Vinnan - 01.05.1984, Page 22
bóta í stað óskertrar tekjutryggingar.
Einnig teljast skilyrðin uppfyllt þó
fólk undir 25 ára aldri eða eldra
dvelji á heimilinu óákveðinn tíma
enda sé ekki um að ræða að það eigi
sér þar lögheimili. Hér gæti t. d. verið
um það að ræða að námsfólk dvelji
hjá ellilífeyrisþega eða hann leigi út
herbergi.
Heimild til að fella niður ársfjórð-
ungsgjald af síma nær einnig til þeirra
ellilífeyrisþega sem eiga heima í
leiguíbúðum sveitarfélaga eða leigja
á annan hátt, þeirra sem eiga heima í
vernduðum íbúðum og á dvalar-
heimilum - enda uppfylli þeir að
öðru leyti ákvæði reglugerðar.
Pótt fólk hafi þessi réttindi skapar
það á engan hátt forgangsrétt til að fá
síma umfram aðra umsækjendur.
Umsóknareyðublöð liggja frammi
á póst- og símstöðva
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
póst- og símstöðvum um allt land og sjá
þær stofnanir um að undanþága fáist og
eru því umsóknirnar lagðar þar inn.
Fasteignagjöld
I lögum um tekjustofna sveitarfélaga er
ákvæði þess efnis að sveitarstjórnum sé
heimilt að fella niður fasteignaskatt af
efnalitlum ellilífeyrisþegum og lífeyris-
þegum sem ekki hafa verulegar tekjur
umfram ellilífeyri.
Efnalítið eldra fólk
Það er því háð vilja hverrar sveitar-
stjórnar hvort þessi heimild.er nýtt eða
ekki. Sjálfsagt er að fara þess á leit við
viðkomandi sveitarstjórn ef menn telja
sig falla undir ákvæði laganna.
Allflest sveitarfélög fara eftir heim-
ildinni ef sótt er um. í Reykjavík eru
settar ákveðnar viðmiðunarreglur ár
hvert og kemur undanþága af sjálfu sér
þar eð framtalsnefnd Reykjavíkur-
borgar yfirfer öll skattframtöl ellilíf-
eyrisþega í umboði borgarráðs og veitir
undanþágu eða lækkun fasteignaskatts
eftir settum reglum miðað við tekjur.
Heimildin til lækkunar á fasteigna-
skatti nær ekki til annarra gjalda á fast-
eignaseðli en fasteignaskattsins.
/
Utvarp og
sjónvarp
Þeir ellilífeyrisþegar, sem njóta upp-
bótar á lífeyri, geta fengið undanþágu
frá því að greiða afnotagjald af útvarpi
og sjónvarpi. Fólk verður að búa eitt og
hafa einungis sjálft afnot af þessum
fjölmiðlum til að fá gjöldin felld niður.
Vottorð um að fólk njóti uppbótar á
lífeyri fást hjá Lífeyrisdeild Trygginga-
stofnunar ríkisins og í umboðum henn-
ar úti á landi.
Fetta vottorð skal sent
Innheimtustofnun útvarps
og sjónvarps
Laugavegi 176
105 Reykjavík
Umsókn verður og að fylgja með.
Starfsmenn almannatrygginga senda
bæði umsókn og vottorð ef um er
beðið.
Veistu...
að fleiri en ætla mætti veita eldra fólki
afslátt af ýmiss konar vöru og þjónustu.
Veistu...
að Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleik-
húsið veita ellilífeyrisþegum afslátt á
miðaverði.
Veistu...
þar sem strætisvagnaferðir eru í þétt-
býli er ellilífeyrisþegum veittur afslátt-
ur af farmiðum eða þá þeir geta ferðast
ókeypis.
Veistu...
að Akraborgin veitir ellilífeyrisþegum
afslátt af fargjaldi.
Veistu...
að ellilífeyrisþegar fá afslátt af vega-
bréfi.
Veistu...
að flugfélög veita afslátt af fargjöldum
með vissum skilyrðum.
G.R.
22 VINNAN