Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 20
18
Rcijkdæla. Sumir af þeim sjúklingum, sem fengu veikina í des., urðu
all-illa úti, lágu með háan hita rúrna 12 daga og voru lengi að ná sér,
en enginn sjúklingur fékk komplikationir upp úr veikinni.
Öxai-fj. Eitthvert allra minnsta kvefár. Síðast á árinu hófst á Sléttu
hinn slæmi og þrái kveffaraldur, er gengið hefir víða um land í vetur.
Vopnafj. Gerði nokkuð vart við sig fyrstu mánuði ársins. Annars
ekki, svo að teljandi sé.
Hróarstuncju. Meiri eða minni allt árið.
Fljótsdals. Stakk sér niður öðru hvoru flesta mánuði ársins, en ekki
sem verulegur faraldur.
Norðfj. Árið ekki kvefríkt. Um miðsumarið gekk yfir lcvefalda.
Berufj. Töluvert framan af árinu og var þá stundum all-þungt.
Hornafj. Eins og getur í síðustu skvrslu, er faraldur í uppsiglingu í
nóv. og des. 1935, sem nær hápunkti í jan. þ. á. og fer síðan dvínandi.
Fremur mátti kvefið heita vægt.
Síðu. Faraldur barst hingað í lok júnímánaðar og var að smáfærast
yfir fram 1 ágústbyrjun. Tók flesta á þeim bæjum, er hann kom á.
Annar kveffaraldur fór hér yfir í desember. Lagðist aðallega þungt
á börn.
Mýrdats. í júlí og október gekk allþungt kvef.
Vestmannaeijja. Hegðar sér líkt og vant hefir verið undanfarin ár.
Mest hefir borið á veikinni í vermönnum, en þó með minna móti á
þessu ári.
Rangár. Aldrei sem faraldur nema 2 haustmánuði, nóv.—des. Þá
var hér töluverður faraldur að kvefi, sem lagðist aðallega á ungbörn
og' var töluvert slæmt.
Eyrarbakka. Kvefsóttar verður vart í hverjum mánuði ársins, eins
og venja er til, en í meira lagi bar þó á henni mánuðina okt.—des.,
svo að nokkuð líktist farsótt, einkum á börnum.
Grímsnes. Kom fyrir í öllum mánuðum ársins nema í sept. Greini-
legur faraldur í nóv. og des., sem lagðist nokkuð þungt á börn og
óhraust fólk.
Keflavíkur. Þrálátt kvef var meira og minna allt árið.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
Sjúklingajjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 26 17 6 9 14 10 3 1 68 68
Dánir ....... 2 3 2 1 1 „ „ ,, 4 3
Barnaveiki er getið í 5 héruðum. í Rvík stakk hún sér niður í jan.,
apríl—júní, sept., okt. og des., en varð aldrei faraldur úr. I Ólafsvíkur
eimdi eftir af faraldri þeim, er getur í síðustu Heilbrigðisskýrslum,
þangað til í júlí þ. á. I Miðfjarðar og Eyrarbakka leit út fyrir, að ill-
kynjaður faraldur væri á uppsiglingu, en var á báðum stöðum kveð-
inn niður. Allsstaðar var beitt víðtækum bólusetningum með anatoxíni,
er gaf sem fyrri beztu raun.
Læknar láta þessa getið: