Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 22
20
verið bólusett. Ekkert upplýstist um, hvaðan eða hvernig veikin hafði
horizt hingað.
Þistilfj. 1 tilfelli í janúar, sama heimili og fyrir nvjárið, en nú varað-
ist fólkið óvættina og náði nógu fljótt til læknis, svo að serum kom að
tilætluðu gagni.
Fljótsdals. Hefir ekki gert vart við sig hér i Fljótsdalshéraði síðan
ég kom hér fyrst, vorið 1926.
Eyrarbakka. Aðeins 2 barnaveikistilfelli komu fyrir á árinu, bæði
í Ölfusi, og ba'ði mjög þung (toxisk). Hið fyrra var 4 ára gamalt
piltbarn. Þá gekk víða algeng hálsbólga, og því var athugað í siðara
lagi að sækja lækni, líklega á 4. degi. Miklar skófir, einnig extra
tonsillas, og bólga utan á hálsi. Inj. 20000 I. E. conc. serum, og drengur-
inn var kominn í góðan bata á 2. degi þar frá, varð alheill og engar
áberandi lamanir á eftir. Yngri systir var í sömu baðstofu, engin ein-
angrun (móðir ein kvenna á heimilinu að gæta beggja), fær prophyl.
inj. ser. antidipht. (ca. 1500 I. E.) og veiktist ekki. Undir eins og
fréttist um tilfelli þetta, brugðu barnaeigendur í hreppnum við og
fengu próf. Dungal til að koma austur og gera anatoxininj. til ónæmis.
Var gerð á miklum fjölda barna og unglinga. Síðara barnaveikistil-
fellið kom svo fyrir á einum þessara unglinga, 13 ára gamalli stúlku.
Þegar ég var sóttur til hennar, eru liðnar ca. 2 vikur frá því að próf.
Dungal gerði inj. Hún hefir þá alltaf verið veik síðan, fyrst með mikla
sóttveiki (ca. 40°) nú 38,5°, seint um kvöld. Fyrir 5 dögum hafði hún
byrjað að finna til í koki. Nú virtist hún aðfram komin, með öll ein-
kenni toxiskrar barnaveiki á háu stigi — miklar skófir eða réttara
sagt nekrótiskar flyksur, bæði á tonsillae og utan þeirra, og nefgang-
ar stíflaðir af sama, lopi í koki, utan á hálsi og niður á brjóst, púls
daufur og óhljóð við hjarta. Seruin hafði engin áhrif. Hún dó um
nóttina. Engum hafði dottið barnaveiki i hug, líklega bæði vegna of-
trúar á ónæmisverkun anatoxinsins, og svo hins vegar vegna þess, að
veikindin af anatoxininj. hafa villt um sýn.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
SjúklingalJöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl......... 15 323 65 26 153 780 167 10 30 8
Dánir ........ „ „ „ ,, 1 4 3 „ „ 1
Er nú aðeins getið í einu héraði, Svarfdæla, nokkur tilfelli í janúar-
mánuði og' síðan ekki.
Læknar láta þessa getið:
Svarfdæla. Arfur frá desember árið áður. Kom aðeins fyrir fyrra
hluta janúarmánaðar og dó út úr því.