess. Ég vil vekja athygli á þeirri breyt-
ingu sem virðist orðin á samningsstöð-
unni gagnvart VSI. Þeir semja við ASÍ
og segja að þetta sé lokatilboð, en svo
þegar einstök félög eru búin að ríða á
vaðið með breytingar á þeim samning-
um, þá er VSÍ reiðubúið að breyta því
einnig í rammasamningi. Þetta getur
kannski gefið okkur sterkari stöðu 1.
september.
Svavar: Ég er sammála því sem Jón
segir um 1. september, ég held að það
verði ekki svo afgerandi dagur hjá
okkur. Hvernig stendur verðbólgu-
dæmið þá? Atvinnuástandið? Hvernig
stendur dæmið um endurskoðun ým-
issa sérákvæða félaga sem á að vera
lokið fyrir 31. ágúst? Ég vona samt að í
kjölfar þessara kjarasamninga muni
samstaðan eflast og hún verði meiri 1.
september en hún var í febrúar.
Sigmundur: Það má líka benda á að
1. september er fólk nýkomið úr sum-
arfríum. Ég sé því ekki núna að 1. sept-
ember verði afgerandi vendipunktur,
nema eitthvað mjög óvænt gerist.
Óli: I samningunum var samið um,
að það kæmi fjármagn frá ríkisvaldinu
til þeirra lægst launuðu. Ennþá liggur
ekki fyrir hvernig þetta verður fram-
kvæmt. Afkoma okkar getur oltið á
hvort hér verði bara um tilfærslur að
ræða - að það verði tekið úr öðrum
vasanum og látið í hinn. Þetta getur
beinlínis þýtt kjaraskerðingu hjá sum-
um en ekki launauppbót. Það er þegar
búið að veikja samstöðu verkafólksins
með því að gangast undir þetta men,
það er búið að niðurlægja það með því
að gangast undir það að halda áfram að
greiða niður verðbólguna. Það er búið
að draga úr fólki kraft. Samkvæmt
VINNAN 17