Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 18
16
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—27.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
S júklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl......... 1640 2456 5249 5415 5151 4330 3909 4090 6036 4175
Danir ........ ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, 1 1
Ivverkabólga gerði með minna móti vart við sig, og óvíða bar á
eiginlegnm faröldrnm.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Lítilsháttar alla mánnði ársins, en mjög væg.
Borgarjj. Enginn faraldur.
Borgarnes. Fátíðari og vægari en næsta ár á undan.
Þingegrar. Með minnsta móti.
Isafj. Er hér alla mánuði ársins.
Ögur. Aðeins nokkur væg tilfelli.
Hcstegrar. Örfá væg tilfelli.
Regkjarfj. Nokkur dreifð tilfelli, frekar væg.
Hólmavíkur. Gekk öðru hverju framan af árinu.
Miðfj. Verður nokkuð vart allt árið, mest í desember. Var það eink-
um i sambandi við kvefsótt, er þá gekk í Reykjaskóla, og fengu nokkrir
angina abscedens.
Blönduós. Var með allrafátíðasta móti.
Hofsós. Hefir stungið sér niður öðru hvoru.
Ólafsfj. Dreifð tilfelli.
Svarfdæla. Stakk sér niður á stöku stað 3 fyrstu mánuði ársins.
í desember gekk hún sem faraldur, og fylgdi oft eitlabólga utan á hálsi
og þrálátur sótthiti, er hvorttveggja hélzt stundum lengi eftir að sjálf
kverkabólgan var bötnuð.
Akuregrar. Töluverð brögð að þessari veiki.
Regkdæla. Veikin væg. Enginn sjúklingur fékk komplikationir.
Öxarfj. Mjög lítið urn kverkabólgu.
Vopnafj. Gerði vart við sig öðru hvoru. Fylgdu henni í nokkrum
tilfellum ígerðir undir kokkirtlum.
Fljótsdals. Gerði vart við sig af og til allt árið, en þó aðallega í
desember. Yfirleitt væg'.
Norðfj. Dreifð tilfelli.
Fúskrúðsfj. Stakk sér niður.
Berufj. Hefir Htið orðið vart á árinu.
Hornafj. Enginn faraldur.
Síðu. Enginn verulegur faraldur.
Mýrdals. Stakk sér niður.
Vestmannaegja. Stingur sér niður við og við.
Rangcir. Stakk sér niður flesta mánuði ársins. Aldrei faraldur. Væg.
Grímsnes. Gerði vart við sig allt árið, en mjög væg. Nokkur faraldur
gerði vart við sig í Laugarvatnsskóla í nóv. og' des.