Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 7
I. Árferði og' almenn afkoma.
Tíðarfarið á árinu 1936 var mismunandi eftir landshlutum, fremur
óhagstætt á Norður- og Norðausturlandi, en hagstæðara sunnanlands
og suðvestan. Loftvægið á öllu landinu var 0,8 mm yfir meðallag.
Meðalhiti ársins var 1,1° yfir meðallag, frá 0.5° í Kvígyndisdal til 1,8° í
Húsavík. Sjávarhitinn var 0,9° yfir meðallag, frá 0,1° við Stykkishólm
til 1,4° við Grímsey. Úrkoman á öllu landinu var 9% yfir meðallag,
víðast í meðallagi eða litið eitt neðan við meðallag á Suðvestur-,
Suður- og' Austurlandi, en allt að 47% meiri en meðallag norðanlands.
Mest ársúrkoma mældist í Vík í Mýrdal, 1973 mm, en minnst 372
mm á Grímsstöðum. Veturinn (1935—’36 des.—marz) var mjög óhag-
stæður á Norður- og Norðausturlandi. Snjór var þar með afbrigðum
mikill og hagleysur. Á Suður- og Suðvesturlandi var snjólétt og frem-
ur hagstætt tíðarfar. Hitinn var til jafnaðar í meðallagi og úrkoma
18% neðan við meðallag, víða um hálf meðalúrkoma sunnanlands og
vestan og vestantil á Norðurlandi, en rúmlega tvöföld meðalúrkoma á
einni stöð norðanlands. Snjólagstalan var 5 yfir 5 ára meðaltal á öllu
landinu, en hagatalan 11 fyrir neðan 5 ára meðaltal. Vorið (apríl—
maí) var hlýtt og yfirleitt hagstætt. Vetrarsnjór var þó mikill norðan-
lands í apríl, en leysti ört I maí. Gróðri fór þá mjög vel fram. Hiti var
til jafnaðar 25° yfir meðallag og úrkoma 18% neðan við meðallag.
Sumarið (júní—sept.) var lengst af hlýtt, en nokkuð votviðrasamt,
einkum á Norður- og Norðausturlandi, sunnanlands var úrkoma ná-
lægt meðallagi og heyskapartíð mjög góð í júlímánuði. Heyfengur var
víðast talinn í meðallagi. Lofthitinn var 1,6° yfir meðallag og úrkoma
39% meiri en meðallag. Sólskin I Reykjavík var 42 stundum lengur
en meðaltal 13 undanfarinna sumra. Haustið (okt.—nóv.) var lengst
af hlýtt, en óstöðugt og úrkomusamt. Hiti var til jafnaðar 1,7° yfir
meðallag og úrkoma 58% meiri en meðallag. Snjólagstalan var 12 fyrir
neðan 5 ára meðaltal og hagi heldur betri en í meðallagi.
Árið var, ekki síður en hin næstu fyrirfarandi, erfiðleikaár fyrir
afkomu landsinanna. Gætti þess mest við sjávarsíðuna, er ofan á
viðskiptaörðugleikana bættist eindæma aflaleysi á þorskveiðum. Nam
aflinn ekki meiru en 42% af aflanum árið fyrir, sem þó var óvenju-
legt aflaleysisár. Munaði litlu, þó að fiskverð færi lítið eitt hækkandi.
Síldveiðarnar bættu hins vegar nokkuð um. Landbúnaði vegnaði
betur, og voru afurðir hans í góðu verði. Atvinnuleysi verkafólks