Vinnan - 01.05.1984, Side 19
,, Félagsmálaskólinn er nauðsynlegur, en við þurfum að gera stórkostlegt fræðslu-
átak úti í félögunum ...“
málum og ég tel nauðsynlegt að skólinn
sé nýttur eins og hægt er og efldur eins
og hægt er. Þetta er gagnleg og góð
stofnun.
Jón: Menn einblína of mikið á Fé-
lagsmálaskólann sem slíkan. Skólinn er
vissulega mjög nauðsynlegur þáttur í
starfseminni en það sem okkur vantar
miklu, miklu fremur eru námskeið út í
félögunum til að virkja fólkið í félög-
unum. Það er sú fræðsla sem við eigum
nú að leggja áherslu á, og ég legg til að
við ákveðum sérstakt fræðsluár,
fræðsluátak. Ég er ekki að rýra skól-
ann, því hann er nauðsynlegur, en við
þurfum að gera stórkostlegt fræðslu-
átak úti í félögunum.
Svavar: Skólinn er mjög góð stofnun
og þörf. Námsefnið er mjög gott og við
höfum mikið gagn af að fara í gegnum
það. Þó eru sterkustu áhrifin sem ég hef
orðið fyrir hér þau að hitta fólk af öll-
um landshornum og úr mörgum starfs-
greinum. Ég held að allir þeir sem hér
eru hafi fengið aukinn skilning á nauð-
syn samstöðu innan hreyfingarinnar.
Sigmundur: Já, ég er sammála því
sem Jón var að segja um eflingu fræðslu
hjá félögunum, ekki síst í framsögn og
ræðumennsku, því það eitt hjálpar fólki
að vinna saman. En það getur orðið
erfitt að fá fólk til að sækja námskeiðin,
og þyrfti eflaust að reka töluverðan
áróður fyrir gildi fræðslunnar. Hann
Svavar er eiginlega búinn að segja það
sem ég vildi sagt hafa um Félagsmála-
skólann. Ég vil þó bæta við að það er
auðséð að þegar þeir, sem hér hafa
verið, koma heim í félögin reynast þeir
stórum virkari en áður en þeir fóru, og
mesta breytingin er hjá þeim sem klára
hér 1.önn.
Óli: Skólinn er liður í þessu fræðslu-
starfi sem við erum að ræða, en samt
ekki nema hluti af því. En áróðursvél
atvinnurekenda stefnir að því að gera
okkur erfitt fyrir í fræðslumálum með
því að draga njður Iaunin. Afleiðingin
er sú að við þurfum að vinna lengri
vinnudag til að hafa fyrir nauðþurftum
og þá verður minni tími til að sinna
fræðslu. Þetta spinnur saman. Það þarf
að skapa fólkinu tíma svo það geti sinnt
fræðslumálum.
Jón: Mig langar að nefna hér hug-
mynd sem við höfum aðeins verið að
ræða, og það er að við hefðum fleiri
brautir á 3ju önn, þannig að menn geti
farið oftar en einu sinni á 3ju önn og
valið milli námsefna.
Kjartan: Það er í samningum að
heimilt er að senda trúnaðarmenn einu
sinni á ári á námskeið á launum, og mér
finnst að Félagsmálaskólinn eigi að fá
sama sess. Einstaka vinnuveitendur
greiða laun meðan fólk er í skólanum,
t. d. minn vinnustaður, en ef þetta yrði
samningsbundið yrði skólinn eflaust
betur sóttur.
Svavar: Ég vil minna á að MFA býð-
ur upp á námskeið sem við getum feng-
ið inn í félögin og það er kannski okkar
skylda, sem hér höfum verið, að stuðla
að því að félögin notfæri sér þessi til-
boð.
Óli: Ég hlýt að benda á þá staðreynd
að forsvarsmenn margra félaga hafa
ekki séð ástæðu til að fara í Félags-
málaskólann. Ég vil benda þeim á að
námsefni og kennslutæknin er alltaf að
breytast og þeir ættu kannski ekkert
síður en við erindi hingað.
Nefnd til undir-
búnings
kröfugerð
Sjötta þing Landssambands iðnverka-
fólks samþykkir, að skipa 10 manna
nefnd, með einum fulltrúa frá hverju
félagi og einum frá sambandinu, til að
endurskoða samningana og undirbúa
kröfugerð.
Nefndin taki til starfa strax og félög-
in hafa tilnefnt fulltrúa.
Stuðningur
við SÓKN
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
„6. þing Landssambands iðnverka-
fólks haldið að Hótel KEA Akur-
eyri 30.-31. mars lýsir yfir stuðningi
við félagsmenn Sóknar í baráttu
þeirra fyrir bættum kjörum og bar-
áttu þeirra fyrir dagvistun barna til
jafns við hjúkrunarfólk." Flutnings-
menn voru Sigurbjörg Sveinsdóttir
og Sigríður Skarphéðinsdóttir.
Ráðstefna um
tölvu- og
tækniþróun
Sjötta þing Landssambands iðnverka-
fólks, haldið á Akureyri 30. og 31.
mars 1984, samþykkir að haldin verði
ráðstefna um áhrif tölvu- og tækniþró-
unar í iðnaði. Ráðstefnan verði haldin í
byrjun árs 1985.
Hvert félag skal bera allan kostnað
af þeim fulltrúum, sem það sendir á
ráðstefnuna.
VINNAN 19