Vinnan - 01.05.1984, Qupperneq 27
„Hef haft mikið gagn
af fræðslunni hér44
Færeyingurinn Jogvan D. Poulsen frá Sandur í Færeyjum
var meðal þeirra sem sóttu 3ju önn Félagsmálaskólans nú í
aprílmánuði. Jogvan þekkir vel til mála hér á íslandi, því
hann var hér sjómaður og auk þess er hann af íslenskum
ættum í móðurætt.
— Amma mín hét Jóhanna Árnadóttir
og var frá Litlu-Breiðuvík á Eskifirði,
ættuð frá Karlsskála. Hún og kona Jó-
hannesar Paturssonar voru systkina-
börn. Ég er því íslenskur í aðra ættina
og á margt frændfólk á Islandi.
Ég kom fyrst til íslands 18 eða 19 ára
gamall, mitt í stríðinu, að mig minnir
árið 1942. Við komum á trillu og rérum
frá Fáskrúðsfirði. Parna voru einir 8
færeyskir bátar þetta sumar og seldum
við aflann um borð í færeyskar skútur
sem síðan sigldu með aflann. En það
gekk ekki vel þetta sumar. Við misstum
mörg skip sem voru í siglingum, þau
voru ýmist skotin niður eða sigldu á
tundurdufl. Við urðum að hætta sigl-
ingum með fisk til Englands og ég kom
mér heim aftur.
— Ég kom samt hingað sumarið eftir
og gerði þá út frá Neskaupstað, var á
snurvoð með manni sem heitir Gísli
Bergs. Ég var hjá honum tvö sumur en
síðar sótti ég sjó frá Höfn í Hornafirði,
Þorlákshöfn og víðar.
— Af hverju komstu svona oft hing-
að?
— Mér líkaði afar vel að vera hér, og
fannst gott að vinna með íslendingum.
Svo voru það ættartengslin sem drógu
mig hingað.
— Hvenær hófstu störf fyrir verka-
Iýðshreyfinguna í Færeyjum?
— Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
verkalýðsmálum og var einn þeirra sem
stofnaði verkalýðsfélagið heima á
Sandi árið 1961. Við höfðum áður
reynt að stofna félag, en það hafði ekki
tekist. Við sem bjuggum þarna vorum
flestir sjómenn og þurftum að fara til
starfa í aðrar verstöðvar, þannig að það
var erfitt um félagslíf. Ég var formaður
félagsins fyrstu árin, en varð síðan að
segja af mér vegna þess hve ég var mik-
ið í burtu. Ég byrjaði að vinna aftur í
landi um 1970, og þá var ég aftur kos-
inn formaður félagsins og hef verið það
síðan.
Ég hef einnig setið í stjórn Föroyar
Arbeiderfélag, sem er samsvarandi og
ASÍ. Það var stofnað árið 1925 og nú
eru 38 félög aðilar að FA og félags-
menn um 7.500.
- Hvernig hefur þér svo líkað vistin á
Félagsmálaskólanum?
- Afar vel og ég hef haft mikið gagn
af þessari fræðslu hér. Ég hef verið á
samskonar námskeiðum í Danmörku
og heima í Færeyjum. Við stofnuðum
okkar MFA árið 1982 og heitir það
Upplýsingafélagsskapur verkamanna.
Fræðsla á borð við þá sem við höfum
fengið hér er mjög nauðsynleg, því
verkafólk veit almennt of lítið um rétt-
indi sín og störf. Ennþá finnst mér allt
of margir sem ekki skilja þýðingu þess-
ara námskeiða. Sá sem vill læra getur
haft mikið gagn af slíkum námskeiðum.
— Nú eru að mörgu leyti mun betri
lífskjör í Færeyjum í dag en við njótum
hér á íslandi. Hefðirðu áhuga á að
vinna hér, miðað við launin sem eru í
boði?
Verkamannalaun 56
færeyskar, þ. e. um 168
íslenskar
— Nei, en það var mikill munur á kjör-
um ykkar og okkar fyrstu árin sem ég
starfaði hér. Við komum líka til íslands
vegna atvinnuleysis heima fyrir. Fyrir
stríð áttum við fyrst og fremst skútur.
Láglaunakönnun
Niðurstöður láglaunakönnunar kjararannsóknar-
nefndar hafa verið gefnar út í bókarformi. Bókin
fæst hjá kjararannsóknarnefnd Borgartúni 22 Rvk.
og kostar kr. 300.
Bókina er einnig hægt að panta gegnum síma.
KJARARANNSÓKNARNEFND
VINNAN 27