Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 8
6
jókst nokkuð, þrátt fyrir þá viðleitni, sem þó bar nokkurn árangur,
að efla innlenda iðnaðarstarfsemi, auk þess sem reynt var að hamla
á móti með opinberum, verklegum framkvæmdum. Verðlag á nauð-
synjavarningi innanlands hækkaði nokkuð, og var vísitala Hagstof-
unnar um framfærslukostnað í Reykjavík 242, en 232 árið áður.
Kaupgjald verkafólks hélzt óbreytt.
Læknar láta þessa getið:1)
Hafnarfj. Afkoma fólks 1 Hafnarfirði fer stöðugt versnandi vegna
atvinnuleysis og dýrtíðar. Þó hefir bæjarstjórn gert allt, sem hún
hefir getað, til þess að hjálpa fólkinu. Bærinn hefir vaxið of ört. Fólk
kom hingað unnvörpum, þegar útlendir farfuglar ráku hér stórút-
gerð. En þeir voru hér skamma stund og hurfu aftur, þegar þeir
græddu ekki nógu mikið. Fólkið situr eftir.
Skipaslcaga. Vegna þess hve vetrarvertíðin brást, var afkoma manna
með versta móti. Afli var svo rýr, að fádæmum sætti. Útgerðarmenn
biðu mikið tjón. Verulegur atvinnuskortur var þó eigi. Margir fóru
norður í síld, aðrir í kaupavinnu, og fjöldi kvenna og karla höfðu
góða atvinnu við síldina heima. Enginn skortur á matvælum fremur
en vant er.
Borgarfj. Mikill skuggi hvílir yfir afkomu bænda, þar sem er Deild-
artunguveikin svonefnda. Eru allar horfur á, að fjöldi bænda neyðist
til að farga öllu fé sinu næsta haust. Aukin mjólkurframleiðsla og
garðrækt, refarækt og alifugla getur hjálpað nokkuð. Garðrækt færist
í aukana, en þó fer því fjarri, að kál sé ræktað almennt enn. Stórt
gróðurhús hefir verið reist á Kleppjárnsreykjum, hitað með hveravatni.
Borgarnes. Árferði i meðallagi. Mikill vágestur er hin svokallaða
Deildartungufjárpest, sem þegar hefir gert vart við sig í mínu héraði.
Afkoma manna virðist annars ekki hafa versnað. Garðrækt hefir
mjög aukizt, og býst ég við, að héraðið hafi nægilegt fyrir sig af
kartöflum og rófum.
Ólafsvíkur. Afkoina slæm þetta ár í sjóþorpunum, því að afli brást
eins og árin á undan. Ræktun allmikil hér í Ólafsvík, og kýr allmargar
í báðum þorpunum. Bætir sá búskapur viðurværið og forðar fólki frá
sulti. Aftur á móti er það mjög klæðlítið.
Dala. Frá ársbyrjun voru frosthörkur miklar, og ísalög á Gils- og
Hvammsfirði hindruðu algerlega skipagöngur til aprílloka. Varð því
nokkur skortur á nauðsynjavörum um miðbik vetrarins. Verzlunar-
ár eitt hið bezta í langa tíð, sakir hækkunar á afurðaverði, og yfirleitt
má árið teljast talsvert yfir meðallag' um almenna afkomu.
Flatcgjar. Árferði gott til landsins, en til sjávarins lakara. Afkoma
heldur erfið, einkum þeirra manna, er aðallega byggja á vinnu sinni
(eyrarvinnu).
Bíldudals. Fénaðarhöld bænda og kaupskapur yfirleitt hagstæður.
Margir hafa aukið garðrækt hjá sér. Hinsvegar hefir sjávarútvegur
brug'ðizt. Atvinna hefir mjög' brugðizt verkafólki í kauptúninu á
Bíldudal.
1) Ársskýrsklur (yfirlitsskýrslur) hafa borizt úr öllura héruðum nema Rvik,
Stykkishólms, Siglufj. og Húsavíkur.