Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 16
14
að álykta, að ef kikhósti og mislingar hefðu ekki gengið, mundi ung-
barnadauðinn hafa fylgt rofnu línunni, því að úr þessum sóttum deyr
að sjálfsögðu ekki fátt af ungbörnum, sem annars mundu hafa dáið
úr öðrum kvillum, og sennilega fleiri en að réttri tiltölu. Þó vegur
hitt á móti, að báðar þessar sóttir eru líklegar til að hækka ekki
óverulega dánartölur ýmissa annara ungbarnasjúkdóma. Öll línan
veit sýnilega hægt og hæg't niður á við og kikhóstatopparnir líka. Er
eftirtektarvert, að kikhóstinn 1935, sem er sennilega útbreiddasti kik-
hóstafaraldur, sem gengið hefir yfir landið, ýtir dánartölu ungbarna
ekki nándar nærri eins hátt upp og næst síðasti kikhóstafaraldur, og
leið þó öllu iengri tími á milli faraldursins 1935 og hins næsta á und-
an (1927) en á milli þess faraldurs og hins næsta þar á undan. Senni-
lega teija þó hagfræðingar, að ekki verði ráðið af dánartölum ung-
barna hin síðustu ár, að raunveruleg skilyrði fyrir lækkandi ung-
barnadauða séu fyrir hendi, en hitt er áreiðanlega fjær sanni, að þær
bendi til þess, að ástæður séu að skapast fyrir hinu gagnstæða.
Það er og af ókunnugleika, að því er haldið fram, að mataræði
þjóðarinnar fari nú hrakandi, að því er til hollustu kemur, og þannig,
að áhrif geti haft til hækkunar á dánartölu ungbarna. Látum liggja á
milli hluta deiluna um hollustu mataræðis nútímans og mataræðis
á öldinni sem leið og fyrir þann tíma. En að svo miklu leyti sem
henda má reiður á kenningum um heilbrigðisgildi matvæla, getur það
ekki dulizt fyrir kunnugum mönnum, sem muna 20—30 ár aftur í
tímann, að á þvf tímabili hafa orðið stórkostlegar framfarir í þess-
um efnum og langmestar hin síðustu ár. Má þar til nefna stórum
aukna neyzlu nýmetis, garðávaxta og grænmetis, en einkum hina
stórkostlega auknu mjólkurneyzlu í kaupstöðum og þorpum, sem
mjólkurleysið var áður svo einkennandi fyrir, að bústaðirnir og íbú-
arnir drógu nafn sitt af (þurrabúðir, þurrabúðarfólk). Líklegra er,
að ungbörnin í landinu njóti fremur en gjaldi þessara breytinga á
mataræði mæðra sinna, auk jiess sem þeim kemur að haldi beinlínis
þegar á 1. aldursári, að því ógleymdu, að svo mjög sem enn kann á að
skorta heilsusamlegt eldi ungbarna, miðað við þá þekkingu, sem fyrir
hendi er, hefir það áreiðanlega aldrei verið rækt betur en nú eða náð
til hlutfallslega fleiri barna.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. í Hraunhreppi fækkar fólki alltaf. Þar hefir enginn fæðst
samkvæmt skýrslu prests og ljósmóður, og aðeins ein kerling dáið á
níræðisaldri. 9 hafa flutzt burtu. Þarna situr prestur, ljósmóðir og
barnakennari yfir þessum fáu sálum.
Bíldudals. Börn hafa fæðst fleiri en mörg undanfarin ár. Mann-
dauði með minnsta móti.
Miðfj. Fæðingum fer alltaf heldur fækkandi.