Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 15
13
landlægar, ganga hér yfir stórum og sjaldan með ára millibili. Reyn-
ast kikhóstafaraldrarnir einkum mjög líí'shættulegir ungbörnum, og
þó að mislingarnir séu það síður beinlínis, munu þeir ekki miður en
kikhósti geta átt þátt í að veikla mótstöðuafl ungbarna gegn öðrum
sjúkdómum og á þann hátt stutt að því að auka ungbarnadauðann.
Þegar vér að þessu leyti berum oss saman við nágrannalöndin, megurn
vér því ekki ofmetnast, þó að dánartala ungbarna hér sé einstök ár
tiltakanlega lág, en þá ekki heldur örvænta þó að hún hækki við og
við, meðan það er af jafn eðlilegum ástæðum og verið hefir. Eftir
farandi línurit um ungbarnadauðann á íslandi 1911—1936 er lær-
dómsríkt um þetta, og er þegar bert, að „topparnir“ fylgja greinilega
aðal kikhósta- og mislingafaröldrunum.
Hagstofan gat því miður ekki látið í té sundurliðun á ungbarnadauð-
anum eftir árum og sjúkdómum yfir tímabilið 1911—1920. En á tíma-
bilinu 1921—1936 deyja ungbörn úr kikhósta og mislingum árlega sem
hér segir: 1921: k. 5; 1922—1925: 0; 1926: k. 1, m. 3; 1927: k. 96;
1928: k. 3, m. 3; 1929: m. 4; 1930: 0; 1931: k. 1; 1933—1934: 0;
1935: k. 79; 1936: k. 1, m. 13. Á árunum 1911—1920 deyja samtals
130 ungbörn úr kikhósta, en ekkert beinlínis úr mislingum. Á árunum
1921—1935 deyja 186 úr kikhósta og 10 úr mislingum. Og loks á
árinu 1936 1 úr kikhósta og 13 úr mislingum. Virðast þessar far-
sóttir hafa verið ungbörnum skæðari síðara tímabilið en hið fyrra,
sem kann að einhverju leyti að stafa af þvi, að fyrir auknar sam-
göngur ná nú landfarsóttir yfir stærri og stærri hluta landsins og
þannig til fleira fólks en áður, en ekki er ólíklegt, að nákvæmari upp-
lýsingar um dánarmein geri og nokkuð að verkum. Á línuritinu er
markaður með rofinni línu ungbarnadauðinn á árunum 1921—1936,
að frádregnum kikhósta- og' mislingadauðanum. Fljótfærnislegt væri