Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 19
17
Keflavíkur. Töluverð kverkabólga bæði í byrjun árs og svo meir en
allan síðari helming ársins. Nokkuð bar á angina phlegmonosa.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius aeutus).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjúklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúld......... 5274 6342 6720 10255 8549 9568 9112 9716 9829 10968
Dánir ........ 3 3 5 5 „ 2 1 3 1 2
Ivvefár í meðallagi, eftir því sem verið hefir síðastliðin ár. Á nokkr-
um stöðum er getið um faraldra, ekki sízt í sveitahéruðunum, og þá
einkum í sambandi við skólastaðina, svo og á verstöðvum. Tíðara er,
að slangur sé af kvefi allt árið, þó yfirleitt ótíðast sumarmánuðina.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Að vanda stungið sér niður allt árið, en aldrei veru-
Iegur faraldur.
Borgarfj. Faraldur í okt.—des., venju fremur illkynjaður. Margir
fengu háan hita með kvefinu, sumir veiktust hvað eftir annað á sama
hátt, nokkrir fengu lungnabólgu. Mest brögð voru að faraldri þessum
í Reykholtsskóla, í þröngbýlinu þar.
Borgarnes. Svipuð og vant er.
Reykhóla. Kveflasleiki talsverður.
Þingeyrar. Með minna móti. í ágústmánuði og til áramóta gekk
kvef, sem líktist vægri inflúenzu með hita.
Hóls. Kveffaraldur í byrjun árs.
Isafj. Er hér alla mánuði ársins.
Ögur. Fyrri hluta ársins talsverður faraldur að kvefsótt.
Hesteyrar. Nokkuð borið á kvefsótt, frekar vægri. Lagðist þó nokkuð
þungt á veikluð börn.
Hólmavikur. Stingur sér niður öðru hverju, og er það segin saga,
að þeir verða verst úti, sem lifa í loftillum húsakynnum og hræðast
hreina loftið, ef lasleika ber að höndum.
Miðfj. Kvefsótt hefir verið nokkur allt árið. Var það einkum sá
faraldur, sem gekk í desember, er var allþungur, sérstaklega í Reykja-
skóla. Fengu sumir jafnframt kverkabólgu, margir miðeyrabólgu,
nokkrir lungnakvef og einstaka lungnabólgu.
Blönduós. Að kvefsótt mikil brögð fyrri hluta ársins.
Hofsós. Hefir gert nokkuð vart við sig, einkum vor og haust.
Ólafsfj. Faraldur í apríl.
Svarfdæla. í janúar hélt áfram kvefsóttarfaraldur sá, er hófst í
nóvember árið áður, og þyngdi heldur en hitt. Bar oft mikið á barka-
opsbólgu, stundum svo magnaðri, að andþrengslum olli. Faraldri þess-
um mátti heita lokið upp úr miðjum febrúar. í nóvember var kvef-
sóttin að vísu ekki tíð og ekki í desember heldur, en þau tilfelli, sem
læknis var leitað vegna, voru öll óvanalega þrálát með langvinnum
lenju-hita.
Akureyrar. Mest brögð að veikinni fyrstu og síðustu mánuði ársins.
Virtist vera illkynjuðust i desember, enda þá langútbreiddust.
3