Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 10
8
Höfðahvcrfis. Afkoma manna var sæmileg.
Reykdivla. Almenn afkoma fremur góð. Enginn mun hafa liðið skort.
Öxarfj. Að því er ég frekast veit, var árið í heild sinni héraðsbúum
gott, og ég hygg, að þeir hafi haft rýmri hendur fjárhagslega en
undanfarið.
Þisiilfj. Afkoma manna batnandi.
Vopnafj. Afkoma bænda mun hafa orðið nokkru betri en undan-
farin ár. Fiskafli fremur rýr. Mistök urðu allmikil viðvíkjandi út-
gerðinni, og fékkst kaupgjald og hlutur ekki greitt nema að nokkru
leyti á árinu. Urðu af þessu allveruleg vandkvæði í kauptúninu.
Hróarstungu. Afkoina manna yfirleitt betri en árið áður.
Fljótsdals. Afkoma manna svipuð og árið áður.
Seyðisfj. Landbúnaðinum vegnaði betur þetta ár en mörg undan-
farin. Varð einnig kaupstaðnum til hagsbóta, því að jarðrækt eykst
hér árlega. Aftur á móti var árið mesta aflaleysisár, og verðlag á
fiski þar að auki slæmt, svo að allir þeir, sem áttu afkomu sina undir
sjávarútveginum, urðu ver úti en nokkru sinni áður.
Norðfj. Framhald þeirrar fiskitregðu, sem undanfarið hefir þjakað
Austurland. Sveitabúskapurinn sami baslbúskapurinn og áður.
Fáskrúðsfj. Afkoma fólks með lélegasta móti vegna aflaleysis. Mesta
aflaleysisár, sem komið hefir nú langa lengi. Meðaltekjur manna í
Búðakauptúni síðastliðið ár um 800—1000 kr., og margir hafa minna.
Berufj. Afkoma í þorpinu með lélegasta móti, og olli því eindæma
fiskleysi. Afkoma til sveita aftur á móti góð.
Hornafj. Afkoma með bezta móti í héraðinu, nema þeirra sárfáu,
sem að verulegu leyti byg'gja á útgerðinni.
Síðu. Gott árferði og hækkað afurðaverð gerði afkomu bænda hér
betri en hún hefir verið undanfarandi ár.
Vestmannaeijja. Þorskafli með minnsta móti um margra ára skeið.
Afkoma almennings með erfiðara móti vegna aflatregðu og sölu-
vandræða fisks. Kaupgeta fer þverrandi, en álögin vaxa. Bæjar-
þyngsli eru mikil, og atvinnulausir voru skráðir í nóvember um 400
manns, meirihlutinn heimilisfeður. Hér er um mikið alvörumál að ræða
fyrir þetta bvggðarlag. Hörmulegast af öllu er, að ungu kynslóðinni
virðast flest sund lokuð, því að af eðlilegum ástæðum ganga heimilis-
feður fyrir vinnu, en ungum og upprennandi mönnum er þess varnað
að geta myndað heimili. Eitthvert erfiðasta viðfangsefni þessa byg'gð-
arlags er, hvernig búa eigi í haginn fyrir ungu kynslóðina, svo að
hún þurfi ekki að hrökklast héðan út í óvissu.
Rangár. Með hagstæðari árum fyrir bændur nú um alllangt skeið.
Eyrarbaklca. Afkoma héraðsbúa farið batnandi 2 síðustu árin, og
áreiðanlega hvergi verið skortur á nauðsynjum til fæðis og klæða,
svo að af því gæti stafað sjúkleiki.
Grímsnes. Efnahagur bænda stendur völtum fótum, en enginn þarf
að líða skort.
Keflavíkur. Afkoma manna mun lakari þetta ár en undanfarin ár,
þar eð fiskveiðar gengu ver en áður, og aflasala var treg.