Vinnan - 01.05.1984, Side 33
og getur því sameinast um ferðalög út
frá Gilleleje að eigin ósk. Sem dæmi um
verðmismuninn má nefna að í ár kostar
þessi ferð aðeins 9,200 en kostaði í
fyrra 13. 800.
A örstuttum tíma sóttu 892 manns
um að komast í þessar ferðir en sæta-
framboð okkar var um 500 sæti og þar
af voru 405 sæti sem tengdust sumar-
húsadvöl. Það er því á valdi félaganna,
sem hafa látið af hendi hús, að ákveða
hvaða félagsmenn innan þeirra raða fá
hús og hverjir verða að láta sér lynda
ferð til Kaupmannahafnar án húss, en
þau sæti kosta ekki nema 6.500.-
Fleiri ferðamöguleikar
Þegar ljóst var að svona mikill áhugi
var á ferðum til Kaupmannahafnar
höfðum við samband við Samvinnu-
ferðir og sömdum um ein 200 sæti til
viðbótar þann 13. júní, 4. júlí og 26. júlí
með vélum Flugleiða. Þessar ferðir
getum við boðið á sama verði og rauður
apex er boðinn á, eða kr. 9.660. Þá
erum við að ná samkomulagi um sæti í
ferð til Norður Svíþjóðar þann 14. júlí,
en við vitum ekki enn verð og mögu-
leika á gistingu, bílaleigubílum o.s.frv.
— Hvernig hugsarðu þér fram-
kvæmdina næsta ár, miðað við þessar
grundvallarbreytingar?
— Við stöndum nú frammi fyrir því
vandamáli að verða að raða saman
fólki í húsin í Danmörku sem kannski
ekki þekkist og er ekki í sama stéttar-
félagi. Þetta er auðvitað smávægilegt
vandamál, en næsta ár kynnu þau félög,
sem láta hús af hendi, að fá umráðarétt
yfir húsunum í Danmörku og ákveðinn
sætafjölda að auki. Félögin myndu sjálf
auglýsa hve mikið þau hafa til ráðstöf-
unar af sætum og úthluta sætunum án
okkar milligöngu. Þetta er enn á um-
ræðustigi.
Meiri fjölbreytni?
— Er ekki hægt að semja við fleiri
þjóðir en Dani um skipti á sumarhús-
um?
— í haust verður haldinn hér árs-
fundur Nordisk Folkeferie og þá mun-
um við taka málið fyrir. Staðreyndin er
sú að Danir eru komnir lengst í skipu-
lögðum orlofsbúðum, en við hljótum
að geta gert einhverja samninga við
Norðmenn og Svía og þá ekki síst
Finna, en við höfum mikinn áhug á að
efla tengslin við þá. S.J.
SMÁAUGLÝSINGAÞJÓIMUSTA
VIDGETUM
IHT ÞER SPORIN
OG AUDVEIDAD DÉR FYRIRHÖFN
Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá
um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti
upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi
virka daga kl. 9—22
OPIÐ: laugardaga 9—14
sunnudaga kl. 18—22
Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og
þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17.
SÍMINN ER 27022.
ATHUGIÐ
Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði
þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17föstudaga.
SMAAUGLÝSINGADEILD,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.
• Afsöl og sölutilkynningar bifreiða
• Húsaleigusamningar (löggiltir)
• Tekið á móti skriflegum tilboðum