Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 14
12
/ þvagfærunum:
Áköf nýrnabólga (nephritis acuta) .......... 1
Langvinn nýrnabólga (nephritis chronica) . . 22
Sjúkdómar í blöðrukirtlinum (hypertrophia
prostatae etc.) ......................... 4
Aðrir þvagfærasjúkdómar ................... 6
Sjúkdómar í gelnaðarfærum kvenna, ekki staf-
andi af barnsþgkkt né barnsburði:
Eggjastokksæxli (cystoma ovarii) ..... 2
Sjúkdómar, stafandi af barnsþgkkt og barnsburði:
Utanlegsþykkt (graviditas extrauterina) .... 1
Blóðlát um eða eftir fæðingu (hæmorrhagia
puerperalis) .............................. 1
Aðrir fæðingarsjúkdómar ................... 1
Óþekkt dauðamein ................................ 18
Dánarorsakir skiptast þannig niður, þegar taldar eru í röð 10 hinar
algengustu: %0 allra %0 allra
mannsláta landsmanna
Ellihrumleiki . 196 156,4 1,7
Berklaveiki . 157 125,3 1,3
Krabbamein og sarkmein . 149 118,9 1,3
Hjartasjúkdómar . 110 87,8 0,9
Lungnabólga . 102 81,4 0,9
Slys . 102 81,4 0,9
Heilablóðfall 84 67,0 0,7
Mislingar 55 43,9 0,5
Meðfætt fjörleysi ungbarna ... 43 34,3 0,4
Nýrnabólga 23 18,4 0,2
Önnur og' óþekkt dauðamein . . 232 185,2 2,0
Dánartala ársins er 10,8%o og er drjúgum lægri en síðastliðið ár,
(12,2%0), en þá var dánartalan hærri en hún hafði orðið síðan 1927
(12,o%c). Lægst varð dánartalan 1933 (10,3%c). Ungbarnadauðinn er
miklu lægri en næstliðið ár 46,9%c (1935: 67,8%c, 1934: 52,8%c, 1933:
42,3%c, og var þá lægstur, er hann hefir nokkurntíma orðið).1)
Berkladauðinn er svipaður og á síðastliðnu ári, í,3%0 (1935: 1,3%e,
1934: 1,4%0, 1933: í,5%0, en þá féll hann skyndilega, eftir að hafa
verið árum saman í efstu röð dánarmeina, og var það ár í þriðju
röð, en er nú í annari. Dauði úr krabbameini er einnig svipaður og
áður, 1,3%oc (1,3%o) ■
Hin háa dánartala ungbarna á síðasta ári hefir orðið til þess, að
skrifað hefir verið um aukinn ungbarnadauða á Islandi á þann hátt,
að vekja mætti nokkurn ótta. Jafnframt hefir þess verið getið til, að
„hinn aukni ungbarnadauði“ stæði í sambandi við óheilnæmt matar-
æði þjóðarinnar, sem nú mundi fara árlega versnandi. Um ungbarna-
dauðann hér á landi er það að segja, að eðlilegt er, að á honum sé
meiri öldugangur en í nágrannalöndunum fyrir það, að tvær skæðar
barnafarsóttir, kikhósti og' mislingar, sem þar eru meira og minna
1) Sbr. neðanmálsgrein á bls. 9.